Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.2004, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.2004, Blaðsíða 3
m e ö m æ 1 i Óhætt er að mæla með tónleikum Egó í kvöld. Þeir hafa verið að troða upp víða um land síðustu vikurnar og í kvöld er komið að höfuðborginni. Ok, þetta er bara eitt af þessum peninga- lyktandi kombökkum sem tröllríða öllu og Bubbi er orðinn sellout og allt það en Egó var samt fínasta hljómsveit. Það er heldur ekki á hverjum degi sem menn geta öskrað „fjöllin hafa vak- að!“ með fegurðardrottningu sér við hlið án þess að þurfa að skammast sín. Tónleikarnir eru nefnilega á Nasa. Það er ffnt að kíkja í Fiskbúðina Vör og kaupa sér einhvern til- búinn fiskrétt sem maður hendir svo í ofninn þegar heim er komið. Einfalt og ódýrt, eða alla vega ekkert allt of dýrt. Svo er létt að segja við konuna að maður hafi gúllað þessu saman sjálfur í einhverri tilraunastarfsemi og þetta sé útkoman. Fiskikóngurinn kann að sjá um sína og hver veit nema það verði eee’s í kaupbæti? Við mælum með því að fólk hætti að henda tyggjóinu sínu á gangstéttina og klína því undir borð. Betra er að pakka því inn í bréf og henda því þannig. Þá getur tyggjó- lausi minnihlut- inn gengið óhuitur um götur án þess að eiga það á hættu að fá klessu undir skóna og um leið hætt að saka fólk um að vísvitandi knésetja ræstitækna og neyða þá til að taka sér kíttisspaða í hönd. Guð og sonur hans Jesú virðast hafa gleymst enn og aftur. Það er ekki nógu gott enda synd að hugsa ekki um Krist og kristileg gildi nokknjm sinnum yfir daginn. Jesú virtist vera að ná fyrri frægð hérna fyrr á árinu með dyggri aðstoð frá leikstjóranum Mel Gibson en nú virð- ist fólk hafa gleymt Guði enn á ný, og það rúmum tveimur mánuðum fyrir jól. Skamm! Teiknimyndaþættirnir um Happy Tree Friends á MTV eru afbragðs skemmtun. Aðalpersónurnar eru lítil krúttleg dýr sem tala með helíum- röddum og vita fátt skemmtilegra en að leika sér úti í náttúrunni. Þegar leik- arnir standa sem hæst vill það þó oft- ar en ekki gerast að einhver persón- anna lætur lífið með frekar grófum hætti. Árlegt Oktoberfest verður haldið í kvöld í risatjaldi á túninu fyrir framan aðalbyggingu Háskóla íslands. Mikið er lagt í þennan viðburð sem mældist sérlega vel fyrir á síðasta ári þar sem fjöldi fólks lét sjá sig og skemmti sér fram eftir kvöldi. Herra Wenzl, sendiherra Þýskalands, mun setja hátíðina á hádegi með því að stinga á bjórtunnu með táknrænum hætti. Það verður mikið um dýrðir á túninu fyrir utan aðalbyggingu Háskóla íslands í kvöld því félag þýskunema við Háskólann ætlar að standa fyrir risa Októberfest, með bratwurzt, salzbrezeln, kart- offelsalat og að sjálfsögðu bjór, bjór og meiri bjór. Yfirvaraskegg og allir í röð „Þegar við héldum Októberfest á síðasta ári vonuðumst við til að fá u.þ.b. fimmhundruö manns í tjald- ið og að fólk færi að tinast inn um áttaleytið en viðtökurnar voru rosalegar, miklu betri en við höfð- um búist við, það komu tólf hund- ruð gestir og var tjaldið orðið troð- fullt klukkan átta. Háskólanem- arnir byrjuðu að flæða inn í tjald- ið í þýskum fílíng með álímd yfir- varaskegg og fleira í þeim dúr strax klukkan sex, dælumar gengu stanslaust allt kvöldið, við þurftum að selja flöskubjór fyrir utan tjaldið og á tímum var rúm- lega þrjátíu metra röð fyrir utan tjaldið" segir Silvía Seidenfaden, ein af aðstandendum hátíðarinnar. Að þessu sinni ætla þýskunem- arnir að vera viðbúnir marg- menni, enda eru háskólanemar sérstakir áhugamenn um þýska menningu, sérstaklega bjór. Verða dælurnar nú átta í stað tveggja áður, tjaldið verður 600 fermetrar í stað 250 áður, lifandi Október- festtónlist og mörg hundruð lítrar af þýskum eðalbjór munu flæða um tjaldið. Heidi verður á svæðinu Veglegar hálfs líters glerkrúsir verða í boði undir veigarnar svo allt sé ekta enda um alvöru Októ- berfest að ræða. Festin er að þessu sinni haldið í samstarfi við Lands- bankann, Germaníu (félag áhugafólks um Þýskaland) og Becks. „Herra Wenzl, sendiherra Þýska- lands, mun setja hátíðina á hádegi með því að stinga á bjórtunnu likt og gert er við setningu á Oktober- fest í Múnchen. Þetta verður mjög flott og hvergi til sparað, hljóm- sveitin Léttfetar mun spila Týrólatónlist og Helga Braga mun mæta í gervi Heidi og skemmta fólki. Þetta verður án efa vegleg- asta Oktoberfest sem haldið hefur verið á íslandi," segir Silvía og bætir við að þýskunemar eigi von á enn fleiri bjórþyrstum háskóla- nemun í ár. Hún hvetur fólk til að mæta snemma, tryggja sér sæti við langborðið, fá sér bratwurst, brezeln og ískaldan bjór, því það sé stórkostlegt á Oktoberfest. Flestum finnst gaman að detta í það. Það hefur samt sína ókosti: Timbur- menn. Fókus gróf upp nokkur gömul ráð sem eiga að hjálpa. Ávextir og kynlíf Eitt ráð er að kreista þrjár appel sínur og eina sítrónu og drekka það allt í einum teyg. Síðan að fara í langa sturtu og stunda kynlíf þangað til þynnkan er far- inn. Skemmtilegt og áhrifaríkt. Bjórtappatrikkiö Gott ráð er að setja bjórtappana alltaf í vasann þegar maður fær sér bjór. Þegar heim er komið geturðu talið hvað þú drakkst marga. Síðan drekk- ur maður jafn mikið af vatni áður en farið er að sofa. Læknirínn Ef fólk er virkilega timbrað er gott að fara til læknis. Hann getur skrifað upp á 500- 1000 mg verkjatöflur sem geta drepið Satan sjálfan. Svona losnarðu við þynnkuna Gott er að skola töflunum niður með orkudrykk til að fá virkni. Banani og B-vítamín Það svínvirkar að taka inn B-vítamín, borða einn banana og steikja sér tvö egg. Drekka svo mikið vatn og eftir smá stund hreinsar maginn j ’ sig, ekki er ábyrgst hvoru megin — hreinsunin á sér stað. Klakakúrínn Borða klaka og mikið af honum. Þetta veldur gjarnan miklum . höfuðverk og þegar kuldaverk- urinn hverfur er þynnkan bara barnaleikur. Svo virkar vatnið líka vel á magann g f n i Hilmar Guöjónsson Leikur sam- kynhneigðan son geita- elsknuga 4 Guórún María í Nœsland Fetar í fót spor Brando og Deniro í New York. Taktu prófið Ertu farinn að hugsa eins og kona? 7 Landslag íslenska poppheimsins Hver er hvar á popp- landakort- inu? 8-9 Ace á leiöinni á Airwaves Hatar hval- Höt en akkar til að hitta Mínus 11 Sólveig Einarsdóttir Myndlistar- konan sem býr til lunda úr lakkrís 13 Hljómsveitin Baul Verfallsrokk- arar sem rífa kjaft Þorsti i Reykjavík Hverjir eru að drekka hvað? 15 Líf iö ef tir vinnu • Hverjir voru hvar? • Egó i Reykjavík • Jóhann G. kominn heim í Hárió • Bíófrumsýningar • Djammkort íslands Forsíðumyndina tók Teitur af Sólveigu Einarsdóttur 1. október 2004 f Ókus

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.