Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.2004, Qupperneq 24
24 MIÐVIKUDAGUR 27. OKTÓBER 2004
Menning DV
Umsjón: Páll Baldvin Baldvinsson pbb@dv.is
MIKIÐ gengur á i Mogganum þessa
dagana: igær birtist stórdálka frétt
um Eirík Guðmundsson,
hinn vaska umsjónar-
mann menningar-
prógramms rásar
VC eitt,sem hefurað-
\ eins minnst á hið
furðulega spil Mogg-
ans i Hannesar Laxness-
málinu í þætti sínum.
ÞAÐ byrjaði meö grein eftir Hannes
Hólmstein um tildrög þess að Hall-
dór fékk Nóbelinn. Ágæt grein og
fróðleg útlistun á því sem var nú á
margra vitorði. Þá birtist í blaðinu
heilsiöa um frábærar undirtektir
Moggans þegar Halldór fékk verð-
launin svona sem áminning um aö
Mogginn hefði nú verið réttu megin
í kalda stríðinu miðju þegar að upp-
hefð okkar manna kom. Henni
fylgdi síðan annar hluti afauglýs-
ingaherferð Hannesar, fyrirlestur um
Atómstöðina á fræðaþingi félagsvís-
indadeildar á föstudag. Og viðtal
viö Hannes kom strax á eftir. Þetta
dró Gauti Kristmundsson saman i
skammargrein um þá ósvinnu að
Hannes komist upp með opinberan
og yfirlýstan ritþjófnað áfram í
bland við áframhaldandi níðskrif
um látinn mann.
EINS og bókmenntafræðingarnir
Eiríkur og Jón Karl Helgason hafa
bent á er framkoma Moggans i mál-
inu kyndug tilraun til að endurrita
söguna: Morg-
unblaðið ætti
að manna sig
upp í að viðurkenna það einu sinni
enn sem það hefur gert áöur að
blaðið var rammur andstæðingur
Halldórs um áratugaskeið, for-
dæmdi viðhorfhans um árabil, og
sá rautt i hvert sinn sem Halldór
geystist fram í smáum málum og
stórum. Ritstjórnin þarfekkert að
skammast sín fyrir það að hér voru
öndverðar skoðanir í pólitík.
HALLDÓR Laxness var kommúnisti
eins og það var kallað í þann tíð.
Þótt blaðið hafi lagt það heiti til
hliðar að mestu leyti, þá hefur það
skilað drjúgu uppeldisstarfí: menn
langt fram yfír miðjan aldur sem
styöja hægri sjónarmið I stjórnmál-
um blána enn í framan þegar kemur
að ýmiss konar samfélagsþjónustu:
kommúnisminn í dag er lág skóla-
gjöld í háskóla, rekstur Óperu og
Dansflokks, Þjóðleikhúss og Ríkisút-
varps, heilbrigðis- og skólakerfið. I
sömu kjafta vantar samræmi milli
orða og gerða þegar kemur að út-
þenslu skrifstofubákns ríkisins sem
forystumenn þeirra börðust gegn á
sinni tfð undir kallinu Báknið burt!
SKILSMUNUR sóma og skammar vill
oft mást burt, en I tilviki Moggans
gleður það okkur lesendur btaðsins
að þeir kunni enn að skammast sín
fyriráratuga gamalt offors gegn rót-
tæklingum. Blaðinu er síðan guðvel-
komið að hygla skjólstæðingum sín-
um á borð við Hannes Hólmstein með
breiðsíðum á borð við þær s.em birtar
hafa verið þegar og eiga eftir að birt-
ast. Það er öruggt kennileiti um að
þeir I Sogamýrinni eiga þó alltafeinn
vin í veröldinni sem þeir geta hallað
sér að, vitandi sem er að Hannes svík-
ur ekki vini sína á hverju sem dynur.
Hvort sú vinátta dugar ritstjórn
Moggans til að eignast Halldór
Laxness komplett skal ósagt látið.
Flugur
Nýtt verk eftir Hlín Agnarsdóttur var frumsýnt á sunnudagskvöld í Iðnó: Faðir
vor. Þrjár dætur deila um minningu föður síns sem var heimsfrægur íslenskur
kvikmyndagerðarmaður.
Sokkabandið braust fram í fyrra
með Beyglur, sketsa-sýningu sem
þótti óvenjuleg á sínum tíma. Þær
vildu skapa sér tækifæri sjálfar og
tókst það: sýningin gekk lengi vetrar
og áhorfendur voru margir ánægðir
með framtakið og skemmtunina. Á
sunnudagskvöldið stigu þær á fjal-
irnar á nýjan leik, höfðu pantað sér
verk eftir kunna leikhúskonu og
rithöfund, fengið „rísandi stjörnu í
íslensku leiklistarlífl" sem leikstjóra
og safnað um sig ungum kröftum og
efnilegum.
Plottið er einfalt: faðirinn rúm-
lega sextugur er á hátindi ferils síns
sem höfundur heimildarmynda um
hörmungar og rangindi í útlöndum,
en hefur látið dætur sínar tvær og
eiginkonu afskiptalausar um árabil,
meðan hann var að frelsa heiminn.
Dóttur sína utanhjónabands þekkir
hann varla. Þegar hann verður
bráðkvaddur þurfa systurnar að
deila arfinum og taka upp sam-
band.
Um síðustu helgi...
...var það ungur kvikmynda-
gerðarmaður og leikari, þessa helg-
ina var það kvikmyndagerðarmað-
ur og dætur hans, ein rithöfundur
og önnur myndlistarkona. Guð veit
hverju við eigum von á um næstu
helgi þegar Þjóðleikhúsið frumsýn-
ir þriðja íslenska verkið í þessari
röð nýrra íslenskra leikrita: kvik-
myndagerðarmaður, myndlistar-
maður, leikari?
Hvað veldur þeirri ríku þröngsýni
leikskálda okkar að vera ailtaf að
rýna í sjálfhverfan hóp listamanna
úr smáborgarastétt? Er það fólk svo
dæmigert, eru vandamál þess eitt-
hvað spennandi? Má ég biðja um
bifvélavirkja og fótsnyrtikonu?
Gömul saga
Það eitt sýnist ráða þessu galleríi
af persónum (móðirin er viður-
kenndur arkitekt og hefur hannað
hús í údöndum) að það hefur farið
til útlanda. Faðirinn er mikið er-
lendis sem er stórt atriði í plottinu.
Hann er eigingjarnt karlrembusvín,
heldur framhjá konu sinni sem er
líka af fínum ættum með ættarnafn
og búsar heima við. Dætur af hjóna-
bandinu eru þess vegna í steik, sú
þriðja aðeins betur lukkuð, enda
móðirin bara klínikdama. Það er svo
hún sem kemur öllu af stað með
skáldsögu sem hún skrifar um sam-
bandsleysi sitt við pabbann sem
hinar lesa ekki af því hún er svo löng.
Konur hafa sem sagt ekki þrek til að
lesa bækur sem eru langar - 800
síður.
Tvær fínar persónur.
Tökum fyrst það sem er verulega
jákvætt við sýninguna. Þarna koma
fram tvær leikkonur sem ekki hefur
sést mikið til og standa sig prýðilega
vel: Þrúður og Elma Lísa. Þrúður
leikur þá systur sem verst er farin,
próflaus og óhamingjusöm í hjóna-
bandi, barmafull af beiskju. Það
gustar um Þrúði í rullunni, hún er
skýr, kraftmikil, skaphiti í örvænt-
ingu hennar, húmor í kaldhæðnum
svörum og skotunum sem hún lætur
ganga yfir umhverfi sitt. Það var
gaman að fylgjast með henni.
Elma Lísa var ekki jafn rösk í
gang en eftir upphafsatriði, þar
sem yngri systirin er velkennd í
jarðarför föðurins, sjáum við þessa
stúlkukind hrynja niður í eymd,
uns hún rífur sig upp og fær með-
ferð. Verulega snotur mannsmynd
sem Elma býr þarna til. Að auki var
hún fín í lítilli aukarullu sem sál-
fræðingur.
Sviðsetning
Leikstjórinn kýs að sviðsetja
leikinn á gólfi Iðnó með sætaraðir á
báðar hliðar og á sviði. Verkið ber
enga þá eiginleika að heimta
þannig rými: Sjónlínur eru erfiðar,
það er erfitt að færa til leikbúnað
sem er þó í lágmarki, verkið er í eðli
sínu lágstemmt og sækir mikið í
upprifjun, er keyrt upp með reglu-
legu milhbili í óþarfa tónlist og
undarlega keyrslu á einhvers konar
kerrum sem varla er gefandi dans-
nafn þó það eigi víst að vera. Hvað
var það? Sýningunni er einstaklega
klaufalega komið fyrir í rými, sem
hjálpar verki eða flytjendum ekki.
Leikmyndin drasl sem flæktist fyrir
og hefði betur verið komið út í
Tjörn.
Sokkabandið sýnir í Iðnó:
Faðir vor
eftir Hlín Agnarsdóttur.
Leikstjóri: Agnar Jón Egilsson.
Leikmynd: Rebekka A. Ingi-
mundardóttir. Dansar: Jóhann
Freyr Björgvinsson.
Tónlist: Hallur Ingólfsson.
Ljós: Jón Þorgeir Kristjánsson.
Dramatúrg: Kristin Eysteins-
dóttir. Leikendur: Arndís Hrönn
Egilsdóttir, Elma Lísa Gunnars-
dóttir, Þrúður Vilhjálmsdóttir
og Hjálmtýr Hjalmtýsson.
Frumsýning 24. október 2004.
Leiklist
Ætlun höfundar
Það er heldur ekki alveg ljóst hvað
höfundur er að fara: fykilatriði fyrir
þroska yngstu systurinnar er heim-
sókn hennar til Berlínar þegar múr-
inn féll, en þá heimsótti hún föður-
inn sem var með konu á hótelher-
bergi - minni úr Sölumanninum eftir
Miller. Það er síðan ekki fyrr en í
leikslok að við komumst að hver var á
herberginu hjá pabba.
Kjami verksins er hvemig h'til
umönnun barna getur leikið þau illa.
Sá kjami kemur til skila í ágætum leik
Þrúðar og Elmu. Hlutverk pabbans er
ærið klisjukennt en Hjálmar er flink-
ur leikari. Amdís leikur móðurina og
skemmtibamið, er áhrifamikil drukk-
in, sár kona, en tök hennar á systur-
inni em ómarkviss, við vitum ekkert
hvað hún vill. Er hún sæl í sambandi
við bónda sinn eða em þau að látast?
Vill hún í alvöm eiga samband við
systur sínar? Persónan er óskýr án
þess að verða óræðin.
Lokaniðurstaða verksins er eitt-
hvert gróft daður við þá hugmynd
að dætur elski feður sína holdlega
og nái varla sálarró nema þær eigi
mök við hann. Ýmsu er maður nú
vanur en, æ.
Hlutur höfundar og leikstjóra
Þessi sýning er heldur misheppn-
uð. Verkið er ekki nægilega útfært,
skortir botn, átakaefnin em lítilsgild
og illa gmnduð. Verkið hefur enda
gengið gegnum skurðaðgerðir leik-
enda í spuna og dramatúrgs í niður-
röðun, spyrja má hvað eftir sé af
ætlun höfúndar og vilja í sýning-
unni. Það er ekki skynsamlegt
ráðslag. Þó persónusköpun sé fín í
tveimur tilvikum glundrast verkið út
og verður þegar að lyktum kemur
ósköp kjánalegt.
Páll Baldvin Baldvinsson
Tvær forfallast, en annar kemur í staðinn
Píanóveisla í Salnum
Útgáfutónleikum þeirra Bryn-
dísar HöUu Gylfadóttur seUóleikara
og Eddu Erlendsdóttur píanóleUt-
ara, sem vera áttu í Salnum í kvöld,
hefur vegna forfaUa verið frestað.
Það em hins vegar aðrir píanó-
hljómleikar í uppsiglingu í Salnum
en seUó kemur þar ekki við sögu.
Á föstudagskvöldið kl. 20 verður
bandaríski píanóleikarinn Nicholas
Zumbro einn á senunni og slær á
borðið Concord-sónötu Charles
Ives og Goyescas, Vol. I eftir En-
rique Granados. Em tónleUcarnir
haldnir í samvinnu við Bandaríska
sendiráðið í tilefni af 50 ára ártíð
Charles Ives.
Uppreisnarmaður á píanó og
fleira
Charles Edward Ives, sem var
fæddur og uppalinn í Danbury, lét
sig Utlu varða tísku og stefriur í tón-
Ust síns tíma. Honum stóð einnig á
sama um tónhstargagnrýnendur.
Ives sagði faUega tóiúist fyrir faUeg
eym og hann sýtti ekki að tónUst
hans væri ekki álitin faUeg. Það var
ekki fyrr en árið 1939, tuttugu árum
eftir að hann lét af tónsmíðum, að
bandarískum aimenningi varð
kunnugt um tónUst hans og viður-
kenningu hlaut hann löngu, löngu
seinna.
Edda Aflýsti konserti vegna forfalla.
Sérfræðingur
Píanóleikarinn Nicholas
Zumbro hefur náð einstakri hæfni
í flutningi á tónlist Charles Ives.
Hann hefur lengi verið talinn mik-
ilhæfur túlkandi sem hefur í
áraraðir tekist á við hina marg-
brotnu og krefjandi Concord-
sónötu. Hann er einn fárra píanó-
leikara sem hafa Concord-sónöt-
una hvað eftir annað á efnisskrá
sinni. Zumbro hefur flutt verkið í
mörgum löndum og hefur hvar-
vetna hlotið frábæra gagnrýni fyr-
ir. Zumbro er þekktur píanisti í
Evrópu og Ameríku, hefur komið
fram á listahátíðum og haldið tón-
leika og meistaranámskeið víða
um heim, og hlotið fjölmargar við-
urkenningar.