Dagblaðið Vísir - DV - 15.10.2004, Síða 17
15. október 2004 lífiö ef tir
v i n n u
Pijsaslöngur
i astalei1<
Hugrakki hönk-
inn og ijóskan
hræöast ekki
svo glatt.
vakti spennu-
myndin
Anaconda _______________
nokkra lukku.
Nú er framhaldiö mætt í bíó,
Anacondas: The Hunt for the
Blood Orchid. Myndin skartar
ekki sömu leikurum og fyrirrenn-
arinn, Jon Voight og Ice Cube eru
fjarri góðu gamni.
í byrjun myndar uppgötvar
risalyfjafyrirtæki eiginleika blóms
sem kallast blóðorkídean. Úr því
er hægt að vinna lyf sem lengir
líf fólks. Því er nokkrum vísinda-
og ævintýramönnum safnað sam-
an og þeir sendir til Borneó að
fínna fleiri blóðorkídeur. I hópn-
um eru nokkrar týpur: staðfasta
konan, skelkaði tæknigaurinn,
ljóskan, hugrakki hönkinn og
RÍSiiMongurnw vormlíi lifsblomin
WLLi " UÍ
fi
svikuli herramaðurinn.
Á Borneó þarf hópurinn að
vinna á ýmsu, eitruðum kóngu-
lóm, krókódílum, vatnsfollum og
auðvitað risaslöngum. Þvf þær
búa í grennd við blóðorkídeurn-
ar, borða þær og stækka fyrir
vikið. Ekki bætir úr skák að hóp-
urinn rambar inn á svæðið á
þeim tíma árs þegar risaslöng-
urnar stunda hópkynlíf til að við-
halda stofninum. Vandamál
mannanna verður því að komast
burt, burt, burt.
í aðalhlutverkum eru frekar
óþekktir leikarar, Johnny
Messner, KaDee Strickland og
Matthew Marsden. Leikstjórinn
einbeitir sér að sjónvarpsþáttum
en gerði Murder at 1600 með
Wesley Snipes fyrir nokkrum
árum. Myndin er sýnd í
Smárabíói.
Telkmmyndir virðast alltaf verða vinsælli ocj vinsælli hjá bíóhúsagesturn. IJm helgma
veröur ein slík frumsýnd, kvikmyndin Shafk 1 ale eða Hákarlasaga. Fjölmargai nlóistjöin
ur Ijá persónum taddii oiuai og má sem dæmi nefna Will Smith, Renóe Zellwegnr. Ro
bert De Niro. Jack Black, Angelina Jolie og Martin Scorsese.
r
** <■ **
Tölvuteiknimyndin Shark Tale
verður frumsýnd í kvöld í Sam-
bíóunum. Myndin segir frá hinum
málglaða Óskari sem er laginn við
að koma sér í vandræði. Hann er
stórskuldugur fiskur af smærri
gerðinni sem vinnur á hvala-
þvottastöð og þráir ekkert heitara
en veröa ríkur og frægur.
Allt er gott sem endar vel
íbúar rifsins sem Óskar og félag-
ar búa á lifa við stöðugan ótta við
hákarla sem éta allt sem að kjafti
kemur. Þegar hvít lygi verður þess
síðan valdandi að Óskar verður að
hetju sem heldur hákörlunum frá
rifinu verður hann umsvifalaust
ríkur og frægur. Yflrmaður hans
sem var u.þ.b. að reka hann verð-
ur allt í einu umboðsmaður hans
og ríku og frægu gellurnar elta
hann á röndum. En frægðin er
hverful og því fær Óskar að kynn-
ast.
Hákarlarnir eru ekki alveg sátt-
ir við þessa nýju hetju sem telur
sig geta lamið hákarla eins og að
drekka vatn auk þess sem gömlu
vinir Óskars hætta að nenna að
eiga samskipti við hann líkt og vill
gerast þegar menn verða skyndi-
lega frægir. Óskar þarf þess vegna
að endurheimta vinina og forðast
hákarlana en það hjálpar lítið til
þegar allir komast að þvi að hann
er ekki sannur hákarlabani heldur
bara loddari. Hann tekur þess
vegna höndum saman við saklaus-
an en háttsettan hákarl sem er í
sjálfskipaðri útlegð frá hinum
hákörlunum og saman reyna þeir
að bjarga málinu fyrir horn.
Endalausar stórstjörnur
Það er eins og teiknimyndir
nútímans nái að laða að sér mun
fleiri stjörnur en leiknar myndir
og er Shark Tale engin undantekn-
ing þar á. Will Smith fer með hlut-
verk Óskars, Renée Zellweger leik-
ur vinkonu hans úr hvalaþvottin-
um, Robert De Niro leikur hákarl-
inn Don Lino og Jack Black son
hans, Lenny. Aðrir sem ljá persón-
um raddir sínar í myndinni eru
Angelina Jolie, Martin Scorsese,
Ziggy Marley, Doug E. Doug,
Michael Imperioli og Vincent Past-
ore úr The Sopranos, Peter Falk og
Katie Couric svo einhverjir séu
nefndir. Þá koma Christina Aguil-
era og Missy Elliott lítillega við
sögu í lokin.
Myndin er sérlega glæsileg í alla
staði og sver sig nokkuð í ætt við
Leitina að Nemó án þess þó að
vera eftirlíking. Þetta er fyndin og
skemmtileg mynd sem öll fjöl-
skyldan getur hcift gaman af. Bæði
er hægt að sjá myndina með
íslensku og ensku tali en hún
verður frumsýnd í Sambíóunum í
kvöld.
Kapítalistar fá á baukinn
Jámennirnir halda fyrirlestra og blekkja forstjórana, þrátt fyrir að hvetja
jafnvel til heilaþvottar á börnum.
The Corporation, Yes Men, Bush
Brain og Outfoxed. Þessar heimild-
armyndir, sem rýna allar í spill-
ingu, græðgi og aðra lesti margra
Bandaríkjamanna, verða sýndar á
Litlu kvikmyndahátíðinni í Há-
skólabíói á næstu dögum.
Allar hafa myndimar hlotið lof
áhorfenda og gagnrýnenda. The
Corporation skilur flesta eftir í
sjokki þegar flett er ofan af starfs-
háttum og miskunnarleysi stórfyr-
irtækja. Hún er því íslendingum
ekki óviðkomandi á tímum niður-
skurðar, hagræðingar og samruna
viðskiptalífsins.
Yes Men er nýjust myndanna,
var fnunsýnd fyrir tæpum mánuði
í Bandaríkjunum. Tveir menn villa
á sér heimildir, þykjast vera á veg-
um Alþjóðaviðskiptastofhunarinn-
ar. Þeim er boðið á fjölda fyrir-
lestra, þar sem forstjóramir lepja
vitleysuna úr þeim án grunsemda.
Bush Brain er svipmynd af Karl
Rove, spunameistaranum á bakvið
velgengi núverandi forseta Banda-
ríkjanna.
Outfoxed kemur ekki síður við
kvikuna en The Corporation. Hún
varpar fram spurningum um
eignarhald fjölmiöla. Gangverki
fjölmiðlaveldis Ruperts Murdoch
er lýst og það sett í sögulegt sam-
hengi.
Litla kvikmyndahátíðin er á veg-
um Græna ljóssins - kvikmynda-
dreifingar, sem segir tilefni hennar
vera forsetakosningar í Bandaríkj-
unum.
□dýrastur í dag
149 kr.