Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.2004, Page 10
10 MIÐVIKUDAGUR27. OKTÓBER 2004
Fréttir DV
Guðlaugi Þór er talið til tekna
að vera vel tengdur innan síns
flokks. Býryfir mikilli reynslu
afpólitík og er talinn klókur.
Skemmtilegur félagi og góður
húmoristi sem jafnan fylgir
mikið líf. Hann er vinur vina
sinna og hugsjónamaður.
Guölaugur er frekur og oft
talinn vaða í mál afmeira
kappi en forsjá. Einþykkur
og tekur oft sínum skoöun-
um sem hinum einu réttu.
Guöiaugi er sömuleiðis leg-
iö á hálsi aö hafa fórnað
sömu sterku skoöunum fyr-
ir þingsæti. Hann er tapsár.
„Gulli er félagsmálatröll og
firnaduglegur. Þegar hann er
ekki I pólitlk getur hann llka ver-
ið skemmtilegur. En það er
stundum stutt á milli elju og
einþykkni og hann nýt-
urþess og geldur að
hafa mjög sterka sann-
færingu fyrir þvi að
hann hafi rétt fyrir sér.
Er vinur vina sinna, en ekki eru
öll dýrin iskóginum vinir."
Helgi HJörvar alþingismaöur.
„Gulli Þór er mjög skemmtilegur
og hress náungi sem gott er að
starfa með, alltafmikið llfí
kringum hann. Erdugleg-
ur og fylginn sér. Hann
færist stundum fullmikið I
fang vegna áhugans.
Leysir flest málin vel.
Heldur með Liverpool, sem er
mikill vanþroski."
SlgurÖur Kárl Kristjánsson alþingis-
maður.
„Gulli er fyrst og fremst einstak-
lega traustur. Þeirsem þekkja
hann vita nákvæmtega hvarþeir
hafa hann. Er mjög opinn og
skemmtilegur. Auk þess mikijl
keppnismaður, ósérhlif-
inn með óbilandi sjálfs-
traust. Fer langtá viljan-
um og áræðninni. Hefur
gaman aflþróttum, og
komast fáir óskaddaðir frá viður-
eign við hann. Þó hefur hann
nægan sannfæringarkraft til þess
að fá menn til að mæta sér aftur.
Hann þolir ekki að tapa."
Vigfús Birgisson, Ijósmyndari og
æskufélagi.
Guðlaugur Þór Þórðarson er fæddur 19.
desember 1 967 í Reykjavík, sonur hjónanna
Þóröar Sigurðssonar og Sonju Guðlaugs-
dóttur. Guðlaugur ólst upp í Borgarnesi en
lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á
Akureyri árið 1987 og BA-prófi I stjórnmála-
fræði frá HÍ1996. Guðlaugur hefur setið I
borgarstjórn Reykjavikur frá 1998 og á
Alþingi frá árinu 2003. Guðlaugur er giftur
Ágústu Johnson framkvæmdastjóra. Þau
eiga tvö börn saman.
Munkarfleka
tvíburasystur
Tveir búddamunkar í
Kambódíu eru í slæmum
málum eftir að vera gripn-
ir í samförum við tvær 17
ára tvíburasystur í klaustri
sínu. Munkamir, Nang
Peng og Hong Vung, voru
hraktir úr þorpi sínu af
æstum þorpsbúum er
málið komst upp um síð-
ustu helgi. Það var faðir
stúlknanna, Som Sau, sem
sendi hóp manna í
klaustrið að til að kanna
málið. Som segir dætrum
sínum hafa verið nauðgað
en tvíburarnir segjast vera
ástfangnar af munkunum.
Munkarnir hafa alla vega
brotið gegn skírlífsheitinu.
Landsbankinn tjáir sig ekki um hvort bankinn hafi sóað slysabótum Hinriks Jóns-
sonar öryrka í deCODE-bréf. Bankinn segist ekki hafa selt honum eigin bréf og því
ekki hagnast sjálfur á viðskiptunum. Bankinn segist eins og margir aðrir hafa
þurft að þola tap á fjárfestingu í deCODE. Hinrik ætlar i mál við bankann.
Landsbankinn segist ekki
hafa selt öryrkja eigin bréf
Landsbankinn svarar ekki efnislega umfjöllun DV um að bankinn
hefði sóað slysabótum Hinriks Jónssonar, öryrkja á Seltjamamesi, í
hlutabréf í deCODE þar sem bankinn tjáir sig ekki um málefhi ein-
stakra viðskiptavina. Bankinn andmælir hins vegar staðhæfingu
Hróbjarts Jónatanssonar hæstaréttarlögmanns um að bankinn
hefði selt Hinriki eigin bréf í deCODE á árinu 2000.
Hróbjartur heldur því fram að
bréfln sem bankinn seldi Hinriki
hafi verið úr því safni hlutabréfa sem
bankinn keypti sjálfúr af stofnfjár-
festum í deCODE. Sé það rétt hefði
bankinn þrefaldað verðið á hluta-
bréfunum sem bankinn keypti á
genginu 18. Hinrik keypti sín bréf á
genginu 56 fyrir 5 milljónir en seldi
þau aftur á genginu 5,95 fyrir 500
þúsund. Bankinn hafnaði því að
greiða Hinriki bætur en hann hefúr
fengið gjafsókn og ætlar í dómsmál.
Landsbankinn ætlar að svara Hinriki
og Hróbjarti formlega í vikunni.
Landsbréf miðluðu bréfum
Landsbankinn segir í yfirlýsingu
að ekki sé rétt að bankinn hafi inn-
leyst gengishagnað af bréfum í
deCODE með viðskiptum Hinriks
Jónssonar. „Hins vegar veittu
Landsbankinn og Landsbréf hf. ein-
staklingum og lögaðilum þá eðlilegu
þjónustu að miðla hlutabréfum í
DeCode eins og öðrum félögum sem
virk viðskipti voru með á þessum
tíma,“ segir í yfirlýsingunni.
Landsbankinn segist hafa eins og
margir aðrir þurft að þola umtals-
vert tap af fjárfestingu sinni í
deCODE. Bankinn keypti eina millj-
ón hluta en seldi 600 þúsund hluti
beint til fagfjárfesta. „Landsbankinn
átti þannig eftir 400.000 hluti sem
litið var á sem fjárfestingu af hálfu
bankans. Af hálfu Landsbankans var
tekin sú ákvörðun að selja ekki af
sínum eignarhlut til einstaklinga
þrátt fyrir umtalsverða eftirspurn
eftir bréfum félagsins á þessum
tíma. Staðreyndin er sú að Lands-
bankinn á enn stærstan hluta þeirra
hlutabréfa sem keyptir voru í upp-
hafi.“ Ekki er upplýst hvert bankinn
seldi þann hluta sem sem bankinn á
ekki í dag.
Hefði hlýtt ráðgjöf um að
kaupa ekki
Peningarnir sem Hinrik fjárfesti
fyrir, voru hluti af slysabótum sem
hann fékk eftir að hann varð fyrir
hjóli í Kirkjustræti. Það blæddi inn á
heila og hann lýsir því þannig að eft-
ir slysið sé hann eins og stórt barn.
Sjálfur segir Hinrik að ef hann hefði
fengið ráðgjöf um að kaupa ekki í
deCODE, hefði hann hlýtt henni.
„Ég les lítið, því það er erfitt að lesa,
en horfi frekar á sjónvarpið. Þar var
mikið talað um deCODE og að
hlutabréfin færu hækkandi þar,“
segir hann.
„Ég var á báðum áttum.
en ég hringdi í
Landsbréf og tal-
aði við stúlku þar
og ég man hvað
okkur fór á
milli. Ég var
ragur en hún
ráðlagði
mér ekki
frá því að
kaupa í
deCODE.
Hún
sagði mér
ekki hvort
þetta væri
góður eða
vondur
kostur. Ég
heyrði síðar
að á þessum
tíma hefði
íslandsbanki
ráðið fólki frá
því að kaupa í
deCODE en það
kom ekkert svoleiðis
frá Landsbréfum."
kgb@dv.is
Hinrik Jónsson Finnst að
Landsbankinn hefði átt að veita
honum betri ráðgjöf.
Ég var á báðum áttum, en ég
hríngdi í Landsbréf og talaði
við stúlku þar og ég man hvað
okkur fór á milli. Ég var ragur
^—en hún ráðlagði mér ekki frá
því að kaupa í deCODE.
Utanríkisráðuneytið skoði fasteignamarkaðinn i Berlin
Hópur slóst á Hellu
Vill ódýrasta kostinn fyrir sendiherra
„Mér finnst sjálfsagt að skoða all-
ar leiðir sem hægt er til að spara og
auka hagkvæmni," segir Pétur H.
Blöndal, þingmaður Sjálfstæðis-
flokksins, spurður um áform utan-
ríkisráðuneytisins að byggja rúm-
lega 600 fermetra sendiherrabústað
í Berlín.
Eins og fram hefur komið í DV er
hægt að kaupa jafnstóra eign í sama
hverfi og byggja á í Berlín fyrir um
þriðjunginn af þeirri upphæð sem
ráðuneytið áformar að verja til
bústaðarins.
í frétt DV um málið í gær kom
fram að samkvæmt stærsta fast-
eignavef borgarinnar er hægt að fá
átta herbergja, rúmlega 600 fer-
metra villu með 1150 fermetra garði,
á 95 milljónir króna. Utanríkisráðu-
neytið áformar hins vegar að byggja
rúmlega 600 fermetra bústað fyrir
sendiherrann á rúmlega 300 millj-
ónir króna. Þegar hefur verið keypt
2.600 fermetra lóð undir bústaðinn í
glæsihverfinu Grunewald og er lóða-
verðið innifalið í fyrrgreindri upp-
hæð.
„Ef það er hægt að kaupa sams
konar eign í sama hverfi á mun
minna verði er það mál sem þarf að
skoða nánar," segir Pétur. Þótt það
sé ekki slæmt að eiga lóðir í stór-
borgum erlendis sé það spurning
hvort það er hlutverk íslenska ríkis-
ins að eignast lönd í stórborgum.
Verð á íbúðum hefur hríðfalhð í
Berlín undanfarin ár. Er nú orðið
mun ódýrara að kaupa fasteignir þar
en byggja. „Það má nefna að fyrir tíu
árum var þessi staða uppi hér á ís-
landi að það var ódýrara að kaupa
en byggja en sú staða hefur nú snú-
ist við," segir Pétur. „Höfuðatriðið er
að menn taki mið af markaðs-
aðstæðum á hverjum stað."
Pétur Blöndal „Ef þaðerhægt að
kaupa sams konar eign i sama
hverfi ámun minna verði er þaðmál
í sem þarfaðskoða nánar."
Aðfaranótt laugardagsins var
lögreglan á Hvolsvelli kölluð út
vegna hópslagsmála fyrir utan
veitingahúsið Kristján X á Hellu og
var einnig óskað aðstoðar lögregl-
unnar á Selfossi til að koma skikki
á mannskapinn. Tókst það nokkru
síðar og voru fimm aðilar fluttir af
staðnum í lögreglubifreiðum.
Þarna virtist hafa komið upp
ósætti milli íbúa tveggja byggðar-
laga eftir því sem næst var komist
og hjálpaði ölvunarástand við-
staddra upp á að kynda undir við-
brögðum hvors hóps en engin
meiðsl voru að sjá að ráði á fólki
vegna þessa upphlaups.