Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1925, Side 62
leyti. Húsin höfðu verið lágt vátrygð, en gripirnir
og allir munir óvátrygðir.
Ag. 20. Fórst róðrarbátur með 4 mönnum á, fráSkál-
um á Langanesi. Formaðurinn hét Sigfús Jónsson
og var frá Bakkafirði.
— 28. Féll maður út af brú yfir ós úr Oiafsfjarðar-
vatni og druknaði. Hét Jóhann Stefánsson og var
fiskimatsmaður á Akureyri.
í p. m. druknaði maður í Önundarfirði.
Sept. 3. Druknuðu 4 menn á Siglufirði. Peir voru að
flytja möl yfir fjörðinn, en afskaplegt veður gerði
par pá, sem og víða norðanlands, og báturinn sökk.
— 9. Rak í norðanveðri 2 skip upp á Siglufirði. Ann-
að peirra var norskt og brotnaði pað mjög mikið
en hitt, Ingólfur, frá Akranesi, skemdist lítið.
— 11, aðfn. Fórst í útnorðan-stórviðri vélbátur frá
Bolungarvík, með 4 mönnum. Peir voru á reknetja-
veiðum. Formaðurinn hét Guðmundur Hafstein
Guðmundsson og var um prítugt.
— 14. Druknaði Kárl J. Guðmundsson kaupmaður á
Stöðvarfirði. Hann féll útbyrðis af vélbáti, á heim-
leið frá Fáskrúðsfirði.
— 29., aðfn. Urðu 2 menn á botnvörpungnum Menju,
fyrir vírum við vörpulagningu og misti annar peirra
fótinn annan um öklann, en hinn meiddist nokk-
uð á fæti.
Okt. 19. Hvarf maður úr Rvík. Húfa hans fanst rekin
síðar við höfnina. Hann hét Pétur Hamar Péturss.
og var stud. art., f. '4/t 1904.
— 26. Hrundi klettur úr öðrum námuveggnum í gömlu
silfurbergsnámunni á Helgustöðum, og kom á 2
af mönnum peim er voru að vinna par og misti
annar peirra pegar lifið en hinn meiddist mikið.
— Um kvöldið hvarf gamall maður úr Rvik, hét Guð-
jón Finnsson. Prír menn voru settir í gæzluvarð-
hald, grunaðir um að vera riðnir við hvarf hans.
2 peirra var slept nokkru síðar.
(60)