Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.2004, Blaðsíða 6
Hvenær kemur
?
Hvenær kem
<MÍ
Kvikmyndin Næsland verður frumsýnd fyrir almenning í kvöld. Ein af
aðalleikonum myndarinnar er Guðrún María Bjarnadóttir, 23 ára leikkona sem nú
stundar nám í New York í sama skóla og bjó til Marlon Brando, Robert De Niro
og Melanie Griffith. Guðrún María kann vel við lífið í Stóra eplinu þar sem hún
býr ásamt fimm öðrum íslenskum stelpum.
Tónlistarmað-
urinn Gísli hef-
ur talsvert verið
í umræðunni
þetta árið en allt
í einu datt eitt-
hvað lag með
honum inn á
MTV og
skömmu síðar var
búið að bóka hann á Hróarskeldu-
hátíðina. Hann fékk svo sæmileg-
asta plötusamning og eftir helgina
kemur fyrsta plata hans í verslan-
ir í Evrópu. Það verður gaman að
heyra þessa frumraun Gísla en
platan heitir How About That.
Gísli verður svo á ferðinni næstu
vikurnar til að kynna þetta efhi
sitt. Hann er búinn að vera víða í
Noregi og Bretlandi en nú er hann
á leiðinni um meginland Evrópu.
Nú bíðum við bara eftir að hann
komi heim.
Skæm-
liða-
diskó
Quarashi er u.þ.b. að senda frá
sér nýja plötu. Platan er tekin upp
í hinum og þessum hljóverum á
höfuðborgarsvæðinu en lokafrá-
gangiu- fór fram í New York þar
sem Howie nokkur Weinberg rak
smiðshöggið á verkið. Platan mun
heita Guerilla Disco og koma út
um miðjan mánuðinn. Forvitnilegt
verður að heyra útkomuna en eins
og fólk veit hefur Hössi nú horfið
á braut og Tiny tekið við. Þá hef-
ur Sölvi sagt að platan sé mjög
frábrugðin því sem fólk á að venj-
ast þótt mikill munur hafi ekki
heyrst á þeim lögum sem þegar
hafa heyrst frá sveitinni. Við bið-
um og sjáum hvemig lokaútkom-
an verður.
tvífarar
■HBmebSSíííí I '",i \kSSfm3SmSSm
„Ég var nú bara að vinna í
sjoppu á Grundarstíg og Baltasar
Kormákur var reglulegur gestur
þar og tók eftir mér. Hann bað
mig um að koma í prufu fyrir 101
Reykjavík sem endaði með því að
ég fékk smá hlutverk í myndinni.
Það var fyrsta hlutverkið mitt,“
segir Guðrún María Bjarnadóttir
leikkona en hún leikur í kvik-
myndinni Næsland sem verður
frumsýnd í kvöld.
í félagsskap með Brando,
Beatty og Den Niro
Guðrún María hefur undanfarið
búið í New York þar sem hún
stundar nám í leiklist við Stella
Adler-skólann á Manhattan. Fólk
á borð við Warren Beatty, Marlon
Brando, Martin Sheen, Kevin
Costner, Robert De Niro, Benicio
Del Toro og Melanie Griffith
stundaði á einhverjum tímapunkti
nám við skólann þannig að óhætt
er að segja að Guðrún sé í góðum
höndum. Áður en hún hélt til
Bandaríkjanna hafði hún eins og
svo margir aðrir reynt að komast
inn í leiklistarskólann hér heima
en án árangurs.
„Ég reyndi að komast inn í þrjú
skipti. Ég komst alltaf inn í 20
manna hópinn en aldrei inn
þannig að ég ákvað bara að fara út
og gera þetta þar þannig að þið
þarna úti, ekki gefast upp, það eru
aðrir skólar," segir Guðrún
María.
„Við vorum 18 saman í bekk til
að byrja með en svo var ein stelp-
an rekin þannig að við erum 17
núna. Hún bara var ekki nógu fók-
useruð á námið þó hana hafi ekki
skort hæfileika og þess vegna var
hún látin fara. Því miður var
þetta ein af bestu vinkonum min-
um í bekknum og það var þvi
mjög sárt að hún skyldi ekki fá að
vera áfram. Annars kann ég bara
vel við skólann og kennararnir
eru frábærir. Borgin skemmir
heldur ekki fyrir, fuli af steypu og
skrýtnu fólki.“
Býr með fimm stelpum
„Ég bý hérna í Brooklyn með
fimm öðrum stelpum frá íslandi
og kann mjög vel við mig. Ég
kynntist þeim bara í gegnum vin-
konu mína og var í raun bara
heppin að komast að hjá þeim því
það er ógeðslega erfitt að finna
húsnæði hérna,“ segir Guðrún
María, sem gæti vel hugsað sér að
setjast að í Stóra eplinu þegar hún
hefur lokið námi.
„Það er samt hægara sagt en
gert. Sérstaklega ef maður ætlar
að reyna að fá eitthvað að gera í
leiklistinni eða í einhverju henni
tengdu. Það skiptir öUu að fá sér
umboðsmann áður en maður út-
skrifast og það er hægara sagt en
gert. Svo er þetta alltaf vandamál
með íslenska hreiminn. Hann má
helst ekki vera til staðar ætli mað-
ur að eiga einhverja von um að fá
eitthvað að gera. Svo er borgin
náttúrlega full af listamönnum
sem aUir eru að reyna að koma
sér á framfæri," segir Guðrún
María.
Frí á föstudögum
„Venjulegur dagur hjá mér er
bara þannig að ég vakna á morgn-
ana og þarf aö vera komin í skól-
ann klukkan níu eða tíu. Það tek-
ur mig svona klukkutíma að kom-
ast niður á Manhattan og svo er
ég í skólanum fram á kvöld. Það
er reyndar frí á föstudögum en
svo notum við helgarnar mikið tU
að æfa okkur. Mest af minum
tíma fer þess vegna í námið,“ seg-
ir Guðrún María, sem er stödd hér
á landi yfir helgina vegna frum-
sýningarinnar á Næsland.
„Það er frábært að komast
svona aðeins heim og heUsa upp á
fjölskyldu og vini og svo hlakkar
maður auðvitað tU að sjá mynd-
ina. Næsland fjaUar um strák sem
er svona aðeins eftir á eða mis-
þroska og ég leik kærustuna hans.
Þetta er eiginlega þroskasaga hans
hvað ástina varðar og eiginlega
bara lífið sjálft," segir Guðrún en
myndin er öU á ensku og segir
Guðrún Maria að það hafi verið
erfitt fyrst en fljótlega vanist.
„Myndin var tekin upp sumarið
áður en ég hóf námið. Þetta var
virkUega skemmtUegur tími og
hluti af myndinni var tekin upp í
Þýskalandi. Myndin á samt ekki
að gerast á neinum ákveðnum
stað eða stað sem við þekkjum í
raunveruleikanum en nafnið Næs-
land vísar einmitt tU þessa „einsk-
ismannslands" sem atburðir sög-
unnar eiga sér stað á,“ segir Guð-
rún María.
Kind sem er
alltaf til í tuskið
Karl Slgurbjörnsson
Karl Slgurbjörnsson
Ott er það svo að þó menn líkist útlitslega og beri jafnvel sama nafn þá getur innrætið ver-
ið ólíkt. Þannig er það að vissu leyti með tvífara vikunnar. Báðir heita þeir Karl Sigurbjörnsson
og eru langskólagengnir. Annar þjónar Guði almáttugum og titlar sig biskup á meðan hinn titl-
ar sig hæstaréttarlögmann en margir segja lögfræðinga einmitt vera handbendi djöfulsins.
Með þessu erum við ekki að segja að Karl lögfræðingur sé vondur maður eða Karl biskup
sé algóður. Það er einfaldlega skemmtileg tilviljun að mennimir skuli heita sama nafninu, vera
svona sláandi likir í útliti en samt sem áður vera i sitthvorum enda þjóðfélagsins - annar reyn-
ir að finna það góða i manninum á meðan hinn reynir að taka það góða frá honum.
Það er ekki að spyrja að því þegar
kemur að úrvalinu í klámbúðum
landsins. Vasapíkur, gervilimir,
snípakítlur, sleipiefni, klámmyndir
og annað í þeim dúr þykir með sjálf-
sögðustu hlutum í dag en alltaf er
eitthvað í þessum búðum sem er
frekar vafasamt. í verslunni Venus
Erotic Store að Freyjugötu 1 er t.d.
hægt aö fá uppblásið lamb sem er
sérstaklega hannað með ástarleiki í
huga. Fram að þessu hefur mest sala
verið í uppblásnum konum en nú
hafa menn í klámbransanum séð
viðskiptatækifæri í búfénaði. Hvort
þetta tengist landbúnaðarráðuneyt-
inu og Nýsköpunarsjóði með ein-
hverjum hætti er ekki gott að segja
en í það minnsta er verðið á lambinu
ekki nema tæpur 2.000 kall á meðan
konurnar eru mun dýrari. Þetta
hefur fengið marga til að hugsa hvort
lömbin seú að einhverju leyti niður-
greidd af hinu opinbera.
Umrædd kind kostar
ekki nema tæpan 2000 kall
og er ailtaf til í tuskið.
f Ó k U S 1. október 2004