Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1925, Blaðsíða 24
SÓLARGANGUR Á ÍÖLAMDI.
í almanakinu er sólargangur talinn frá því, er miöja sólar
kemur upp fyrir láréttan f-jóndeildarliring (su.), þangað til sólmiöjan
fer niður fyrir hann aftur (sl.). Sólargangurinn í Reykjavík er til-
greindur hvern miðvikudag. Til þess að (inna sólarganginn annars-
staðar á landinu þarf lengdar-og breiddarleiðrétlingu á Reykjavikur-
tölunum. Lensdarleiðréltingin er + 4 min. fyrir hvert lengdarstig
vestur frá Reykjavik, en — 4 min. fyrir hvert lengdarstig austur frá
Reykjavik. Dœmi: Birtingaholt i Hrunamannahreppi er ca. einu og
hálfu lengdarstigi austar en Reykjavík, en hérumbil á sama breidfiar-
stigi. Miðvikudaginn 21. okt. er su. í Rvk kl. 7 37, en sl. kl. 4 47.
Pennan dag er su. í BirlÍDgaholti kl. 7 31, en sl. kl. 4 41, þvi að
lengdarleiðréltingin er — 6 mín. og dregst því frá. — Breiddarleið-
réttingin er sýnd i töblu þeirri,Xsem hér íer á eftir, fyrir þá staði,
sem eru einu sligi og hálfu stigi sunnar en Rvk. og fyiir þá staði,
sem eru hálfu stigi, einu stigi, eiuu og hálfu stigi, tveim stigum og
tveimur og liálfu stigi norðar en Rvik. Fyrsta dœini: Baufarhöfn
er ca. sex lengdarstigum austar en Rvik og ca. tveimur og hálfu
breiddarstigi norðar. Miðvikudaginn 26. ágúst, sem er 4 vikur (sumar-
megin) lrá haustjafndœgri er su. í Rvik kl. 4 53 og sl. kl. 8 4.
Lengdarleiðrétting á þessum tölum er nú — 24 mín. og koma þá út
tölurnar 4 29 og 7 40. En nú er breiddarleiðréttingin skv. töblunni 13
min. (i aftasta dálki, undan 4. viku frá jafnd. sumarmegin). Aukin
breidd lengir nú sólarganginn á sumrin þ. e.: flýtir sólaruppkomu,
en seinkar sólarlagi. Pennan dag er því su. á Raufarhöfn kl. 4 16
(4 29 — 0 13 = 4 16), en sJ. kl. 7 53 (7 40 -f 0 13 = 7 53). Annað dœmi:
Flatey á Breiðafirði er ca. einu stigi vestar en Rvik, og ca. einu og
einum fjórða stigs noröar. Miðvikudaginn 4. nóv. er su. í Rvik kJ. 8 22
og sl. kl. 4 0. Lengdarltiðréttingin á Flatey er + 4 mín. og koma þi
út tölurnar 8 26 og 4 4. Nú er 4. nóv. 6 vikur (vetrarmegin) frá haust-
jafndægri. Par stendur í töblunni 7 mín. fyrir eitt stig til noröurs
en 11 mín. fyrir eitt og hálft stig. En Flatey er þar mitt á milli, svo
að breiddarleiðiéttingin er 9 min. Aukin breidd styttir nú sólar-
ganginn á vetrum. Breiddarleiðréttingin seinkar því sólaruppkorou,
en ílýtir sólarlagi um 9 mín. Pennan dag er þvi su. í Flatey kl. 8 35,
en sl. kl. 3 55. Priðja dœmi: Vestmannaeyjar eru ca. einu og hálfu
stigi austar en Rvik, og ca. þrem fjórðu stigs sunnar. Miðvikudaginn
21. jan. er su. i Rvik kl, 9 45, og sJ. kl. 3 34. Lengdaileiðiétting i
Veslmannaeyjum er — 6 mín. og koma þá út tölurnar 9 39 og 3 28.
Nú er 21. jan. átta og hálfa viku (vetrarmegin) frá vorjafndægri,
en átta vikur (vetrarmegin) frá jafndægri er breidda'leiðréttingin i
töblunni 9 min. fyrir eitt stig (vetrarn«egin) og 5 míni fyrir haift stig,
þ. e. 7 mín. fyiir Vestmannaeyjar. Niu vikur (vetrarmegin) frá jaln-
dægri er hún 11 min. fyrir eitt stig (vetrarmegin) og 6 mín. fyrir
hálft stig, þ. e. átta og hólf mín. fyrir Vestmannaevjar. Meðaltal aí
sjö mín. og átta og hólfri mín. er sem næst átta mín. Nú eru Vest-
mannaeyjar sunnar en Rvik, svo að breiddarleiðiéttingin it ngir sólar-
ganginn að vetrinum, þ. e. flýtir sólaruppkomu og seinkar sólarlagi.
Pennan dag er þvi su. í Vestmannaeyjuin kl. 9 31, en sl. kl. 3 36. —
Pa sem eyður eru i töblunni, gengur sólin ekki undir á þeim tima.
(22)