Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 15.10.2004, Qupperneq 7

Dagblaðið Vísir - DV - 15.10.2004, Qupperneq 7
plötudómur Jan Mayen Home of the Free Indeed Smekkleysa ★★★★ Rokksveitin Jan Mayen gaf út fimm laga EP- plötu á síöasta ári sem vakti verðskuldaða athygli. Síðan þá hafa þeir verið meö dug- legri sveitum í tónleikahaldi og gefa nú út fyrstu breiöskífuna. Öll lögin fimm af EP- plötunni eru á Home of the... sem inniheld- ur 14 lög. Fyrsta lagiö minnir óneitanlega á Botnleðju og greina má augljósa áhrifa- valda í nokkrum lögum. Jan Mayen hefur þó algerlega skapaö sér eigin stíl sem byggist helst upp á gítarleiknum. Helsti galli plöt- unnar liggur í sándinu, söngurinn hverfur stundum og veröur óáhugaverður, og í sum- um laganna heföu gitarar mátt fá aö njóta sín betur. Hljóöfæraleikur er allur til fyrir- myndar, söngur Valgeirs hefur batnaö mikiö frá EP-plötunni, en þaö eru hugmyndarík og skemmtileg lögin sem gera þessa plötu aö frábæru byrjendaverki. Fyrsta flokks rokk- plata. Höskuldur Daöi Magnússon plötudómur Cm iliinv Any Minute Now Pias/Smekk- leysa ★★★ J Belgíska dúóiö Soulwax er skipaö bræör- unum Stephen og David Dewaele. Þeir hafa veriö aö búa til tónlist frá því um miöjan tíunda áratuginn og sendu frá sér plötuna Much Against Everyone’s Advice áriö 1999. Fyrir tveimur árum slógu þeir hins vegar rækilega í gegn sem plötu- snúöar meö 2 Many DJ’s-útvarpsþáttun- um og plötunum. Þar blanda þeir saman á meistaralegan hátt rokki og danstónlist og láta engar reglur eða skilgreiningar stoppa sig. Þessi nýja hljómsveitarplata er svolítiö í sama anda. Hér eru bæöi rokk og rafrænir taktar og áhrifa gætir frá þýskum töluvupoppsveitum eins og Kraftwerk og DAF. Þetta er nú ekkert meistaraverk, en skemmileg plata engu aö síöur. Trausti Júlíusson plötudómur Brooklyn-rapparinn Talib Kweli er einn af virt- ustu röppurum síöustu ára. Hann var meölim- ur i eöalsveitinni Black Star ásamt Mos Def og DJ Hi-Tek og hann og Hi-Tek sendu frá sér hina frábæru Reflection Eternal áriö 2000. Fyrir tveimur árum kom út fyrsta sólóplatan hans, Quality, sem stóð fullkomlega undir nafni. Fyrstu viöbrögöin við Beautiful Struggle eru vonbrigöi. Þaö eru sömu pródúserarnir og hjá öllum hinum röppurunum í dag (Kanye West, Neptunes, Just Blaze) og sömu gestirn- ir (Mary J. Blige, Faith Evans). Þegar maöur hlustar á Talib rappa þá getur maöur samt ekki annaö en fyllst aödáun. Hann er enn snillingur þó aö taktarnir í bakgrunninum séu ekki alveg eins eiturferskir og áöur. Traustl Júlíusson Bláu húsin v/Faxafen við hliðina á Tékk Kristal S. 581 3002 Sunnuhlíð Akureyri S. 461 3003 www.retail.is DIESEL

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.