Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1925, Side 120
og bjó í Kirkjubæ eða var þar í húsmennsku til
dauðadags, 14. febr. 1850.
En það er að segja af síra Páli eftir þetta, að tal-
inn er hann búandi í Kirkjubæ við húsvitjun 1837,
en ckki 1838, aftur 1839, en 1840 er hann talinn burt-
vikinn úr sókninni og þá siðast nefndur íkirkjubók-
um eyjanna, en ekki nefnt, hvert hann hafi flutzt.
Pó hefir hann komið þar við og við eftir þetta, en
vafalaust lagt konu sinni og Páli syni þeirra, er enn
var ungur, mestan hlut eftirlaunanna, en dætur þeirra
voru þá allar uþþkomnar og flestargift r. Eftir þetta
verður síra Páll sá farandi þrestur, er allir kannast
við í munnmælum og þjóðsögnum. En mest munu
leiðir hans hafa legið um Suðurland. Mun hann hafa
þókt fjörgandi gestur, hvar er hann kom, og hafði
jafnan visu á reiðum höndum, enda fyndinn og
kærulaus í tali. Til marks um það erþessisaga. Eitt
sinn fylgdi maður honum kringum Gilsfjörð. Bar þá
margt á góraa. Meðal annars sagðist síra Páll um
samfelld 6 ár í prestskap sinum liafa predikað bók-
arlaust. Hinn undraði það, en síra Páll svaraði:
»Hvaða a . . . . prestur mætti það vera, sem ekki
gæti gert eina h . . . predikun bókarlaust« (Lbs. 312,
fol). Mjög var til hans leitað um erfiljóð og brúð-
kaupsvísur, ljóðabrjef og þess háttar. Hefir síra
Páli verið manna Ijettast um að yrkja, en heldur
eru yrkisefnin léleg oftast, þótt hin kímilegustu hafi
varðveitzt með alþýðu. Svo er að sjá sem síra Páll
hafi gerzt þunglyndur á efri árum sínum og talið
léttúð sína mundu jafnvel koma sér i koll eftir dauð-
ann; má sjá það af visum hans sumum; þessi erein,
svo til komin:
Guði hjá eg mínum má
mæðu tjá af högum;
neiti hann þá um sína ásjá,
svo er eg frá með lögum (ehdr. Páls, JS.
249, 4to., bls. 267).
(100)