Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1925, Side 83
norðanlands á síðastliðnum vetri; drápust 18 kindur.
á öðrum bænum en 6 á hinum. Héraðslæknir rann-
sakaði málið og kom pá í ljós, að manni sem verið
hafði við heyvinnu á báðum* bæjunum, fjTlgdi gam-
all hundur, sem ormar gengu niður af, og lá seppi
venjulega í slægjunum. Ennfremur sannaðist, að peim
kindum sem drápust hafði nær eingöngu verið gefið
hey, sem maður pessi hafði heyjað.
Pví miður virðist sem ýmsir leggi öllu ríkari
áherzlu á að »lækna« hunda heldur en að afstýra
pví að hundar verði nokkurn tíma ormaveikir, sem
er pó öruggasta ráðið til útrýmingar sullaveikinni.
Pví takmarki verður eingöngu náð með pví að koma
í veg fyrir að hundar éti sulli eða annað hráæti á
blóðvellinum. Ef íslendingar eru samtaka um pað,
sýkist enginn hér á landi af sullaveikí nema af peirri
hundakynslóð sem nú lifir; en hundsæfin nemur ekki
mörgum árum. Engu hráæti má fleygja í hundana; í
pví geta vel verið örsmáir sullir sem menn verða
ekki varir við. Sullum og hráæti má eyða með pví
að brenna pá á eldi, grafa djúpt í jörð niður eða
sjóða í potti; við suðuhitann drepast auðvitað sullirnir
Árið 1864 var gefinn út bækingur eftir próf. H.
Krabbe um eðli sullaveikinnar og varnir gegn henni,
enda varð Krabbe fyrstur manna til að sanna hér á
landi, að bandormar hundsins stafa af sulláti; naut
hann við rannsóknir sínar aðstoðar Finsens héraðs-
læknis á Akureyri. Ef landsmenn hefðu fylgt sam-
vizkasamlega ráðum Krabbe og fleiri lækna sem um
petta mál hafa ritað siðar, væri sullaveikinni að mestu
útrýmt. Þvi miöur er fjarri pví að veikin sé úr sög-
unni. Hún er enn svo algeng að 2 skurðlæknar sem
nú starfa í Rvík hafa gert sullskurði á hátt á fjórða
hundrað sjúklingum. Nýlega komu hingað til lækn-
inga 2 stúlkur úr sveit og voru báðar sullaveikar;
önnur var 18, en hin 13 ára. Unga fólkið heldur pví
áfram að sýkjast. Hin skæða höfuðsótt sem drepið
(81) 6