Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.2004, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.2004, Blaðsíða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 27. OKTÓBER 2004 Fréttir DV Hagnaður íslandsbanka 10 milljarðar Hagnaður íslandsbanka á þriðja ársfjórðungi var 3,3 milljarðar króna eftír skatta. Hagnaður eftir skatta á fyrstu níu mánuð- um ársins var 10,1 milljarð- ur króna og var hann 5,9 milljarðar króna hjá bank- anum og 4,2 milljarðar króna hjá tryggingarfélag- inu. Norska fjármálaeftirlit- ið samþykkti á fundi sínum á mánudag að mæla með því við fjármálaráöuneytiö að kaup íslandsbanka á KredittBanken í Noregi verði samþykkt. í kjölfar þess samþykkis verður KredittBanken hluti af sam- stæðureikningi íslands- banka en þegar hafa 99,4% hluthafa samþykkt kauptil- boðið. Hagnaður Straums 6 milljarðar Hagnaður Straums fjárfestíngarbanka fyrstu níu mánuði ársins eftir skatta nam 6.277 milljón- um króna og hækkar um 168% frá síðasta ári. Hagnaður Straums eftír skattanam 3.141 milljón- um króna samanborið við 1.471 milljónir króna á þriðja ársfjóröungi. Heildareignir bankans námu 68.385 milljónum króna en voru 22.530 milljónir króna í árslok 2003 og hafa því vaxið um 204% á tímabilinu. Verkfall veldur svartsýni Nokkuð dró út bjartsýni neytenda í október sam- kvæmt væntingavísitölu Gallups sem birt var í gær- morgun. Vísitalan stendur nú í 116,6 stigum og lækk- aði um 13 stig frá fyrri mánuði þegar hún stóð fremur hátt eftir að hafa hækkað þrjá mánuði í röð. Hvort sem litið er til mats neytenda á ástandinu í dag eða væntinga þeirra til að- stæða eftir hálft ár, þá eru nú fleiri svartsýnir en síð- ustu mánuði. Hugsanlegt er að verkfall kennara hafi haft þessi áhrif. Greining íslandsbanka segir frá. Birgir Rúnar Benediktsson, sem var barinn svo illa af Annþóri Kristjáni Karlssyni að hann ber þess aldrei bætur, lítur þannig á að Annþór hafi verið að vinna vinn- una sína. Reiði Birgis beinist fyrst og fremst að Ragnari Guðmundssyni sem borg- aði handrukkurunum fyrir að berja hann. Birgir Rúnar Benedikts- son Beinir reiði sinni að leigusalanum, Ragnari Guðmundssyni, sem keypti þjónustu handrukkara sem börðu hann. ....... •> ____........._.._j Reiður ut i Rugnar leigusala „Reiði mín beinist að Ragnari leigusala sem borgaði handrukkur- um fyrir að berja mig,“ segir Birgir Rúnar Benediktsson tuttugu og þriggja ára Reykvíkingur. Hann var laminn með kylfu þar sem hann lá mjaðmagrindarbrotinn heima hjá sér. Hann er illa farinn á sál og likama en réttarhöld standa nú yfir í málinu þar sem Ann- þór Kristján Karlsson er ákærður fyrir barsmíðarnar. „Hendin var mölbrotin og ég var al- blóðugur í framan," segir Birgir Rúnar sem lá mjaðmagrindarbrotinn uppi í rúmi þegar ráðist var á hann. Þetta gerðist að morgni 23. apríl síð- asta sumar. Þá bmtu Annþór Kristján Karlsson og Ólafur Valtýr Rögnvaldsson upp hurðina að heimili Birgis og gengu í skrokk á honum. Kærasta Birgis Rún- ars var einnig í íbúðinni. Hún varð vitni að því þegar kærasti hennar var laminn sundur og saman. Ætlar að bera vitni „í dag get ég ekki hreyft höndina nema takmarkað. Þetta á eftír að há mér alla ævi,“ segir Birgir Rúnar og á greinilega erfitt með að rifja upp at- burðinn. Málflutningur í málinu þar sem Annþór og Ólafur Valtýr em ákærðir fyrir árásina á Birgi Rúnar stendur yfir fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur um þess- ar mundir. Réttarhöldin hafa gengið illa því Birgir dró kæm sína til baka skömmu eftir árásina - að sögn foreldra hans vegna ótta við handrukkara. Hann seg- ist nú hins vegar ákveðinn að mæta fyr- ir rétti og greina frá sannleikanum. Hendin var mölbrotin „Ég hef aldrei orðið eins hræddur á minni litlu ævi og þegar ég sá þessi tröll koma inn," segir Birgir um árásina sjálfa. „Ég heyrði þá sparka upp hurð- inni inn í svefnherbergi, þar sem inn- gangurinn er, og stóð upp og þá byrjuðu hótanir og geðveiki. Kærastan mín stóð bara öskrandi og grátandi.“ Fyrir dómi játaði Ólafur Valtýr að hafa hent keramik-disk upp í loftið. Birgir segist muna vel eftir því hvemig diskurinn bromaði á höfði sínu. Hann hafi hoppað af stað alblóðugur á einni löpp og ætlað út en ekki komist lengra en upp í rúm. „Ég var allur í blóði, höndin á mér, andlitið og alit. Svo horfði ég á hendina mína og sá að hún var mölbrotín," seg- ir Birgir. „Óli Valtýr sótti síðan hand- klæði til að ég gæti þurrkað mér. Ég fór svo strax í aðgerð og var saumaður." Leigusalinn sagðist óttasleginn I gær steig fram nýtt vitni í DV sem staðfesti að Ragnar Guðmundsson, eig- andi Gistiheimilisins Adam, hafi borgað Annþóri og félögum 100 þúsund krónur fyrir að berja Birgi Rúnar. Ragnar leigusali mun hafa fundið dóp á gistíheimiiinu og leitað til lögregl- unnar. Nánir aðstandendur og vinir segja að síðan hafi Birgir ráðist á hann í félagi við annan mann. Ragnar hafi óttast um líf sitt og fengið kraftlyftinga- manninn Hjört Geirsson til að búa á Gistiheimilinu sér til vamar. Að lokum réði hann Annþór og félaga. Birgir Rúnar viðurkennir að hafa staðið í hasssölu á sínum tíma og hafa falið 800 grömm af hassi undir þvotta- vél í sameigninni. Harm neitar því hins vegar að hafa sjálfur barið leigusalann en segir að vinur hans hafi einu sinni tekið í Ragnar og rifið peysuna hans. I dag er Birgir Rúnar enn að ná sér eftir árás Annþórs. „Ég þorði ekki inn í íbúðina strax eft- ir árásina," segir Birgir. „Á meðan ég var í burtu hvarf allt dótið mitt. Sjónvörp, vídeótæki, tölvur og DVD-spólur. Raggi leigusali hefur trúlega ætlað að ná til baka hundraðþúsundkallinum sem hann eyddi í að koma mér út.“ Reiður út í leigusalann Birgir segir að Annþór hafi beðið hann að draga kæruna til baka. „En hann hótaði mér samt ekki,“ tekur Birg- ir fram. „Ég hef hitt Anna og þessa stráka aftur og það hefur ekld verið í vondu. Þeir vom bara að vinna vinnuna sína. Mín reiði beinist að Ragnari leigu- sala fyrir að kaupa þá til verksins." í dag vinnur Birgir Rúnar fyrir sér sem sjómaður. Hann segist hafa kvatt undirheimana, farið í meðferð og sé að reyna að hefja nýtt líf. Hann er virkur meðlimur í NA-samtökunum. Og hluti af því er að bera vitni í málinu sem er nú fyrir dómi. kgb@dv.is simon@dv.is Vandræði á Vopnafirði sem ekki lýkur Kaupfélagi á hausnum lokað „Þetta vom of miklar skuldir og skuldbindingar sem ekki var hægt að standa við. Kaupfélaginu verður ekki bjargað," sagði Guðjón Böðvarsson, kaup- félagsstjóri á Vopnafirði, í gær þar sem hann var á starfsmanna- fundi með fjórtán starfsmönnum sem nú sjá fram á atvinnuleysi. Síðasti verslunardagurinn hjá Kaupfélagi Vopnfirðinga var á föstu- dag. Söluskála fyrirtækisins og bensín- stöð var lokað í fyrradag. „Við rákum stóra matvömverslun og sérvömverslun og það hefði verið Hvað liggur á? ábyrgðarhluti að halda áfram. Það náðist ekki að vinna úr gömlum vanda J ogþvífórsemfór." Nú er aðeins ein versl- un opin á Vopnafirði; Kauptún í eigu Áma Ró- bertssonar. „Það er liklega nóg að gera hjá honum núna," sagði Guðjón sem búið hefur á Vopnafirði frá árinu 1992 og verið kaupfélagsstjóri síðustu þrjú árin, en heldur nú til Reykjavíkur. „Ég á von á því að söluskálinn og bensínstöðin opni aftur í dag með nýj- um rekstraraðilum en það hefur verið hægt að kaupa bensín hér í gegnum sjálfsala," sagði Guðjón. „Mest liggur á að fara til Memphis til að hitta kunningja og fara um sögusióðir Elvisar eins og langamma mín kallaði hann. Ég kalla hann Kónginn og í næsta mánuði mun ég hitta mína gömlu féiaga úr Memphis-mafíunni og tæt sníða mér föt hjá klæðskera Kóngsins," segir Þórarinn„Aggi‘‘ Þórarinsson, Ijósmyndari. Dagrenning til aðstoðar Lettum Lettar í hrakningum við Brennivínskvísl Á sunnudag var haft samband við lögregluna á Hvolsvelli af vegfar- anda sem var á Fljótshlíðarafréttí. Hafði hann ekið fram á fjóra útlend- inga sem kváðust hafa verið á gangi síðan um miðjan dag á laugardegin- um eftír að hafa fest bifreið í ein- hverri á uppi á hálendinu. Var björgunarsveitin Dagrenning kölluð út tU aðstoðar og fóra menn frá henni áleiðis inn á afrétt og kom í ljós að þarna vom fjórir Lettar á ferð og höfðu þeir fest bifreið sína í svonefndri Brennivínskvísl á Mæli- feUssandi og höfðu þeir gengið það- an áleiðis til byggða tU að fá aðstoð. Töldu björgunarsveitarmenn að Lettarnir hafi gengið allt að 40 km. leið, en þeir hafi verið iUa búnir til útivistar og göngu. Dagrenning Björgunarsveitarmenn frá Dagrenningu draga bíl Lettanna upp úr ánni. Munu Lettarnir hafa gist í skáia um nóttina áður en þeir hófu göng- una á ný og töldu björgunarsveitar- menn Lettana hafi gist í skála í svo- nefndu HvanngUi um nóttina. Lettarnir voru fluttir inn að Brenni- vínskvíslinni og bifreið þeirra bjarg- að upp úr ánni og í ffamhaldinu komið tU byggða.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.