Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1925, Blaðsíða 115
verka. Síra Páli varð það á, að hann gaf saman hjón,
Edvard verzlunarstjóra Thomsen (þann er Jónas
Hallgrímsson orkti um kvæðið »Baktriski syndarinn<>)
og Kristjönu Knudsen, árið 1832, þau er bólfestu
áttu i umdæmi Ofanleitisþrests til þjónustu allrar.
Varð af kærumál, og veikst byskup harðlega við síra
Páli og kallaði vera embættisafglöp. Lyktaði svo, að
síra Páll varð að lúka sekt, en sökum fátæktar slapp
hann með 5 dali og að skila aftur pússunartolli. Ella
sýnist hafa farið sæmilega með þeim eyjaprestunum,
síra Páli og sira Jóni Austmann. Kvæði hefir síra
Páll orkt til síra Jóns, er hann nefnir »SkriptamáI«
(Lbs. 1200,"8vo.; í Lbs. 175, 8vo., nefnt »Iðrunarkvæði«),
og er það kalalaust. í eftirmælum, er síra Páll kvað
um ættingja síra Jóns síðar, virðist sem síra Páll
hafi mætur á síra Jóni; svo segir hann t. d. i erfi-
ljóðum um Helgu, dóttur sira Jóns (Lbs. 1200, 8vo.):
Vaktu nú, viðkvæmi,
eða vaknaðu aldreil
Sjáðu hann Jón Austmann
sárt harmanda,
manninn, sem aldrei stóðst
mann að lita
huggunarlausan
í hörmum sínum.
Foreldrar sira Jóns Austmanns voru síra Jóngamli,
er kallaður var köggull og lengi var prestur að Kálfa-
felli, (Jónsson á Höfðabrekku, Runólfssonar), og Guö-
ný Jónsdóttir prófasts á Prestsbakka, Steingrímsson-
ar. Síra Jón köggull andaðist hjá syni sínum fjör-
gamall 6. mars 1839 (f. 1756). Hann hafði veriö vel
gefinn maður, merkur prestur, fróðleiksmaður nokk-
ur og listaskrifari. Að því víkur síra Páll skringilega
í eftirmælum um hann:
(3.) Fyrir altari frábærlega
frá eg hann væri raddarskær
og kennimaður alla vega
(97) 8