Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.2004, Blaðsíða 12
Fræðimenn hafa talið okkur trú um að það sé meiri heilastarfsemi í gangi þegar við erum sofandi en þegar við
horfum á sjónvarp, Samt lærir fólk meira af sjónvarpsglápi en svefni. í rauninni slokknar bara á meðvitundinni
þegar við dettum inn í eitthvert sjónvarpsefni og þess vegna er í raun verið að dáleiða okkur og fylla hausinn á
okkur af alls konar vitleysu. Hérna eru dæmi um það sem sjónvarpið hefur kennt okkur en er í raun kjarftæði.
Er þetta svona 4)
i alvorunnF
Vont fólk hlær
hátt og asna-
lega.
Það er hægt að
leysa öll vandamál
helmslns meö lítilli
ferðatölvu.
Allir tölvufælar
komast fyrir á eln-
um floppídisk.
Hundar skynja náttúruna
og innræti manna.
)
Vondir kallar eru ríkir
og með skegg.
Löggur geta
brotiö upp hurðir
með öxlinni
i)
Tilfinninga-
næmlr
menn
kunna á
hljóðfæri.
1
Gamlir Asíubúar
eru gáfaðir og
tala f gátum.
Konur sem
kasta upp
eru ófrísk-
Reitt fölk
brýtur
spegla.
Barþjónar hlusta,
sýna samúð og bjóða
upp á fría drykki
Gáfað fólk
er með
gleraugu.
Það er alltaf hægt
múta þjónustufólkí
Gáfað fólk sem á
vel saman hefur
leslð sömu bæk-
urnar.
Konur fara aldrei á túr.
Það tekur nokkrar
mínútur að skrifa
flókinn tölvuvírus.
P
Vondir menn eru virki-
lega lélegar skyttur.
Ailir eiga rómantískar
minningar frá París.
Illmenni taka sér góðan tíma í aö
drepa erkióvinl sína og vilja gera
það meö stæl.
; ~
aðj
)
Vírar í sprengj-
um eru mls-
munandl á lit-
Inn.
.
Hetjur rata
alls staðar
og spyrja
aldrei til
vegar.
Fólk þarf
aldrei aö læsa
hurðum en
alltaf að
opna.
Það er alltaf einhver sem
byrjar að klappa og kem-
ur af stað keðjuverkun
ákveðnum mómentum.
Tölvunördar geta brotlst
inn f hvaða kerfi sem er
á 15 sekúndum.
Mikilvægt fólk er
alltaf með hóp
fréttamanna f
kringum sig.
im \
J
Allar konur líta vel
þegar þær vakna.
Um leiö og eitt-
hvað dettur
springur það.
'v.
J
Þegar fólk vaknar við sím-
ann er hann
alltaf við hliðina
á rúminu.
Ertu orðin(n) of sein(n)?
„Þeir sem eru óstundvísir eru
í eðli sínu bjartsýnir og þeir sem
eru stundvísir eru í eðli sínu
svartsýnir." Þessu hélt kennar-
inn minn fram í byrjun eins tím-
ans þegar nemandi mætti of
seint. Hann rökstuddi fullyrð-
inguna með því að óstundvíst
fólk reiknaði ætíð með því að
allt myndi
ganga eins
og í sögu á
leiðinni á
stefnumótið en þeir sem væru
vanir að mæta á réttum tíma,
tækju það iðulega með í reikn-
inginn að allt gæti fariö úrskeið-
is áður en á leiðarenda væri
komið.
Mér fannst þessi kenning dáld-
ið merkileg, þó að ég þykist vita
að hún hafi ekki verið sett fram
í fyllstu alvöru. Merkileg fyrir
þær sakir að hún kemur illu
orði á þá sem mæta á réttum
tíma og láta þar af leiðandi eng-
an bíða eftir sér, en hefur slugs-
ana og dónana sem alltaf mæta
of seint upp til skýjanna, í líki
einhvers konar gleðigosa sem
sökum einskærrar hamingju og
bjartsýni er fyrirmunað að
mæta á réttum tíma.
En ég held að þessi kenning
geti átt við fleiri þætti i okkar
eðli en bara stundvísi. Ég held
til dæmis að
þeir sem eru
gleymnir séu
líka ómót-
stæðilega hamingjusamir og
bjartsýnir. Það getur ekki verið
til neins að muna nokkurn skap-
aðan hlut ef sá hinn sami trúir
því að allt muni af sjálfu sér
leiða til góðs hvort eð er. Fólk
sem gleymir því hvað þú heitir
eða hvað þú gerir, hvenær það
hitti þig síðast og hvenær það
átti að hitta þig í gær er þegar á
botninn er hvolft, ekki ókurteist
eða illa innrætt. Það er bara ein-
faldlega að springa úr bjartsýni
og hamingju.
Þeir sem ljúga eru líka ótrúlega
glaðlyndir og bjartsýnir einstak-
lingar. Sérstaklega þeir sem ijúga
stórt. Að troða til dæmis inn á sig
sokkum eða fara i wonderbra
áður en maður fer á út á lífið seg-
ir aðeins til inn það hversu bjart-
sýnn sá hinn sami er um að hið
sanna muni aldrei koma í ljós. í
raun þyrfti maður að vera hinn
versti þunglyndissjúklingur til aö
taka það með í reikninginn.
Svo eru það þeir sem svíkja og
stela. Glaðlyndara fólk er vart
hægt að finna og þeir sem halda
framhjá eru svo bjartsýnir að helst
væri að líkja því við snjóblindu.
Því sýnist mér, eftir þessa
skarpskyggnu athugun á mann-
legu eðli, að þeir sem almennt
standa fyrir þeim gildum og
þeim viðteknu venjmn og siðum
sem af einhverjum sökum eru
talin heppileg í okkar samfélagi,
eru ekkert annað en sjálfsmorðs-
hugsandi þunglyndissjúklingar.
Óþolandi fýlupúkar sem arka
niðurlútir um stræti borgarinn-
ar með annað augað á arm-
bandsúrinu en hitt á misfellun-
um í gangstéttinni. Og þá spyr
ég: Er það tilefni til bjartsýni?
Höskuldur Ólafsson
f Ó k U S
1. október 2004