Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.2004, Blaðsíða 4
Hefur þú nef fyrir nefum?
Þjóðþekkta fólkið hérna að
neðan er búið að týna nef-
inu sínu. Getur þú hjálpað
þvl að finna rétta nefnið?
Hilmar á afmæli í
dag. Hann er líka
að leika í Borgar-
leikhúsinu í verk-
inu Geitin. í sum-
ar fór hann mikinn
á Útvarpi KR þar
sem hann lýsir
leikjum liðsins.
Hilmar er líka í
hljómsveitinni The
Cousins sem er
skipuð bróður
hans og frænd-
systkinum.
„Ég hef alltaf verið dálítið fyrir
athyglina, alltaf verið uppi á sviði
að gera hitt og þetta - verið í
hljómsveitum, leikið í auglýsing-
um og tekið þátt í leikritum," seg-
ir afmælisbarnið Hilmar Guðjóns-
son, sem er tvítugur í dag. Hann
fer með hlutverk Billy í leikritinu
Geitin sem sýnt er á nýja sviði
Borgarleikhússins.
Byrjaði sem Rauða Ijónið
Hilmar er mikill áhugamaður
um knattspyrnu og er KR-ingur í
húð og hár. Hann æfði lengi með
félaginu, lék Rauða ljónið á hinu
sögufræga ári Vesturbæinga 1999
og lýsir nú leikjum liðsins á KR-
útvarpinu.
„Ég var upphaflega ráðinn til
að leika Rauða ljónið á KR-vellin-
um og svo þegar Kristinn Kærne-
sted hvarf á braut í KR-útvarpinu
var kallað í mig. Þetta var annað
sumarið mitt í því,“ segir Hilmar,
sem útilokar ekki að leggja fjöl-
miðlana fyrir sig í framtíðinni.
Hann segist einnig hafa íhugað að
reyna við Leiklistarskólann en
eins og staðan sé í dag sé það bara
óráðið.
„Sagan á bak við það hvernig ég
fékk þetta hlutverk er þannig að
ég var beðinn um að koma í prufu
sem ég gerði. Þar gerði ég bara
eins og María Reyndal bað mig og
það fór svo að ég var ráðinn," seg-
ir Hilmar.
mfma-.
■
Rauða Ijónið
í Borgarleikhúsinu
Ráðinn í verkfall
Hann hefur auk þess ráðið sig
til starfa í grunnskóla í heimabæ
sínum Seltjarnarnesi þar sem
hann ætlar að vinna með fötluð-
um börnum. Einhver bið verður
þó á því að hann hefji störf vegna
kennaraverkfallsins. „Á meðan er
ég bara að leika sem er ágætt. Ég
hef lært mikið af fólkinu sem ég
er að vinna með i leikhúsinu og
þetta er þrælgaman. Leikritið er
kómískt drama í leikstjórn Maríu
Reyndal en Eggert Þorleifsson fer
með aðalhlutverkið. Hann leikur
mann sem lifir fínasta lífi, er gift-
ur og á son. Ég leik soninn og Sig-
rún Edda leikur mömmu mína.
Effenberg. Svona kall
sem kann þetta og
klikkar ekki."
jlMSBii AilllljTlflijl I
líllWHiimimT 1 iIM * (J hl i IB’i [•■ J íh liYt
Svo fer Þór Túliníus með hlutverk
besta vinar hans. Persónan mín
heitir Billy og er 17 ára piltur sem
er nýskriðinn út úr skápnum. Það
hjálpar honum svo ekkert voða-
lega mikið þegar hann kemst að
því að pabbi hans er orðinn ást-
fanginn af geit,“ segir Hilmar um
verkið sem einmitt verður sýnt í
kvöld í Borgarleikhúsinu.
Tónlistin spilar sína rullu í lífi
Hilmars og er hann rythmagítar-
leikari í hljómsveitinni The
Cousins. „Sveitin er skipuð mér
og bróður mínum ásamt þremur
frændsystkinum okkar. Við
höfum svona verið að taka að
okkur helstu fjölskylduboðin og
stefnum hátt, allavega hærra.
Jafnvel að við tökum eitthvað
ættarmót einhverntíma," segir
Hilmar.
„Við höfum samt aðallega verið
í jólaboðunum þannig að það er
mikill æfingatimi fram undan."
KVArtaMír/Aöbbu SmAiÆP'omiR
4
f Ó k U S 1. október 2004