Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1925, Blaðsíða 105
orð um sálmabókina i ljóðabréfi til Vigfúsar sýslu-
manns Pórarinssonar, pví er fyrr getur:
Fátt er nú í fréttanafni að skrifa;
nýja félagið úr sér ók
einni til vor sálmabók.
Nóga sálma nýja inni heldur,
brasaða saman af bráðvitrum
bruna feikna-skáldunum.
Flestir gömlu flóttann sálraar tóku;
hingað og pangað hinir vitt
hafa skinnast upp á nýtt.
Ófrjósama yfir skilningsmóa
visdóms renna fljóti frá
fagrar kvíslir enn — ójá!
Að afla oss nautum upplýsingartöðu
lætur ekki leiöast sér
Leirárgarða-Júpíter.
Leirárgarða-Júpíter er Magnús Stephensen, en í
Leirárgörðum var sálmabókin prentuð, enda fyrrum
kölluð oft Leirgerður í skopi. Páll skáldi var ekki
einn um pað að finna að sálmabókinni; risu margir
hinna merkustu manna upp gegn henni og urðu af
svæsnar ritdeilur. Ekki var neitt eftir Pál í bókinni,
enda var hann ungur, er petta var, og aldrei hefir
nokkur sálmur hans komizt inn i islenzkar sálma-
bækur fyrr né síðar.
Eftir að Páll var orðinn stúdent, var hann i fyrstu
óráðinn í pví, hvað gera skyldi. Pó varð pað úr að
lyktum, að pví er virðist árið 1801, að hann hugði
að nema lækningar og réðst að Nesi við Seltjörn til
Jóns landlæknis Sveinssonar. Pessa getur Páll í ljóða-
bréflnu til Vigfúsar sýslumanns; kallar hann par
lyfjabúðina »plástrafjós« og landlækni »kusa« (p. e.
stytting úr physicus, en landphysicus var landlæknir
kallaður). Svo er að sjá sem síra Markús Magnússon,
stiftprófastur í Görðum á Álptanesi og jafnvel fleiri
hafi.spillt fyrir Páli við landlækni. Svo segir Páll:
(91)