Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.2004, Side 25
DV Menning
MIÐVIKUDAGUR 27. OKTÓBER 2004 25
Bjössi Thor, Gunni Þórðar og Jón Rafns taka Asíulönd með trompi
Guitar Islancio í Japan
Zonet-útgáfan hefurgert leyfissamn-
ing á þremur plötum Guitar Islancio í
Japan. Þaö er fyrirtækið Allios music í
Yokohama sem verðurhinn japanski
útgefandi. Plöturnarsem um ræðireru:
Gutiar Islancio 1, Guitar Islancio 3 og
Scandinavian songs sem verður fyrst í
röðinni og mun koma útíJapan á vori
komanda.
Grúppan er um þessar mundir í
Peking en þangað héldu þeir félagar
frá Sjanghæ þar sem þeir léku við
góðan orðstír á sjöttu listahátíð Sjang-
hæborgar.
Tríóið Guitar Islancio hefur starfað
frá árinu 1998 og komið fram á tón-
leikum víðs vegar um heiminn. Þeir
hafa gefið út fjóra geisladiska sem allir
innihalda íslensk þjóölög í létt
djössuðum útsetningum. Það má
segja að Guitar Islancio hafi þróað
með sér sérstakan tón, hlýjan og
hraðan, sem hefur gert tríóið eftirsótt -
bæði hér á landi og erlendis.
Eins og kunnugt er skipa tríóið þeir
Björn Thoroddsen, Gunnar Þórðarson
og Jón Rafnsson.
Björn hefurí tvo áratugi verið einn
virtasti djasstónlistarmaður landsins
og gefiö út fjölda diska undir eigin
nafni. Hann var valinn Bæjarlistamað-
ur Garðabæjar2002.
Jón Rafnsson er eftirsóttur bassaleik-
ari í allar tegundir tónlistar og hljóð-
versvinnu, auk þess aö starfa sem tón-
listarkennari. Hann stundaði nám í
tónskóla Sigursveins D.
Kristinssonarog varhjá
Thorvald Fredin, pró-
fessor við tónlistarháskólann íStokk-
hólmi, auk þess að nema við tónlistar-
kennaraháskólann í Stokkhólmi, SMI.
Gunnar Þórðarson hefur verið í
fremstu röð í íslensku tónlistarlífi í rúm
40 ár og samið og hljóðritað yfir 500
lög. Gunnar hefur starfað í og leitt
margar afallra vinsælustu popphljóm-
sveitum /slandssögunnar, m.a. Hljóma
og Trúbrot, auk þess að starfa sem tón-
listar- og upptökustjóri við ótal verk-
efni; í sjónvarpi, leikhúsi og víðar. I
janúar2002 varhann sæmdurhinni
íslensku fálkaorðu fyrirframlag sitt til
tónlistar á Islandi.
Þessir piltar eru þvf verðugir fulltrúar
íslenska tónlistararfsins og megi gengi
þeirra I Asíu vera sem allra mest.
Hátíðartónleikar með Caput þar sem hluti af verðlaunaverkinu Fjórða söng Guðrúnar eftir
Hauk Tómasson verður flutt ásamt verkum eftir danska tónskáldið Hans Abrahamsen
Caputhópurinn Tjnldm ollu sem
til er I konsert med dönskum og
islenskum veidlaunatónskáldum.
Mánudagskvöldið 1. nóvemberkl.
20 efnir Caputhópurinn, tvöfaldur
handhafi menningarverðlauna DV,
til hátíðartónleika í Listasafni íslands.
Tileftfi tónleikanna er tvíþætt: þann
2. nóvember verða Hauki Tómassyni
tónskáldi veitt tónlistarverðlaun
Norðurlanda og þætti það tilefni
ærið til hátíðahalda. Með tónleik-
unum hefst vegleg tónlistarhátíð sem
ber nafnið „Ný endurreisn" sem
Caput stendur að í samvinnu við Vox
Academicakórinn.
Á þessum hátíðartónleikum verð-
ur flutt tónlist úr verki því sem Hauk-
ur hlýtur verðlaunin fyrir, Fjórða
söng Guðrúnar. Þá verða flutt nokkur
verk eftir hið heimsfræga danska tón-
skáld, Hans Abrahamsen, en hann
mun jafnframt heiðra hátíðina með
nærveru sinni.
Það er Ingibjörg Guðjónsdóttir
sópransöngkona sem syngur hlut-
verk Guðrúnar.
Fjórði söngur Guðrúnar var fyrst
fluttur í Kaupmannahöfn 1996 þegar
hún var menningarborg Evrópu. Er
mönnum í fersku minni tilkomumik-
ill flutningur verksins ofan í herskipa-
kví í Kristjánshöfn þar í borg.
Leiknum lauk með því að
hleypa vatni í kvína.
Caput hefur frumflutt
fjölda verka eftir Hauk
Tómasson og má með
sanni segja að Haukur hafi
verið eins konar hirðtón-
skáld Caputhópsins, einn af
stofnfélögum hópsins og
þátttakandi á marga lund.
Það er því hópnum mikið
fagnaðarefni að Hauki skuli
hlotnast þessi heiður að
vera settur í fremstu röð
norrænna tónskálda.
Caputhópurinn mun
tjalda öllu til á þessum tón-
leikum: stjórnandi verður
bandríski hljómsveitarstjórinn
Joel Sachs en hann er listrænn
stjómandi Julliard-tónlistarhópsins
sem kennir sig við nýja tónlist (New
Julliard Esnemble).
Hitt tónskáld tónleikanna er Hans
Abrahamsen sem hlaut heimsathygli
ungur að árum fyrir nýbreytni
tónsmíðum sem vom kenndar
við nýjan einfaldleika (new
Æ
/
F-m
íygh
Á
simplicity) sem kom fram á sjö-
unda og áttunda áratug síð-
ustu aldar áður en svipaðir
straumar mddu sér til
rúms í nýja málverkinu í
myndlistinni.
Hans var ungur beðinn
að semja fyrir Berh'nar-
fílharmómuna en þann
heiður hafa aðeins örfá
skandinavísk tónskáld hlot-
ið.
Á tónleikunum verða
flutt sýnishorn úr safni
Hans Abrahamsen,
Marchen bilder, Winter-
nacht og píanókonsert sem
kona hans, Ann Marie
Abildskov, spilar en þau hjón
em heiðursgestir tónleikanna.
Joel Sachs ferðast heimsálfa á
milh tíl þess að stjóma nýrri tónlist.
Hann er kennari við Julliard-skólann
í New York, en hann sinnir einnig
umfangsmiklum skrifum um tónlist.
Hann gaf nýlega út ævisögu
k
Haukur Tómasson Tónlistarverðlaun
Norðurlandaráðs.
Ingibjörg Guðjónsdóttir syngur Guðrúnu.
bandríska tónskáldsin Henrys
Cowell.
Hann sækir nú Caputhópinn
heim í annað sinn, en mörgum em
enn í fersku minni ágætir tónleikar
hans á Myrkum músíkdögum síðasta
vetur með Caputhópnum, þar sem
Joel þótti takast að gæða oft tormelta
nútímatónhst skhjanlegu hstrænu
innhaldi þannig að hún tók flugið og
varð hlustendum ofur skhjanleg.
Gamlar ljósmyndir af utangarðsmönnum og fleirum
Kúnstin að kunna að lesa mynd
Sú list að kunna að lesa Ijósmynd er
ekki öllum gefin. Hún útheimtir góða
kópíu, helst eftir plötu eða filmu, af-
burða vel unna í framköllun, sem færri
og færri kunna núorðið þegar inn-
skönnun tölvunnar hefur tekið við af
baði myrkrakompunnar. Síðast en ekki
síst kallar hún á þekkingu eða rann-
sókn á baksviði myndarinnar, afhverj-
um hún er, hvar hún var tekin, hver fer-
ill hennar var og til hvers hún var.
Á síðustu árum hefur lestur á mynd-
um tekið á sig nýjar víddir: franskir
höfundar og bandarískir hafa snúið
sér að Ijósmyndinni og lagst í lestur,
sumir frá nánast engum gögnum, aðr-
irhafa notað hana sem stökkbretti inn
! könnun á minninu og lagt út af
henni: Roland Barthes og Héléne
Cixous, að ógleymdri Susan Sontag.
Þessi tískuhöfundar hafa hverásinn
hátt iesið skemmtilega úr myndum en
ævinlega afþekkingu.
Nýlega kom út i Reykjavík lítið kver
með Ijósmyndum frá fyrri hluta síð-
ustu aldar eftir Sigurð Gyífa Magnús-
son sagnfræðing og boðbera einsögu-
aðferðar í islenskri sagnfræði. Sigurður
er afkastamikill sagnfræðingur og hef-
ur reynst hvirfill i kyrrlátum heimi
söguskoðenda. Bókin byggir á Ijós-
myndasafni sem Sigurði áskotnaðist
eftir afa sinn sem haföi líkt og margir á
fyrri hluta aldarinnar síðustu safnað
Ijósmyndum: safn hans samanstóð að
mestu leyti afútgefnum myndum sem
kunnar eru í fjölda eftirgerða og voru
saðsöm fylling fyrir forvitna sökum
þess að þær birtu almenningi andlit
þjóðkunnra vesalinga, fólks sem haföi
farið halloka í lífinu sökum fötlunar,
sérvisku, óreglu eða brjálsemi. Utan-
garðsmannamyndir þessar voru sölu-
vara á sinni tíð og þvi hafði afinn safn-
að saman nokkru úrvali slíkra mynda.
Tillegg Sigurðar I bókinni eru hug-
leiðingar sprottnar afhverri mynd. Þær
eiga i mörgum tilvikum ekkert skylt við
mynd eða myndefni, enda lætur sagn-
fræðingurinn myndirnar vera sem
rannsóknarsvið. Hvergi ergetið Ijós-
myndara, tökustaðar, heitis og æviára
þess sem á myndinni er. Þær eru hon-
um einungis tæki til almennra hug-
leiðinga. Myndirnar eru teknar eftir
kóþíum í mismunandi ásigkomulagi,
hvergi er getiö hvort þær eru til í
frumkópíum eða hvort frummyndir
eruyfirleitt til.
Skiptirþetta allt einhverju máli?Jú,
hérfer fram sagnfræðingur sem hátt
hefur látið um faglegar kröfur, bókin er
gefin út afMiðstöð einsögurannsókna
og ber nafn Reykjavíkurakademíunnar
og Ljósmyndasafns Reykjavikur, sem
ætla mætti að hefði einhvern standard
i notkun Ijósmynda íprentuðum
ritum.
Hér ægir því saman óskyldum efn-
um: hörmuleg örlög verða tilefni létt-
vægra hugleiðinga þarsem myndefn-
ið heimtar alvarlega hugsun, fagleg
vinnubrögð. Er raunar óskiljanlegt aö
sagnfræðingurinn skyldilátið ónotað
tækifæri til að nota menntun sína til
alvarlegar íhugunar um örlög
Sigurður Gylfi Hampar bók sinni Snögg-
um blettum. DV-mynd Vilhelm
myndefnanna og þaðan sin eigin úr
þessu kynduga safni afa síns, en eins
og segir i bókinni er„engin tilraun gerð
til að sannreyna upplýsingarnar
Páll Baldvin Baldvinsson
Sigurður Gylfi Magnússon:
Snöggir blettir
Me og Ljósmyndasafn
Reykjavíkur
Verð: 2980 kr.