Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1925, Blaðsíða 111
að Velli, eins eftir að farinn var úr Holtunum. Eitt
sinn kom hann par sem oftar og með honum dóttir
hans sú, er Eva hét, en aðrir segja, að pað hafi ver-
ið Solveig. Vildi pá síra Páll launa góðgerðirnar með
lofi nokkru og hóf svo visu:
Vænt er að koma Velli að
og vera par margar nætur.
Staldraði hann pá við. Greip pá dóttir hans fram í
og mælti: »Pér eigið ekki að hafa pað svona, heldur
á pessa leið (Lbs. 176, svo., bls. 292 o. s. frv., sbr 283).
Vænt er að piggja á Velli staf')
og vera par fáar nætur;
en penktu, maður, pað fer af,
pegar til lengdar lætur.
Féllst faðir hennar á petta, en minna hafði orðið
dálæti sýslumanns á honum eftir petta.
Sira Páli var aðstoðarprestur í Holtapingum til
1818. Pá fluttist hann til Vestmannaeyja og gerðist
aðstoðarprestur sira Bjarnhéðins Guðmundssonar í
Kirkjubæ i eyjunum, en sá, er verið hafði aðstoðar-
prestur síra Bjarnhéðins (síra Stefán Stefánsson), tók
við kapellánsstöðu sira Páls í Holtapingum. Leyfði
Geir byskup pessi skipti peirra prestanna(með bréfi 15.
júll 1818), og er svo að sjá af bréfabókum hans sem
pau hafi verið runnin af misklíð nokkurri með síra
Bjarnhéðni og hinum fyrra aðstoðarpresti hans. Síra
Páll settist að á Búastöðum í eyjunum. Síra Bjarn-
héðinn andaðist síð árs 1821. Sókti síra Páll pá um
prestakallið og tveir aðrir, og var honum veitt pað
12. maí vorið eftir samkvæmt tillögum byskups Er
svo sagt (prestasögur Lbs. 312, fol.), að umsókn síra
Páls hafi verið hnittin mjög og hafi hann tekið að
upphafi hennar frásögn pá úr Bárðarsögu Snæfellsáss
(8. kap.), er Ingjaldur komst í nauðir sínar hinar
1) Svo eftir hdr. Dr. Hallgríms SchevingsJ; annarstaðar er
pphafið sem fðður hennar.
(95)