Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.2004, Síða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.2004, Síða 4
4 FIMMTUDAGUR 19. ÁGÚST2004 Fréttir DV Kristín Jóhannsdóttir „Hann tók svo fram gtansandi hraunmola og sagði mér að þaö væru demantar Ihonum.“ Eðalsteinar á Grænlandi Kanadískt námufélag hóf nýlega leit að rúbínum á svæðinu við Qeqertarsu- atsiaat á Grænlandi. Frá þessu var sagt í grænlenska útvarpinu KNR. Miklar vonir eru bundnar við verk- efnið en gríðarlegir mögu- leikar felast í vinnslu á rúbínum á Grænlandi og hagnaðarvon er mikil. Vinnsla og framleiðsla eðalsteina er áhættulítil. Þrír mikilvægustu eðal- steinamir eru rúbínar, smaragðar og safírar. Við- skipti með þessa steina nema um fimm milljörðum dollara á ári. Fatlaðir á menningar- nótt Höfuðborgarstofa og Eirberg ehf. ætía að lána hreyfihömluðum og eldra fólki hjólastóla á menning- arnótt til þess að gera að- gengi þeirra að hátíðinni sem best. Hjólastólarnir verða lánaðir frá Höfuð- borgarstofu, Aðalstræti 2, en sú staðsetning er mitt í hringiðu viðburða menn- ingarnætur og stutt í marga af helstu viðburðum hátíð- arinnar. Um er að ræða venjulega hjólastóla sem ýta þarf og verða þeir lán- aðir út í fimm klukkutíma í senn til kl. 22. Ferðaþjón- usta fatíaðra mun halda úti akstri til miðnættis. Þýskir vilja folaldabein Sláturfélag Suð- urlands hyggst slátra 80 folöldum á Selfossi í vikunni til að ná úr þeim bein- um sem Þjóðverjar vilja. Það eru for- svarsmenn lyfjafyr- irtækis í Þýskalandi sem fara fram á að folöld- unum verði slátrað og vilja þeir fá folöld frá íslandi vegna hreinleika landsins. Ætíun þeirra er að notast við löng bein úr folöldun- um til að vinna úr þeim vaxtarhvata sem notaður er til að búa til lyf. Folaldalyf- in byggja upp bein í fólki sem hefur beinbrotað illa, en til þess að framleiða lyf- in þarf að mala folalda- beinin í duft. Þýskur jarðfræðingur segir að eðalsteina sé að finna í nýja hrauninu í Vestmanna- eyjum. Kristín Jóhannsdóttir markaðsfulltrúi hitti jarðfræðinginn sem sýndi henni hraunmola með demanti í. Kristín segir að jarðfræðingurinn sé farinn utan aftur með molann til rannsóknar. Demantur fannst í nýja hrauninu Eðalsteinafræðingur af þýsku bergi brotinn sem var á ferð í Vest- mannaeyjum hafði á brott með sér hraunmola sem hann telur að í séu demantar sem skapast hafi í gosinu 1973. Hann skilur ekki hvernig Vestmannaeyingar þora að búa í Heimaey. „Ég vil taka það skýrt fram að ekki er búið að sanna þetta eða afsanna," segir Kristín Jóhannsdóttír, mark- aðsfulltrúi Vestmannaeyjabæjar um meintan demantafund í Heimaey. Þýskur jarðfræðingur sem var á ferð um nýja hraunið í Eyjum í vik- unni segir að hann hafi fundið dem- ant þar. Jafhframt telur þessi jarð- fræðingur að ekki sé ólíklegt að eðal- steinar finnist í þessu hrauni miðað við forsöguna og hvernig hraunið myndaðist á sínum tíma í gosinu 1973. Sagan hefur flogið um Vest- mannaeyjar undanfarna tvo daga og fjöldi bæjarbúa hefur séð ástæðu til að leggja leið sína um hraunið í veð- urbliðunni. Sannfærður eðalsteinafræð- ingur Kristín Jóhannsdóttir segir að hún hafi hitt þýska jarðfræðinginn á göngu upp að gígnum í hrauninu og tekið hann tali. „Hann hafði greini- lega mikið vit á eðalsteinum enda búinn að ferðast víða um heiminn í leit að þeim,“ segir Kristín. „Hann tók svo fram glansandi hraunmola og sagði mér að það væru demantar í honum. Mér fannst það nú frekar ótnílegt og spurði hann hvort þetta gætu ekki bara verið glerbrot eða eitthvað álíka. Hann stóð á því fastar en fótunum að svo væri ekki en hins vegar þyrfti hann að komast með molann undir smásjá og rannsaka hann frekar til að vera alveg viss.“ Gosið skapaði demanta í máli Kristínar kemur fram að hinn þýski jarðfræðingur hafi tjáð henni að hann væri gersamlega heillaður af jarðfræði gossvæðisins og að hann teldi það með athyglis- verðari stöðum jarðfræðilega séð sem hann hefði heimsótt á ferðum sínum um heim- inn. Raunar spurði hann Kristínu hvernig Vest- „Raunar spurði hann Kristínu hvernig Vestmannaeyjabúar þyrðu að búa í Heima- ey því þeir sætu bók- staflega á toppnum á risastórri púður- tunnu." mannaeyjabúar þyrðu að búa í Heimaey því þeir sætu bókstaflega á toppnum á risastórri púðurtunnu. „Hann ræddi um að demantar þyrftu ákveðin skilyrði til að mynd- ast og að ekki væri útilokað að slík skilyrði hefðu verið til staðar í gos- inu hér 1973 og hraunrennslinu sem fylgdi í kjölfarið," segir Kristfn. Þjóðverjinn er farinn af landi brott til Þýskalands og tók hann hraunmola með sér til frekari rann- sókna. Kristín segir að ef rannsóknir hans leiði til þeirrar niðurstöðu að eðalsteinar finnist í hrauninu muni hann hafa samband við bæjaryfirvöld um leið og láta þau vita. ' ir- E ■' Demantar í hrauninu ^ Þýskurjarðfræðingur tel- Kú&jji uraðdemantaséað '' - . finna IVestmannaeyjum. þ* Þá verður nú ísöldin önnur Hann er einkennilegur sá eig- inleiki mannskepnunnar að vera sýknt og heilagt að hugsa um eig- ið skinn. Sjáið þið veðurfræðing- ana þessa dagana til dæmis. Margir vísir menn sem lagt hafa á sig alls kyns krefjandi rann- sóknir, til dæmis seltumælingar með djúpsjávarköfun og hættu- legar kvikasilfurshitamælingar á öðrum varhugaverðum stöðum, segja að von bráðar bresti á ísöld í Evrópu. Á þessu leiki lítill vafi. Það er eðlilegt að menn hafi áhyggjur, sérstaklega hérna á Svarthöfði íslandi sem löngum hefur þótt næsti bær við hið óbyggilega. En hvað kemur þá upp úr dúrnum? Þegar fréttamenn hringja í veður- fræðinga, jöklaffæðinga og spá- miðla kannast enginn við neitt. Ekkert í spilunum hjá þeim um kaldan klaka og frostrósir í haga. Þetta er dæmigert. Auðvitað telja þessir menn í hjarta sínu að allt sé á leið til andskotans. Þeir Hvernig hefur þú það? „Ég hefþað mjög fínt, það gengur mjög vel með megrunarkúrinn,"segir Dagný Þorkelsdóttir offitusjúklingur sem er I megrunarátaki. Dagný var 166 kíló I byrjun mars.„Ég er búin aö léttast um 25 kíló síðan ég byrjaði. Éger 141,7 kiló núna þannig að þetta hrynur af.Ég hætti að reykja fyrir mán- uði og það hægði aðeins á kúrnum. Ég er ekki alveg komin i pæjufatnað en það er mun auðveldara að fá smart föt þegar maður hefur lést svona mikið. “ vilja bara ekki segja það. Og af hverju? Auðvitað vegna þess að þeir vilja selja húsin sín fyrst. Og hlutabréfin í Sláturfélagi Suður- lands og Díkót. Líka sumarbú- staðina og bílana, nema þá sem hægt er að keyra á ís til heitu land- anna. En Svarthöfði heldur reyndar að þeir sjái ekki nógu langt fram í tímann. Þetta verður örugglega bara litía-ísöld. Þannig að þegar ísinn er kominn og verðið er í botni mun Svarthöfði birtast alveg svellkaldur og kaupa landið og miðin; allt heila klabbið. Og koma út í stórgróða þegar ísinn hopar eftir bara nokkur hundruð ár og sólin vefur örmum hlíð og dal. Það er sko langtímafjárfesting í lagi. Allir í bátana! Svarthöföi

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.