Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1925, Page 71
aö hæð, heldur ýmsu öðru, frábrugðnir norska fólk-
inu vestanfjalls. Ef til vill er þetta sprottið af pví,
að gömlu landnámsmennirnir, flestir hverir, hafi verið
úrvalsfólkið, eins og sögurnar segja, enda höfðu
margir þeirra verið höfðingjar í Noregi, og höfðings-
lund þeirra olli því, að þeir þoldu ekki yfirgang Har-
aldar hárfagra. Pað er aftur alkunna, að höfðingjar
eru alla jafna hærri að vexti en allur almenningur.
Væri þessi tilgáta rétt, þá mætti segja, að ekki væru
gömlu ættareinkennin aldauða enn hjá oss íslendingum.
Hvernig svo sem í þessu liggur, þá er það víst, að
öll þau erfiðu lífskjör, sem vér höfum átt við að búa
frá landnámstíð, hafa ekki megnaö að lækka oss í
iofti. Eftir þúsund ára kröm og kúldur, í kulda og
myrkri norður undir heimskauti, ber norræna kynið
höfuðið hátt á íslandi og sver sig í ættina við Aust-
mennina hinum megin hafsins.
Guðm. Hannesson.
Um orðmyndanir alþýðn.
tslenzk tunga hefir, eins og kunnugt er, breyzt afar-
lítið frá þvi í fornöld, en orðaforði tungunnar er nú
allur annar, og er það aö vonum; mörg orð gamla
málsins eru nú Iöngu týnd og tröllum gefin, en ný
hafa komið í þeirra stað, og er þá alt af álitamál,
hvort nýju orðin taki þeim gömlu fram. Á siðasta
mannsaldri hafa verið mynduð í íslenzku nokkur
þúsund nýyrði, og eru það einkum sérheiti í ýmsum
visindagreinum eins og heimspeki, náttúrufræði, mál-
fræði og öðrum greinum og þó að sum af þessum
orðum kunni að vera óheppilega mynduð og fari illa
í munni, eru flest þeirra til mikilla bóta fyrir mál
vort, þareð þau færa út andlegan sjóndeildarhring þjóð-
arinnar og koma í veg fyrir málspillingu, sem nóg er
(69)