Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.2004, Page 10

Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.2004, Page 10
10 FIMMTUDAGUR 19. ÁQÚST2004 Fréttir DV !v Kostir & Gallar Heiðarlegur, sannur vinur vina sinna og hugsar vel um fjöl- skyiduna. Ljúfur og skemmti- legur félagi. Orðheldinn og traustur. Sjentilmaður fram í fingurgóma og mikill heims- maður. Ef fullkomnunarárátta telst til galla er hann stórgallað- ur. Hann er dálítið sjálf- hverfur og sér oft ekki gall- ana í eigin fari. Hann er djarfur og árxðinn, stund- um um of, og heppinn að það hafi komið honum i koll. „Magnús er ágætismaður og góður vinur vina sinna. Það hefég sann- reynt. Þá getur hann verið tilfinningasamur enda sannur krabbi. Ekki má gleyma þvl hve hann dansar vel." Vigdís Grímsdóttir rithöfundur „Magnús ermikill heið- ursmaður I hvívetna og sannur vinur vina sinna. Hann ersjentilmaður fram I fingurgóma og heimsmaöur. Hann er Ijúfur I viömóti, skemmtilegur félagi, sem lætur sér annt um fjölskyldu sína. Það er erfitt að vera með sparðatlning um galla Magnús- ar. Helst mætti nefna að hann á til þrákelkni, sem kemur fram I þvl að hann ræðst gjarnan á garðinn þar sem hann er hæstur til aö finna og leysa verkefni sem aörir hafa gefist upp á. Ef fullkomnunarárátta telst til galla, þá er Magnús hins vegar stórgallaður." Þórarinn Sigþórsson tannlæknir „Magnús er með heiðar- legustu mönnum sem ég þekki en við höfum þekkst I þrjátlu ár. Hann er orð- heldinn og traustur, mikill fjölskyldumaður og hugsar vel um velferð sinna. Galla er erfitt að finna en efþað telst til ókosta þá á hann það til að vera dálltið djarfur. Óhræddur við aö taka áhættu en hefur ekki fariö illa á þvi en segja má að hann hafi sloppið fyrir horn.“ Stanley Pálsson verkfræÖingur Magnús Hreggviösson er fæddur 29. mal 1949 og er viöskiptafræöingur. Hann er kvæntur Erlu Haraldsdóttur og á meö henni dóttur. Fyrri kona er Bryndls Valgeirs- dóttir rekstrarfreeöingur og eiga þau sam- an þrjú börn. Magnús hefur rekiö Fróöa sem gefur út fjölda rita I þrjátíu ár og hefur veriö nær einráöur á tímaritamarkaönum. íbúar í Fellahverfinu hafa ítrekað lent í að lásar hafa verið skemmdir á heimilum þeirra með þeim afleiðingum að þeir komast ekki inn. Líklegt er að skemmdaverk- in tengist nágrannadeilum. Yrsufell 7 / vetur varallt i háaloft, en í sumar er meiri ró, þó stundum gargi einhverjir íbúanna. íbúar í Yrsutellinu skipulega læstir úti Kona á fimmtugsaldri í Yrsufelli 7 í Breiðholtinu þurfti að finna sér annan næturstað en heimili sitt á mánudaginn þegar skemmdar- verk hafði verið unnið á sílinder í lás. Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem skemmdir hafa verið unnar á lásum fólksins í Yrsufellinu. „f síðasta mánuði var ég á sjúkra- húsi og þá var troðið í sflmderinn,“ segir Kristín Guðríður Hjaltadóttir, 63 ára ára kona í Yrsufelli 7, sem einnig hefur lent í lásavargnum. „Núna sjötta ágúst fór ég út í búð en þegar ég kom aftur var búið að troða aftur í sflinderinn hjá mér. Ég veit ekki hver gerir þetta, en það virð- ist vera fullorðið fólk,“ segir Kristín. Kristín lýsir aðferðunum svo að eldspýtum, eða öðru sem kemst, er haganlega troðið inn í skráargatið þannig að lykill kemst ekki í. Til að leysa vandann þurfi að kalla til lása- smið sem kosti um fimm þúsund krónur. Kristín, sem er hjartveikur ör- yrki með sykursýki, segist ekki megna það fjárhagslega að punga út fýrir þessu trekk í trekk. Sigurbjöm Bjamason, annar íbúi í stigaganginum, segist ekki hafa orðið fyrir barðinu á lásavargnum. „Ég sá fólkið í fyrradag [mánudag] sem komst ekki inn til sín, en ég hef sloppið sem betur fer,“ segir Sigur- bjöm. Enn einn íbúinn í stigaganginum, sem vill ekki láta nafns síns getið, segir lásaskemmdimar virðast vera angi af nágrannaeijum kerlinga í stigaganginum. „Tvær kerlingar „Núna sjötta ágúst fór ég út í búð en þegar ég kom aftur var búið að troða aftur í sílind- erinn hjá mér." þama em að garga hvor á aðra. Mér finnst þetta hræðilegt, ég er nýfluttur þarna, þetta em bæjarblokkir. Ein- hvers staðar verða vondir að vera. En 95 prósent af fólkinu héma em allt í lagi. Ég er búinn að búa í Árbænum, Vesturbænum og Breiðholtinu og þar em nágrannaerjur líka, þótt þær séu ekki í sama veldi og í bæjarblokk- irnum," lýsir hann. Kristín segist kannast við að tvær konur defli harkalega í blokkinni. „Þetta byrjaði með að þær vom að rífast út af sígarettu. En hér er al- mennt lítill friður. Maður er stund- um drulluhræddur héma um nætur. Þetta versnar sífellt hérna. Lögreglan kemur í blokkina hveija einustu helgi. Eina nóttina tók lögreglan feil á hurð og ætíaði að brjóta mína hurð. Það þarf að laga hana, hún skröltír," segir Kristín. Tveir aðrir íbúar í Yrsufeflinu segjast ekki kannast við að sérstakar erjur eigi sér stað. í vetur hafi hins vegar allt verið upp í háaloft vegna konu sem hélt stöðugt teiti á ókristí- legum tíma. Hún hafi hins vegar ver- ið borin út af Félagsbústöðunum og eftir það sé allt með ró og spekt - þó svo að einhveijir læsist úti annað veifið. jontrausti@dv.is nýr & hollur kostur! léttir og bragðgóðir réttir - fáar kaloríur Nýrstjóriá Lansanum Jón Kristjánsson heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra hefur sett Jóhannes M. Gunnarsson skurðlækni tfl að gegna starfi for- stjóra Landspítala - háskóla- sjúkrahúss frá 1. september. Þá hefst átta mánaða námsleyfi Magnúsar Péturssonar, forstjóra sjúkrahússins. Jóhannes hefur gegnt starfi framkvæmdastjóra lækninga síðastliðin fjögur ár og starfað sem staðgengill forstjóra. Heilbrigðisráðherra hefur sett Vil- helmínu Haraldsdóttur í starf framkvæmdastjóra lækninga. Hún hefur gegnt starfi sviðsstjóra lækninga á lyflækningasviði II. Tilkynningum um peningaþvætti íjölgar Lögregla fékk 240 peningaþvættismál Tilkynningum til lög- _ .. Að baki þessum til- reglunnar um peninga- — „ kynningum voru 16 að- þvætti fjölgar verulega á-------flar. Flestar komu þær hverju ári og barst lög- £*. \ frá bönkunum og um reglu þannig 241 til- \ það bil helmingur kynning um slíkt á síð- / N þeirra frá tveimur asta ári. Þetta er um 10% | stærstu bönkum lands- fjölgun frá árinu á und- 7 \/ ins. an. í ársskýrslunni segir Þessar tilkynningar v meðal annars að á und- vörðuðu færslur á fjár- {fcjkanförnum árum hafi munum að uphæð $$$*$$/' verið unnið að kynn- rúmlega 400 núlljónir ,,ingti og lræðslu um króna. Fjallað er um mál- þessi mál í samvinnu við ið í ársskýrslu ríkislögreglustjóra fjármálastofnanir. Þetta starf hafi fyrir 2003 en eitt af lögbundnum borið góðan árangur í baráttunni verkefnum embættisins er að taka á gegn peningaþvættí með peninga móti tilkynningum um peninga- eða fjármuni sem sem grunur leikur þvætti og vinna úr þeim. á að séu afrakstur afbrota.-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.