Dagblaðið Vísir - DV - 22.10.2004, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 22.10.2004, Blaðsíða 4
Hvaöa bransafólk er alltaf veriö aö tala um á Airwaves? Russel Simmons? mætti Þaö Iwílir ákveöin leynd yfir þeim starfsmönnum tónlistarbransans og blaöamönnum sem eru komnir til Reykjavikur til aö njóta tónleika helg- arinnar. Hátt I þrjú hundruö manns falla i þennan flokk. Margir útgáfurisar, eins og t.d. BMG og EMI. eru hér meö starfs- menn á sínum snærum. Þetta fólk er þó ekki aöeins komiö I þeim til- gangi aö uppgötva nýjar hljómsveitir heldur einnig til aö hitta jafningja sína í bransanum. Airwaves þykir skemmtileg hátið, enda er miöbær- inn kjörinn til flakks og íslendingar fylla nánast alla tónleika meö lát- um. Þá taka útgáfurnar hús á hljóm- sveitunum sínum. Tékka á tónleikun- um þeirra og kynna þær fyrlr hinum. Island kemur t.d. til að líta á dreng- ina sina í Leaves og gullkálfana í Keane. Moshi moshi tékkar á Kristni Gunnari og Domino-útgáfan gekk skrefinu lengra og hélt sérstakt kvöld i gær til aö kynna sínar sveitir. Útsendarar og umboðsmenn frá útgáfufyrirtækjunum eru ekki mikið fyrir þaö aö trana sér fram og aö- standendur Airwaves halda þeim utan sviösljóssins. Annars væri auö- vitaö hætta á því aö jafnt hljómsveít- irnar á hátíöinni (og þær sem fengu ekki aö vera meö) lægju utan í þeim meö demóteip í spenntum greipum. Hvað blöö og timarit varðar þá eykst umfjöllun um Airwaves meö ári hverju. Rokkritiö Kerrang! heldur sitt eigiö kvöld og er ritstjórinn sjálfur mættur til aö fylgjast meö. Annaö rokkblaö. Metalhammer, veröur á staðnum. Bretarnir taka kipp þetta áriö og mætir meiri fjöldi blaöa og tímarita holl drottningunni en áöur til aö fylgjast meö ósköpunum. Þá tóku Noröurlöndin viö sér og hafa sýnt meiri áhuga en áöur. Bandarikjamenn áttu meirihluta blaöamanna á fyrri Airwaves-hátíö- um. Umfjöllun þeirra hefur stundum veriö minnisstæö, t.d. þegar blaöa- maöur New York Times endaöi I sveitaferð meö The Funerals fyrir nokkrum árum. Þaö er ijóst aö vegur Airwaves vex og eins gott að tónlistarfólkiö standi undir væntingum. Hljómsveitin Keane er líklega stærsta nafnið á Airwaves í ár. Platan þeirra hefur selst vel og sópað til sín verðlaunum. Fyrir vikið eru strákarnir orðnir frægir og hafa meira en nóg að gera. Fókus náði samt tali af trommuleikaranum, Richard Hughes, í vikunni og hlakkaði hann mikið til heimsóknarinnar. ■ I ;_ * 30 SDlla 3 Richard Hughes trommari Keane veit um land og þjóö og er mikill ogSigur Rósar aödáandi. „Svo íká aö þiö hafiö gaman af því mta ykkur þarna í Reykjavík," n í samtali viö Fókus. Keane sendi frá sér plötuna Hopes and Fears fyrr á árinu og hefur hún selst í bíifórmum. Strákamir hafa þess vegna verið á tónleikaferðalagi síðustu mán- uðina og á morgun spila þeir á Airwaves. Richard Hughes, trommari sveitarinnar, spjallaði við Fókus í vikunni og reyndist hann fróðari en margur annar um land og þjóð. Rólyndisrokkstjörnur Hvað hefur breyst hjá ykkur eftir velgengni plötunnar? „Við erum fyrst og fremst miklu uppteknari en áður. Við ferðumst meira og fáum tækifæri til að sjá meira af heiminum.“ En hvaö er skemmtilegast viö aö vera þekktur tónlistarmaöur? „Það er eiginlega bara sama svar. Það er frábært að geta ferð- ast á milli alls konar staða og hitt alls konar fólk. Við erum í raun að gera það sem við höfum lengi stefnt að, ferðast um og spila fyrir fólk sem er tilbúið að koma að hlusta á okkur,“ segir Richard sem er greinilega rokkstjama í rólegri kanntinum eins og tónlist hans ber reyndar merki um. En náiö þiö eitthvaö aö skoöa ykkur um? Er þaö ekki alltaf bara spila, upp í rútu og á nœsta staö? „Stundum fáum við tækifæri til að skoða okkur vandlega um og kynnast stöðunum. Stundum stoppum við stutt og náum lítið að gera. Svo kemur alltaf fyrir að við heimsækjum sömu staðina aftur. Þá veit maður fyrirfram hvað maður vill gera og getur kannski gert ráðstafanir. Dásamar land og þjóð Svo er það bara Airwaves um helgina. Veistu eitthvaö um þessa hátiö eöa ísland yfir höfuö? „Ég hafði einhvern tíma lesið um eitthvað sem var kallað „Nyrsta festival heimsins" en ég mundi aldrei hvað það hét. Núna veit ég það af því að við erum að fara að spila þar. Svo veit ég eitt og annað um landið. Vinkona mín var þarna í heilt sumar að læra íslensku þannig að hún var búin að segja mér frá þessu öllu. Ég veit t.d. að jarð- fræðilega er landið einstakt, eitt stórt eldfjall er það ekki? Ég hef líka séð fullt af myndum og af þeim að dæma er þetta magnaður staður. Svo veit ég líka að þið hafið gaman af því að skemmta ykkur þarna í Reykjavík," segir Richard og heldur áfram að dásama land og þjóð. „Ég er mikill Bjarkaraðdáandi. Ég var einmitt að kaup mér box- settið hennar með live-upptökum - frábært alveg. Svo man ég líka eftir einhverju sem heitir Gull- foss og svo á að vera allt í hver- um þarna, er það ekki? Ég er eng- inn sérfræðingur um landið en veit alla vega eitthvað,“ segir Richard sem hefur greinilega kynnt sér landið sæmilega. „Bíddu, er Sigur Rós ekki ís- lensk lika? Ég vissi að það var eitthvað sem ég var að gleyma. Ég er mikill aðdáandi þeirra eins og við allir í hljómsveitinni reyndar. Ég hef aldrei séð þá live en mig hefur alltaf langað til þess, ég hlusta mikið á þá.“ Alltaf gaman að spila af- skekkt Hvernig helduröu svo aö íslendingar eigi eftir aö taka ykkur? „Ég á bara von á því aö þetta verði skemmtilegt. Við hlökkum alla vega mikið til að koma. AUtaf þegar við spilum á stöðum þar sem erlendar hljóm- sveitir eru ekki daglegir gestir verður stemningin góð. Við vor- um t.d. að spila í Mexíkóborg, það var frábært. Fólkið beið spennt og tónleikamir frábærir. Ég vona að þetta verði svipað þegar við stíg- um á svið á Airwaves. Nú eruö þiö Bretar. Hafiö þiö þá ekki gaman affótbolta? „Auðvitað höfum við það. Við höfum samt meira gaman af því að spila hann en að horfa á hann. Við reynum að spila fimm á móti flmm með vinum okkar þegar við erum í fríi en við erum allt of upp- teknir til að fara' á völlinn og vera einhverjar builur. Það er líka svo dýrt að fara á völlinn í Bretlandi," segir Richard, sem mun svo stíga á svið Listasafns Reykjavíkur á morgun ásamt félögum sinum í Keane. Hver kannast ekki við að vera úti að keyra og reykja í sakleysi sínu. ...þegar maður lendir við hliðina á fávita sem glápir á mann meö ásökunarsvip. Bíddu eftir græna Ijósinu og hentu svo sígarettunni yfir. Það kennir þessu pakki. f Ó k U S 22. október 2004

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.