Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1925, Qupperneq 119
til, 2 presta til þess aö gera með sér um skilmála
slra Páls, og féll úrskurður þeirra honum í vil og
jafnvel framar en hann hafði beiðzt. En lausnin var
veitt síra Páli og skilmálarnir undirritaðir af Krieger
stiftamtmanni og Steingrími byskupi 28. febr. 1837.
Skilmálarnir voru þeir, að síra Páll skyldi ekki sök-
um fátæktar purfa að lúka nokkuru álagi við úttekt
prestsetursins, að sira Páll, kona hans ogyngstabarn
peirra fengju framvegis húsnæði í Kirkjubæ og að
síra Páll fengi í eftirlaun árlega sjöttung af tíund
Kirkjubæjarprestakalls, en aðaltekjur prestakallsins
voru tíundin.
í kirkjubókum peirra daga voru sérstakir dálkar,
er prestar færðu í vitnisburði um hegðun og pekk-
ing sóknarbarna sinna. Pað lýsir vel sira Páli, að í
kirkjubókum sínum gefur hann sjálfum sjer nálega
verstan vitnisburð allra sóknarbarnanna. Arið 1828
setur hann um sjálfan sig, í hegðunardálkinn »upp
og niður«, en í pekkingardálkinn »kann fræðin«, ár-
ið 1832 setur hann i hegðun »drykkfelldur« ogipekk-
ingu »veit veginn«; árið 1834 telur hann hegðunsína
»i meðallagi«, en í pekkingu »kann nokkuð«; árið
1835 er hegðunin »svona«, en kunnáttan söm. Pað
væri pví synd að segja, að síra Páll liafi gert of mik-
ið úr sjálfum sér. Petta er svipað pvi, að hannhafði
til að skrifa undir nafn sitt í bréfum: »Páll Jónsson
skáldi púkum jafn«. Alvöruleysi hans hefir engin
takmörk kunnað. Réttari mun vitnisburður síra Jóns
Austmanns við húsvitjun 1839; par segir hann um
hegðun sira Páls, að hann sje »góðhjartaður«, en
pekkingu hans lýsir hann ekki öðru vísi en svo, aö
hann sé »poet« (p. e. skáld). Guðrúnu, konu sira Páls,
kallar síra Jón í vitnisburðardálkum pessum »gáfaða«,
en í hegðun finnur hann henni pað til foráttu, að
hún sé »grobbin«, og er petta svo, jafnan er hann
getur hennar. Guðrún var annars merkiskona; var
hún ljósmóðir í eyjunum alla tíð, meðan hún lifði,
(99)