Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.2004, Síða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 27. OKTÓBER 2004
Fréttir DV
Sigfús J. Árnason, prófastur á Hofl í Vopnaflröi, er að kveðja sókn sína eftir
* H að hafa þjónað á einhverri mestu hlunnindajörð landsins í aldarQórðung.
JSHS. iis ' Laxveiðiréttindi í Hofsá hafa gert honum kleift að þjóna sóknarbörnum og
*______gUði sínum.
Svipti sig lífi
eftir dóm
Fertugur karlmaður,
sem í fyrradag var fundinn
sekur og dæmdur í þriggja
ára fangelsi í Héraðsdómi
Reykjaness fyrir ítrekuð
kynferðisbrot gegn stjúp-
dóttur sinni og vinkonu
hennar, fannst látinn í fyrr-
inótt. Hann svipti sig lífi.
Maðurinn var fimdinn sek-
ur um að hafa margoft
m'ðst á stjúpdóttur sinni á
árunum 2002-2003, þegar
hún var 14 og 15 ára, ýmist
á vinnustað sínum eða
heimili þeirra. Hann var
líka dæmdur fyrir að hafa
lagst ofan á og káfað á vin-
konu og jafnöldru stúlk-
unnar.
Óþægileg
sms
Persónuvemd hafa
borist fjölmargar fyrir-
spurnir í kjölfar tilboða
sem mönnum berast
með sms-skilaboðum
eftir að hafa hringt í aug-
lýst gjaldsímanúmer.
Margir kvarta yfir að
hvorki hafi komið fram
hver sendi umrædd sms-
skilaboð né hvernig
losna megi undan fleiri
slíkum skilaboðum. Þá
hefur verið kvartað yfir
því að í auglýsingum um
gjaldsímanúmer hafi
ekki komið fram að
símanúmer þeirra sem
hringdu í viðkomandi
númer yrðu síðar notuð í
markaðssetningarstarfi.
Brennuvargur
fyrir dómi
Héraðsdómur Reykja-
víkur tók fyrir í gær mál 18
ára drengs
sem er
ákærður
fyrirað
kveikja í
þremur
bifreiðum
á Lindar-
götunni á síðasta ári.
Drengurinn lagði eld að
einum bíl en í kjölfarið
barst eldurinn til tveggja
aðliggjandi biffeiða svo
mikið tjón varð af. Sveinn
Andri Sveinsson, lögmaður
drengsins, krefst vægustu
refsingar. Hann sagði strák-
inn hafa verið á þunglynd-
islyfjum og drukkið ofan í
þau. Hann hefði nú tekið
sig á og væri byrjaður aftur
í skóla.
Prófasturinn á Hofi í Vopnafirði kveður laxabrauðið við
Hofsá, eina eftirsóttustu veiðiá landsins. Veiðiréttindin hafa
fært séra Sigfúsi J. Árnasyni salt í grautinn síðasta aldar-
fjórðunginn.
„Tekjumar hjá mér sveiflast.
Þetta er sýnd veiði en ekki gefin,"
segir séra Sigfús J. Ámason, prófast-
ur á Hofi í Vopnafirði, sem er á för-
um úr prestakallinu og ætlar að setj-
ast að í Reykjavík. Um leið kveður
séra Sigfús einhverja mestu hlunn-
indajörð landsins sem státar af 20
prósent eignarhlut í Hofsá sem varð
fyrir valinu þegar Karl Bretaprins
vildi renna fyrir lax hér á ámm áður.
Heimsendir
„Þetta er einangrað-landsvæði,
nánast heimsendir, og hér myndi
enginn endast til að sitja nema hafa
eitthvað meira en prestlaunin stríp-
uð. Konan mín
hefur til dæmis
aldrei fengið
vinnu héma og ef
það em ekki al-
menn mannrétt-
indabrot þá veit
ég ekki hvað það
er,“ segir séra Sig-
Séra Kristinn á H°fi’ en
Jens Sigurþórs- Hofsá er draumur
son HefurLaxáí erlendra laxveiði-
Leirársveit. manna um heim
allan. „En það hef-
ur gengið á ýmsu með fiskgengd í
þessari á. Eitt árið veiddist ekki
nema 141 fiskur í Hofsá en annað
árið 2400 fiskar. Þá sveiflast tekjum-
ar," segir séra Sigfús. „Þær hafa ver-
iðeinsogjójó."
Ekki á topp-tíu
Prófasturinn á Hofi vill ekki gefa
upp hversu miklar tekjur hann hefur
haft af Hofsá í krafti embættis síns á
undanfömum ámm. Það sé hans
einkamál. En hann viðurkennir fús-
lega að oft hafi það verið þolanlegt
þótt hann hafi aldrei komist á topp-
tíu lista yfir tekjuhæstu presta lands-
ins. Hitt sé rétt að laxinn hafi haldið
ísérh'finu.
„Við erum bara settir niður á
þessa staði og ráðum engu um það
og verðum að fara að lögum eins og
ökumaður verður að fara eftir um-
ferðarlögum," segir séra Sigfús.
Munar um hverja krónu
Meðal annarra presta, sem sitja á
Séra Lára G. Oddsdóttir Fékk á aðra
millión afsölu hreindýraveiöileyfa.
Séra Sigfús J. Arnason
Tekjurnar eins og jójó en
Hofsá stendur fyrir sínu.
í 4
Séra Gunnar Kristjansson
Hefur Laxá I Kjós.
laxveiðijörðum og drýgja tekjur sín-
ar með sölu laxveiðileyfa, má nefna
Kristinn Jens Sigurþórsson á Saur-
bæ í Hvalfirði. Laxá í Leirársveit er
hluti af jörð hans:
„Það er eins hjá okkur prestun-
um og kennumnum, það munar um
hverja krónu," segir séra Kristinn
Jens en aftekur þó með öllu að Laxá
í Leirársveit margfaldi laun sín. „Það
er af og frá,“ segir hann.
Á Reynivöllum í Kjós situr séra
Gunnar Kristjánsson. Hann er ekki
margmáll um hlunnindin sem hann
hefur af Laxá í Kjós sem lengi hefur
verið ein vinsælasta laxveiðiá lands-
ins. „Það munar vissulega um það
hvort maður situr á þokkalegri jörð
eða ekki en því ræður maður ekki
sjálfur," segir séra Gunnar á Reyni-
völlum.
Hreindýragróði
Af Austurlandi berast svo þær
fréttir að séra Lára G. Oddsdóttir á
Valþjófsstað hafi á síðasta ári haft
eina milljón og tvöhundmð og
fimmtíu þúsund krónur í tekjur af
sölu hreindýraveiðileyfa. Bætast
þau hlunnindi ofan á prestlaun
hennar sem þegar vom orðin ærin
þegar hún fékk tæpar m'u milljónir í
bætur frá Landsvirkjun vegna
jarðaraska í tengslum við fram-
kvæmdimar á Kárahnjúkum.
Fjör í Melabúðinni
Svarthöfði er Vesturbæingur og
fílar það í botn. Því gladdi það hann
sérstaklega þegar hann sá kaup-
manninn sinn í Melabúðinni í blað-
inu í gær veifandi vínflöskum og
bjór með yfirlýsingum um að til
stæði að opna vínkjallara í búðinni.
Það er einmitt þetta sem vantað
hefur í Vesturbæinn. Vínkjallara
sem virkar.
Þegar Svarthöfði verður þyrstur
er ekki í mörg hús að venda í Vestur-
bænum. Annað hvort er að rölta út á
Mímisbar eða á Rauða ljónið á Eiðis-
torgi. Fer eftir vindátt hvort verður
ofan á. Gallinn er bara sá að ekki er
nógu skemmtilegt á þessum sjald-
gæfu vínstofum Vesturbæjarins. Á
Mímisbar eru bara útlendingar en á
Rauða ljóninu helst KR-ingar. Og
þar sem Svarthöfði talar hvorki út-
lensku né spilar fótbolta á hann ekk-
ert erindi á þessa tvo staði.
Annað mál með Melabúðina. Þar
hittir Svarthöfði fólk af eigin sauða-
húsi. Menn sem bragð er að og kon-
ur sem kippa í kynið. Þarna er hægt
að spjalla út í eitt á meðan kræsing-
arnar eru skoðaðar, en vöruúrval í
Hvernig hefur þú það?
„Ég hefþað fínt," segir Sveinn Andri Sveinsson hæstaréttarlögmaður.„Málin mín
ganga vel og mér finnst sakamálin skemmtileg. Ánægðastur er ég samt með glæsi-
legan og sanngjarnan sigur Manchester United á Arsenal og hárréttan vítaspyrnu-
dóm. Ég er alltafsáttur við dóma þegar þeir ganga mínum mönnum I vii“
Melabúðinni miðast við sælkera og
helst þurfa viðskipavinir að vera
með magistergráðu til að versla þar.
Þama væri hægt að vera alla nóttina
ef kaupmaðurinn lokaði ekki klukk-
an átta.
En nú er von um betri tíma og
skemmtilegt fútt. Þegar vínkjallar-
inn verður opnaður í Melabúðinni
styttist í að verslunin sjálf breytist í
veitingastað. Staðsemingin er góð,
húsnæðið eins og bandarískur næt-
urklúbbur í laginu og ekki þarf að
breyta neonskiltinu neitt. Það lýsir
upp hálft hverfið og myndi sóma sér
óbreytt í Rauða hverfinu í Amster-
dam.
Nóg er að éta í Melabúðinni.
Gestirnir eru til staðar. Það vantar
bara drykkina og þeir eru á leiðinni.
Vonandi sem fyrst.
Svarthöfði