Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1925, Qupperneq 123
aði hann. »Heldur lélega; eg geri allt, sem í mínu
valdi stendur, til að losna, en pað er vist plága, sem
eg verð að þola til dauðadags — og þó tekur út yfir
á nóttinni; þá hefi eg engan frið.«
Bóndi einn, sem blótaði mikið, lýsti sóknarpresti
sinum með þessum orðum: »Hann síra Jón — ja,
hann er mikill andskotans maður í stólnum, en fyrir
altari nær honum ekki djöfullinn sjálfur.« Petta átti
að tákna það, að presturinn væri að vísu góður ræðu-
maður, en allra raanna mestur snillingur í að tóna.
North lávarður var nafnkunnur fyrir svör sín, stutt
og neyðarleg. Einu sinni, er hann gekk út úr enska
þinginu (parliamentinu), mætti hann einum vina sinna,
sem sagði: »Vitið þér, lávarður, að laglega veitinga-
stúlkan yfir á horninu er lögzt á sæng?« »Hvað varð-
ar mig um það?« svaraði lávarður, stuttur í spuna
að vanda. »Ekki svo lítið,« svaraði hinn, »því að yður
er eignað faðernið.« »Hvað varðar yður um það?
svaraði lávarður og gekk leiðar sinnar.
í sveitakirkju einn kaþólskri suður í löndum var
eitt sinn sett upp nýtt líkneski úr tré af dýrlingi ein-
um, en hið gamla, er fyrir var, látið út i horn í
kírkjugarðinum. Einn bændanna læddist ætíð þang-
að til þess að gera bæn sína. Nágrannar hans sáu
það og spurðu, hvers vegna hann gerði ekki bænir
sínar fyrir nýja likneskinu. Hann svaraði »Eg hefi
enga trú á því; eg hefi þekkt það, meðan það var
linditré.«
Stríðsgróðamaður hafði keypt sér barónstitil og
jafnframt herragarð stóran. Par lét hann gera graf-
reit, mjög skrautlegan. Pegar grafreiturinn var full-
gerður, sagði hann við sonu sína: »Nú er grafreit-
urinn okkar til taks, og eg vona, að við fáum allir
(103)