Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1925, Side 37
kunn úr blöðunum. Hann skipaði sér í brodd þjóð-
ernishreyfingarinnar og átti harða deilu við Grikki
og Jugo-Slava og bar hærra hlut í peim viðskiftum.
Sjálft Pjóðbandalagið fékk ekki ráðið við ofsa hans
og stórveldin voru ráðalaus. Eiginlega er hann nú
»Imperíalisti«. Eitt af mestu áhugamáium hans er að
ná löndum handa itölskum útflytjendum. ítalir fjölga
ört, og mikill fólksstraumur gengur alt af til Argen-
tínu, Bandaríkjanna og fleiri landa. En nú vilja Fas-
cistar ná nýlendum handa útflytjendum, svo þeir
hverfi ekki til annara ríkja. En þetta er erfltt mál,
sem getur orðið rót til nýrra styrjalda.
Nú hefir Mussolini setið að völdum á annað ár,
og verður ekki annað sagt en að hann hafi unnið
stórvirki. Hann friðaði landið, og kom skipulagi á
hið ítalska þjóðfjelag og bjargaði því frá hörmung-
um borgarastyrjaldar. En þessum árangri var náð
með því að beita hervaldi og skerða borgaralegt
frelsi. Pað er því varla von til þess, að stjórn hans
verði langæ. Eins og það voru alveg sérstakar á-
stæður, sem sköpuðu Fascismann og bjuggu honum
frjóvsaman jarðveg, eins eru það sérstakar ástæður,
sem hafa haldið honum við völdin þennan tima. Allt
fram að síðustu árum voru eiginlega að eins tvær
stéttir, sem fengust við stjórnmál á Ítalíu. Höfðingj-
arnir, sem börðust og bitust um völdin (í stjórnar-
sæti komust að eins greifar og barónar), og jafnaðar-
menn, sem voru mjög harðir í kröfum. Millistéttirnar
voru aftur á móti áhrifalitlar og höfðu ekki haft lag
á að mynda verulega stjórnmálaflokka. Nú fengu
þær allt í einu Mussolini fyrir foringja, og Fascista-
hreyfingin er í sínu insta eðli barátta millistéttanna
gegn aðli og jafnaðarmönnum.
Millistéttirnar, kaþólska kirkjan og stórveldisdraum-
ar ítala hafa verið hinar slerku stoðir undir völd
Mussolinis. En stjórn, sem ríkir með hervaldi, verður
ætið völt í sæti, er timar líða. Byssustingir eru góðir
(35)