Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1925, Blaðsíða 98
Páll Jónsson skáldi, púkum jafn,
piltur með skitna lund,
lét fram úr snjáldri ljóðasafn
ljótt um síra Kjötmund.
Fóstur launaði Fjölnis hrafn
fyrr veitt á barndómsstund o. s. frv.
Lbs. 1805, 8vo).
Annars er sira Ögmundi Jýst svo (í prestasögum
Lbs. 312, fol.), að hann hafi verið »frómlyndur mað-
ur, en sárdaufur til gáfna og hégómlegur í háttum,
einfaldur í kenningum og hafði lítið álit«. Hefir Páll
ekki getað setið á sér að draga dár að presti, og
pókzt að einhverju leyti hafa sín í að hefna, en Páll
var jafnan óhlifinn mjög i orðum, eins við menn sér
nákomna; samt bætti hann oft um kveðskap sinn,
þótt ekki verði pess vart um síra Ögmund. Par á
móti hefir hann orkt eftirmæli eftir Sæmund í Ey-
vindarholti, son síra Ögmundar, er lýsa bæði hlýju
og lotningu; slíkt hið sama eftirmæli um síra Tómas
á Breiðabólstað, son sira Sæmundar. Og erekki að
sjá, að þeir Sæmundur hafi erft við Pál níðið um
síra Ögmund. Sæmundarkviðu kallaöi Páll eftirmæl-
in um Sæmund; þar í er þetta (Lbs. 175 og 1200, 8vo.):
20. Aidrei skeytti hann 21.
höfðingjahylli
framar en
verkast vildi.
Lærði hann ekki
þá list að hræsna
og hafði við alla
einurð frammi.
24. Nóg er að segja, 25.
eg neinn ei vissa
leita sér forgefins
liðs hjá honum,
og þá enda
þeim í raunum,
Hans voru siopin
hús til greiða
og öllum þar gæði
eins til reiðu.
Paðan fór sérhver
saddur og hresstur,
hvort hann var meira
eða minna látinn.
Einhver sagði mér,
að hann hefði
mest hjá örbirgum
átt i lánum
drjúgt yfir þúsund
dala virði,
(88)