Dagblaðið Vísir - DV - 22.10.2004, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 22.10.2004, Blaðsíða 8
r ÍslenskiÉ ifókuS listinn ÞV SV VL Flytjandi Lag 1 11 4 ERiC PRYDZ Call on me 2 5 4 Britney Spears My Prerogative 3 4 4 Destiny’s Child Losé my breath 4 2 4 Joss Stone you had me 5 1 10 SEJETHER & AMY LEE Broken 6 8 5 DANZEL Pump it up 7 12 2 Eminem Just loose it 8 26 2 Quarashi Stars 9 3 8 The Streets Dry your eyes 10 15 3 Benassi Brothers Turn me up 11 7 6 Natasha Beadingfield These words 12 6 9 Ashlee Simpson Peaces of me 13 14 3 TWftSTÁ Sunshine 14 24 3 J-Kwon You and me 15 29 2 Macy Gray Love is gonna get you 16 9 4 Pirates You should really know 17 10 8 Nitty Nasty girl 18 20 5 Brian McFadden Real to me 19 13 10 O-zone Dragostea din tei 20 16 5 Scooter Shake that 21 27 2 Kalli Bjarni Vaflnn 22 17 11 Nina Sky Move your body 23 14 10 Mouse T Is it cause im cool 24 22 7 The 411 Dumb 25 21 7 Kelly Clarkson Breakaway 26 18 5 Juvenline Slow motion 27 NYTT NÝTT Embrace Gravity 28 MÝTT NÝTT Christina Aguilera Car wash 29 25 6 Christina Milian Whatever you want 30 NÝTT NÝTT Nylon 5 á richter Eríc Prydz - Call on me Lagiö kom fyrst út áriö 1980 og var massahittari á þeim tíma. Þá hét þaö Valerie og var flutt af Steve Winwood. Þegar Steve heyrði útgáfuna frá Eric Prytz elns og hún hljómar í dag, fannst honum hún svo góö, aö hann gaf ekki bara leyfi til aö nota lagiö og gefa þaö út, heldur heimtaði hann aö fá aö syngja viölagiö inn líka. Tónlistarferill Eric Prydz sem Dj og framleiöandi á tónlist hófst á 9. áratugnum þegar hann fór aö búa til tónlist í Svíþjóö, þá aðeins 9 ára gamall. í dag er hann mjög eftirsóttur plötusnúöur um alla Evr- ópu, ásamt því aö útsetja lög fyrir aöra og koma nýjum plötusnúðum á fram- færi. Eric Prydz er á toppnum á íslenska listanum þessa vikuna, meö lagiö Call on me. Danzel - Pump it up Johan Waem, eöa Danzel, lenti í 20 manna úrslitum í Belgíska Idolinu í fyrra. Hann hefur alla tíö veriö söngelskur, spilar á gítar og píanó, og er í raun þekktur fyrir aö vera skemmtilegur tónlistarmaður. Áöur en hann uppgötvaö- ist sem tónlistarmaður var hann plötusnúður á karókíbar í Belgiu, og þénaöi smá peninga á því. Umsjónarmönnum idolsins í Belgíu, leist svo vel á hann sem söngvara aö þeir ákváöu aö gefa út lag fyrir hann. Hann ákvaö þá aö tak upp listamannsnafniö Danzel, því uppáhaldsleikarinn hans er Denzel Washington. Lagið Pump it Up er númer 6 á íslenska listanum. Seether feat. Amy Lee - Broken Hljómsveitin Seether var uppgvötuð af plötufyrir- tækinu Wind up records og skutu þeir Seether beint til tunglsins meö engu pissustoppi ef svo má aö oröi komast. Strax hófst tónleikaferðalag strák- ana í Seether þar sem þeir feröuöust mikiö og spil- uöu nánast úti um allt. Á þessum tíma var sam- band söngvara Seether (Shaun Morgan) og Amy Lee, söngsírenu Evanescence, aö fara af staö og má segja aö þessar tvær hljómsveitir hafi hjálpaö hvor annarri aö ná þangaö sem þær standa í dag. Ttoista - Sunshine Twista kemur frá borg vindanna, Chicago. Fyrir ali- mörgum árum síðan stimplaöi hann sig inn í bransann með laginu „Po Pimp“ - singull sem seldist í piatinu- upplagi, en þaö er óhemju magn af plötum þegar ver- iö er aö tala um erlendan markað. í kjölfar þess skrif- aöi Twista upp á samning viö Bigbeat/Atlantic og gaf út plötuna „Adrenaline Rush“ sumariö 1997 og svo ári seinna plötuna „Mobstability". Á þriöju plötu slnni, eftir aö hafa falliö í grýttan jarðveg frægöarinn- ar og nánast týnst, gleymst og jafnvel bara dáiö reis hann upp og söng meö artistum á borö viö Ludacris, Jay-Z og Bone Thugs¥N Harmony. Twista er í sæti númer 14 á íslenska listanum, meö lagiö Sunshine. Goldie Lookin Chain Eins og sambland af Eminem, The Streets og Monty Python Lagið Guns Don’t Kill People, Rappers Do hefur vakið mikla athygli undanfarnar vikur. Það er með hljómsveitinni Goldie Lookin Chain sem er síðbuið svar Wales-búa við Wu-Tang Clan, Trausti Júlíusson tékkaði á þessari átta manna sveit. „Ef við værum í alvöruhljóm- sveit með gíturum og okkur lang- aði til að setjast niður og segja ykkur eitthvað þá myndum við gera það. Þetta er nákvæmlega eins, nema við erum ekki með gít- ara. Og við viljum ekki segja ykk- ur neitt.“ Það er greinilega ekkert grín að reyna að taka viðtal við velsku rapp-hljómsveitina Goldie Lookin Chain. Bullið vellur upp úr meðlimmn hennar. Sveitin hefur verið að gera það gott undanfarið með laginu frábæra Guns Don’t Kill People, Rappers Do og nú er næsta smáksífulag Your Mother’s Got A Penis komið í spilim líka. Skemmtilegt. Lygasagan um Charlotte Cnurch Goldie Lookin Chain kemur frá Newport í Wales. Sveitin er skipuð átta manns sem kalla sig Eggsie (Mr. Love Eggs), Xain (Dwayne Xain Xedong), Adam Hussein, Two Hats, Mike Balls (Hardest Man In Footbail Violence), Billy Webb, Mystikal og the Maggot. Ef við trú- um opinberri sögu sveitarinnar þá má rekja hana allt aftur til ársins 1983 þegar Eggsie byrjaði að taka upp samtöl úr sjónvarpsþáttum og setja uppáhaldsblótsyrðin sín inn á hljóðupptökumar. Þrettán árum seinna var Xain farinn að búa til takta. Þeir hittust fyrir tilviljim á menntaskólabílastæði og það leiddi til þess að hljómsveitin varð til. Fyrir þremur árum höfðu fleiri meðlimir bæst í hópinn og Goldie Lookin Chain gengið var farið að troða upp á tónleikum og dreifa heimaskrifuðum geisladiskum. Sveitin komst fyrst í fréttirnar þegar sagt var frá því í breska vikublaðinu Heat í nóvember 2002 að hún hefði hljóðritað lag með klassísku unglingasöngstjörnunni Charlotte Church. Það var bull, en nóg til þess að fólk veitti hljóm- sveitinni athygli. Hún hitaði svo upp fyrir Super Furry Animals og The Darkness og í mars sl. gerði hún samning við Wamer-plötuút- gáfvma. Þegar Guns Don’t Kill People kom út í sumar fór það í 3. sæti breska smáskífulistans og stóra platan, Greatest Hits, hefur líka selst mjög vel. Ýktir karakterar og dóna- skapur. Textarnir hjá Goldie Lookin Chain eru sambland af raunveru- leika og fantasíu. Hugmyndaheim- urinn er ekki ólíkur þeim sem maður finnur í teikimyndablaðinu Viz Comics. Hann er fullur af ýkt- um karakterum og skemmtilegum dónaskap. Tónlistarlega er þetta oft nokkuð flott sambland af poppi (með 80’s og diskóáhrifum), rokki og hip-hopi og rappið er auðvitað með mjög sterkmn velskum hreim. Það fyrsta sem mér datt í hug þeg- ar ég hlustaði á plötuna þeirra var einhvers konar samsuða af Eminem, The Streets og Monty Python... Á tímum niöurhals og mp3- spilara eru „playlistar" ómissandi. Fókus setti sam- an 15 laga Airwaves-lista: Sahara Hotnights - Teenage Kicks. Sænsku rokkstelpurnar meö sína útgáfu af þessari pönkklassík The Undertones. Yourcodenameis:milo - All Roads To Fault. Eina harða erlenda rokkbandiö á Airwaves í ár. Sveitt. Jan Mayen - On A Mission. Ef Franz Fredinand væru íslenskir... The Bravery - Restless. New York sveitin The Bravery, dansrokk í ætt viö New Order. The Shins - So Says I. Fagurkerajaöarpopp. Eitt heitasta bandiö í heimin- um í dag. Hood - The Lost You Glænýtt frá þessari traustu jaöarsveit. Hjálmar - Borgin Uppgötvun ársins I: Loksins íslenskt reggi! Þórir - Canada, Oh Canada (vol.2) Uppgötvun ársins II: Instant hittari af fyrstu plötu stráksins. Magnet - Heaviest Heart Vandaö rafpopp frá Noregi. Hot Chip - Down With ® Prince _ Eftt af mörgum snilldarlögum • á Comlng On Strong-plötunni. ^ To Rococo Rot - Miss You. ( Brakandi þýskt rafbít. Four Tet - My Angel Rocks Back & Forth Af meistaraverkinu Rounds. Non Phixion -1 Shot Reagan Hip-hop klassík frá 1998 sem hneyksiaöi margra á sínum tíma. London Elektricity - Billion Dollar Gravy. Hressandi drum & bass. Kid Koala - Björk Scratch Kanadíski ofursnúðurinn leikur sér aö isobel með Björk. s f Ó k U S 22. október 2004

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.