Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1925, Side 126
Maður var spurður, hver munur væri á skottulækni
og lækni; hann svaraði: »Skottulæknar drepa, en
ondir læknishendi deyja menn.«
Víða um lönd var það siður og er sumstaðar enn,
að sérstakir menn voru látnir skoða allar bækur,
sem út komu, til þess að rannsaka, hvort í væri
nokkuð, sem skaðlegt væri trúarbrögðunum; ef svo
reyndist, var bannað að selja. Einn slíkra embættis-
raanna hafði eitt sinn bannfært á þenna hátt kenslu-
bók um þríhyrninga. Bóksalinn kom þá til hans og
spurði, hverju þetta gegndi. »Allar rannsóknir um
þrenninguna eru forboðnar í eitt skipti fyrir öll,«
svaraði hinn.
Maður nokkur var á gangi á götu úti í borg einni.
Vissi hann þá ekki fyrr af en yfir hann kom út um
glugga i húsi, er hann gekk fram hjá, gusa af sjóðanda
vatni, svo að hann skaðbrenndist. Hann skreiddist með
naumindum heim til sin og sagði, hvað fyrir sig hefði
komið. »En hvað gerðirðu við þessar skepnur?« var
hann spurður. »Egþakkaði þeim,« svaraði hann. »í*akk-
aðir þeim!« var svarið. »Já eg þakkaði þeim fyrir það
að hafa ekki fleygt i mig pottinum lika; ef eg hefði
fengið hann i höfuðið, þá væri eg nú dauður.«
Greifinn af Grammont varð eitt sinn fárveikur og
lét þá tilleiðast að senda eftir skriptaföður handa sér.
Hann var þá spurður, hver væri skriptafaðir hans,
og nefndi hann þá Franziscusmunk einn, er hét sira
Zakarías. Pjónn var í snatri sendur eftir munkinum;
en er hann kom aftur, sagði hann sínar farir ekki
sléttar: »Eg gat ekki fundið skriptaföðurinn, því að
hann er dauður fyrir átta árum.«
Karli einum hætti tíl þess að vera nokkuö úti á
þekju stundum. Einu sinni fekk hann sér vagn, sett-
(106)