Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1925, Blaðsíða 102
hnittilegum hætti og hafði gaman að glettum og
kimni, enda manna orðheppnastur. Mun og Geir
byskup iafnan hafa verið Páli hollur. Svo segja frá
samtímamenn Páls (sbr. I.bs. 175, 8vo, bls. 213—14),
að Páll hafi eitt sinn kvatt'Geir byskup á þessa:
Guð pað launi gott, er mér
gerðuð máttarlinum;
en ef hann bregzt pá eigið pér
aðganginn að hinum.
Sýnir þetta, hvert mat menn höfðu á Geiri bjTskupi;
slíkur léttahreimur í kveðskap og haglega duldar
glettur áttu vel við skap hans. Samt er petta pjóð-
saga, og er svo um fleira, sem sagt er frá Páli skálda
og gengur manna í milli, að fært hefir verið úr skorð-
um. Petta sést af pví, að í kvæðabók Páls, sem skrif-
uð er af honum sjálfum 1846, sama árið sem hann
dó, segist hann hafa orkt vísuna til Gísla kaupmanns
Simonarsonar í Hafnarfirði. Er visan þar litt frá-
brugðin (»Guð umbuni — gerðuð — ef«, JS. 249, 4to.
bls. 316). Vísan er húsgangur. — Heldur mun Geiri
byskupi pó hafa pókt Páll vanda lítið kveðskapinn
síðar; segir sagan, að hann hafi jafnvel haft það á
orði við Pál einhvern tíma, hvort hann væri nú ekki
hættur að yrkja Ijótt; hafi Páll sagt svo vera, en pó
ekki getað stillt sig um að hafa yfir stöku eina, sem
hann hafði orkt eitt sinn við slátt, er illa beit (Lbs.
175, 8vo., bls. 308). Vísan er hvorki smeilin né kimi-
leg, svo að vert sé að hafa hana eftir.
Um þessar mundir stóð sem hæst undirbúningur
Magnúsar justitiariusar Stephensens undir hina nýju
sálmabók, er út kom 1801 og notuð var siðan óbreytt
alla tíð á landi hér, til pess er ný útgáfa kom út
1871. Geir byskup Vídalín átti töluverðan pátt í pessu
verki með Magnúsi, en svo átti að heita, að Lands-
uppfræðingarfélagið gæfi út bókina. En pó að Geir
byskup væri við bókina riðinn, hamlaði pað ekki
þvi, að Páll sneiddi að bókinni. Farast honum svo
(90)