Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.2004, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.2004, Blaðsíða 24
24 FIMMTUDAGUR 19. ÁGÚST2004 Fókus DV Langarað hlaupa um nakin Jessica Simpson getnr ekki beðið eftir að raunveruleikaþátt- urinn Newlyweds endi svo hún geti farið að hlaupa um húsið nakin. Söngkonan sem giftist Nick Lachey árið 2002 segist vilja smá tíma ein með manni sínum fjarri myndavélunum. „Við erum ekki nýgift lengur svo mér finnst þetta orðið nóg. Þegar mynda- vélamir hverfa munu hveiti- brauðsdagarnir samt byrja upp á nýtt. Það verður svo gott að þurfa ekki alltaf að spá í hvort myndavélarnar séu í gangi og geta gert allt sem maður vill. Þess vegna nakin.“ Justin í Suður- ríkjarokkið Justin Timberlake segir að næsta plata sín verði gerð undir áhrifum frá Suðurríkjarokkbönd- um á borð við Lynyrd Skynyrd og Allman-bræðrum. í viðtali við tímaritið GQ segir hinn 23 ára söngvari að hann muni ekki taka þátt í endurkomu fyrrum félaga sinna í strákabandinu ‘N Sync. Þess í stað ætlar hann að einbeita sér að næstu plötu sem fylgja á eftir velgengni þeirrar fyrstu, Justified. „Kannski að ég prófi smá Suðurríkjarokk, skilurðu? Prófi hvemig það I virkar," sagði söngvarinn, flottur á því sem fyrr. Madonna 46 ára Madonna tók sér frí frá tón- leikaferð sinni til að fagna 46 ára afinælisdeginum með eiginmanni sínum Guy Ritchie. ■. Söngkonan var * ánægð og afslöppuð þegar hún mætti í næturklúbbinn Sketch í London íklædd skærrauðum kjól. Hún hafði und- irbúið sig fyrir kvöld- ið á mánudeginum með því að fara í heilsulind með nokkxum vinum sín- um. Um helgina hafði Madonna leikið á tvennum tónleikum í Manchester og þurfti greinilega á smá afslöppun að halda. Aðdá- endur Madonnu mundu vel eftir afmæli hennar og sungu afmælis- sönginn fyrir hana á tónleikunum. Islenski dansarinn hræðist ekki neitt Ema Ómarsdóttir dansari hefúr verið búsett erlendis sfðustu 11 árin. Þrátt fyrir að hafa byrjað seint í dans- inum hefur hún náð ótrúlega langt og hefúr náð að skapa sér nafn sem dansari í Evrópu. Hún segist alltaf hafa verið spriklandi en ákvað ekki að fara í Listdanskólann fyrr en hún var 17 ára á meðan flestir byrja þar um 10 ára aldur. íslendingum gafst tækifæri á að fylgjast með Emu á Listahátíð Reykjavíkur en hún hefúr ferðast víða með Jóhanni Jóhannssyni í verkinu IBM1401. Einnig var hún ein af stofii- endum Dansleikhússins með Ekka sem fékk Grímuna í hitteðfýrra fyrir verkið Eva 3(í þriðja veldi). „Ég var búin að vera í allskonar dansi áður en ég ákvað að gera eitt- hvað við þennan draum minn og læra nútímadans. Nú er ég búin að búa í Bmssel í níu ár en þar á undan var ég í tvö ár í Rotterdam," segir Ema sem er31 árs. Hún er afar ungleg í útliti og virðist ekki deginum eldri en 25 ára. Hún segir að krakkalega útlitið hafi hún fengið í arf en vissulega eigi dansinn sinn þátt í því. „Þetta er samt að mörgu leyti sÚtandi starf en ég hef ver- ið heppin. Lykillinn er að halda góð- um anda í hópnum en það er mikil samkeppni og stress í þessum heimi. Samkeppni getur þó alveg verið góð í hófi og jákvæð samkeppni er nauð- synleg." Brussel er mekka nútímadans- ins Ema býr í Bmssel ásamt belgíska kærastanum sfnum Frank Pay. Þótt hún sé heima hjá honum öllum stundum leigir hún samt sína eigin íbúð. „íbúðin mín er alltaf tóm sem er synd og skömm enda ætlum við kannsld að fara að búa saman. Það er bara svo gott að hafa sinn eigin stað þegar maður er í þessari vinnu. Stað sem maður getur flúið á. Svo getur vel verið að við kaupum hér á fslandi en ég vil ekki flytja heim alveg strax. Draumurinn er að geta verið hér hluta ársins og svo í Bmssel hinn hlutann. Síðustu árin hefur Bmssel verið mekka nútímadansins svo þar er mjög gott að vera." Ema hefur fengið nóg að gera þótt hún hafi ekki verið fastráðin og nú er svo komið að hún þarf að hafna „Allir eru afar spennt- ir þegar þeir heyra að maður sé frá íslandi og tala um „volcano power". Fólk líkir manni við náttúruöfl- in sem er fyndið og skemmtilegt." mörgum tilboðum. „í þessum af- markaða dansheimi er ég búin að skapa mér nafn þannig að ég á auð- velt með að finna vinnu. Ég hef líka verið heppin með fjölmiðlagagnrýni og fengið fallega umfjöllun sem hjáip- ar mikið. En aðalástæða velgengninn- ar er náttúrulega vinnan sjálf. Ástríðan er nauðsynleg Frank er tónlistamaður en hefur unnið í leikhúsi og samið tónlist fyrir dans- og leiksýningar. „Við höfum unnið mikið saman, hann séð um tónlistina og ég dansinn, en nú er þetta orðin algjör samvinna og engin mörk. Hann býr til dansspor og ég syng og glamra á gítar þótt dansinn sé náttúrulega mitt aðalsvið og tóniistin hans." Þau hafa ferðast um Evrópu með verkið Bacterial Tour með hópnum Poni. „Þetta byijaði sem rokk/pönk- /elektrónik-band en við höfum þróað þetta yfir í einhverskonar sýningu. Við byrjuðum á þessu í gríni en þetta virk- aði svo vel að við ákváðum að þróa þetta áfram. Eftir að hafa unnið þetta í nokkrum skrefúm erum við búin að ferðast með sýninguna víða um Evr- ópu." í verkinu er tónlistin í aðalhlut- verki en öðrum listgreinum er einnig blandað inn í. „Þama em allir í öllu og öllu blandað saman og svo sjáum við hvemig útkoman verður. Þetta er mikil tilraunastarfsemi enda tökum við öll saman þátt í að skapa sýning- amar. Þótt ég sé ekki leikstjóri eða danshöfúndur þá er ég líka í að skapa leiklistina og dansinn. Þetta er mjög gaman og mjög skapandi," segir Ema og bætir við að maður verði að hafa mikla ástríðu til að þetta sé mögulegt. „I raun og vem verður maður bara að þora að gera sig að frfli. Maður er alltaf að berjast við feimnina en maður verður bara að taka sénsinn og prófa." Poni-hópurinn heldur áfram ferðalagi sínu á næstu mánuðum og verður meðal annars með sýningar á góðum stöðum í Belgíu, Frankfurt, Amsterdam og París. Ema er einnig að vinna með öðrum hópi að verkinu Foi. Daginn efdr að hún yfirgefur fs- land er hún rokin af stað til Stokk- hólms og síðan til Slóveníu með ís- lenska dansflokknum. „Ég er búin að ferðast um allan heiminn þótt við för- um mest um Evrópu. Maður fær að kynnast ýmsum löndum þótt þetta séu alltaf frekar stuttar ferðir og lítill tími sé til að skoða sig um." Semur verk fyrir íslenska dans- flokkinn Ema segir að draumurinn sem hún átti áður en hún flutti út til að læra hafi fyrir löngu ræst. Hún sé komin miklu lengra en hún hafi nokkum tímann þora að vona. „Ég bjóst aldrei við að vera í þessum spor- um sem ég er í í dag. Ég er mjög ánægð og reyni bara að njóta hvers verks þótt ég hafi ekki tíma til að gera allt sem mig langar. Nú er ég að vinna að verki fyrir íslenska dansflokkinn í samvinnu við slóvenskan leikstjóra. Ég ætla að reyna að vinna með þeim eins og ég hef verið að gera þannig að allir séu með í að skapa. Það er dálíúð nýtt fyrir mér að vera með svona stór- an hóp enda er ég yfirleitt bara minn eigin boss en það verður spennandi að sjá hvað gerist." Éma vonast til að geta verið í dans- inum sem lengst en ef ekki þá er margt annað sem hana langar að gera. „Það er alveg hægt að vera í dansi til sjötugs þótt maður sé ekki hoppandi um gólfið. Við aldurinn breytist lireyfingarmynstrið, maður nær að þroskast og fer kannski meira yfir í að semja. Margar bestu sýningar sem ég hef séð em sýningar fólks sem er komið yfir fertugt og fimmtugt. Þau em kannski ekki að hoppa fimm metra upp í loftið en það er svo margt annað sem lfkaminn getur túlkað. Núna er ég í mjög kraftmiklum dansi og reyni að skapa minn eigin stíl og finna hvað það er sem hæfir mínum líkama. Ég geng oftast út frá dansin- um en ég hef líka verið að nota rödd- ina sem mér finnst mjög spennandi. Með Poni nota ég röddina mjög mikið og nota hana gróft, alveg út í dauðarokk og svo afúir út í mjúk hljóð. Röddin er náttúrlega bara vöðvi svo það er gaman að sjá hvað hreyf- ingamar gera fyrir röddina og hvað röddin gerir fyrir hreyfingamar. Það er alltaf eitthvað nýtt sem maður upp- götvar þegar maður spáir í þetta." Stolt að vera frá Islandi Rætur Emu liggja hér á landi þótt hún segist vera að fara heim þegar hún fer til Belgíu. Hún er stolt af upp- runa sínum og segir hann hafa í mörgum tilfellum hjálpað henni að koma sér áfram. „í Bmssel er mikil gróska og til- raunastarfsemi og ég tilheyri þeim hópi sem prófar hlutina. En svo er það lflca eitthvað við að vera íslendingur sem fær fólk til að telja mann svolítið sérkennilegan. Mér finnst ég rosalega heppin að vera héðan, það er eitthvað við það að hafa alist hér upp. Ég veit ekki alveg hvað það er en það er eins og maður sé einhvem veginn ekkert hræddur við neitt. Þótt maður sé kominn til útlanda hagar maður sér bara eins og maður sé heima hjá sér og það hefur hjálpað mér mikið. ís- land er lflca dálítið inn þessi árin. Allir em afar spenntir þegar þeir heyra að maður sé frá íslandi og tala um „volcano power". Fólk lfldr manni við náttúmöflin sem er fyndið og skemmtilegt." indiana@dv.is Skellum smá sushi á grillið Ég hef ekki orðið svo frægur að spila fyrsta Way of the Samurai- leikinn og hef ekki mikið spilað svona roleplay-leiki yfirleitt. En ég er algjör sökker fyrir öllu svona japönsku þannig að ég ákvað að slá til og reyna að upplifa smá Kuros- awa-ffling. Maður tekur sér hlutverk svelt- andi stríðsmanns sem kemur inn í bæinn Amahara við endalok blóm- legs tímabils í Japan. Maður þarf að vinna sér inn pening hjá ýmsum að- ilum og getur kosið um að gerast löglrlýðinn borgari eða ribbaldi sem níðist á fólki. Maður ráfar svo um göturnar og tekst á við það sem verður á vegi manns. Inn í þetta blandast svo söguþráður sem hefur fjölmarga mismunandi enda sem endurspegla þær ákvarðanir sem þú hefur tekið í leiknum. Helsti galli leiksins er óljós sögu- þráðurinn og að maður veit sjaldn- ast hvað maður á að gera til þess að koma honum í gang. Maður ráfar um bæinn og framkvæmir hin og þessi verk og býður eftir að eitthvað gerist. Það getru reynt svo lítið á þolinmæðina en um leið getur maður bætt persónuna sína í bar- dagalistinni og orðsporið. Það vant- ar eitthvað til þess að segja manni hvaða takmark maður hefur í stað- inn fyrir að henda manni bara út í guðs græna náttúruna og ætlast til að maður finni leiðina heim. Þú getur talað við nánast allar persónur í leiknum og lífgar það svolítið upp á hann og gerir hann aðeins fjölbreyttari. Einnig geta svo svör fólksins breyst eftir því hvernig orðspor þú hefur fengið. Bardagakerfið er ffekar gott og það besta við leikinn. Þú lærir ný brögð því oftar sem þú berst og svo eru sverðin sem þú notar mismun- andi og hafa sín trikk lflca. Átökin eru blóðug og hressileg og hægt er að taka töffarann á þetta og drepa andstæðingana með einu höggi eins og Toshiro Mifune var svo van- ur að gera í myndum sínum. Það böggaði mig stundum að ég gat ekki kosið þann andstæðing sem ég vildi leggja til atíögu við þegar ég var um- kringdur, í staðinn varð ég að klára hvem og einn um sig. Grafflc er til fyrirmyndar. Meira er lagt í aðalpersónurnar en hinn al- menna borgara en það var kannski hinn takmarkaði persónuíjöldi sem dregur svolítið úr mannfjölda-áhrif- unum. Myndavélin gat stunduð orðið til trafala en það gerðist ekki oft. Wayofthe Samurai 2 (PS2/Hlutverka- leikur) ★ ★★ | f,i‘)y5tatjon,c? Tölvuleikir Róandi japönsk tónlist er undir leiknum mestallan tímann en hún verður aðeins hressari þegar átök brjótast út en umhverfishljóðum em svolítið ábótavant. Leiklestur er reyndar alveg skelfilegur. Þetta er ágætur leikur sem getur tekið ansi langan tíma ef maður veit ekki hvað maður er að gera en and- rúmsloftið í honum er hressandi og nær að draga mann inn í þennan samurai-ffling ef maður leyfir hon- um það. Ómai öm Haúksson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.