Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.2004, Qupperneq 7

Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.2004, Qupperneq 7
Varúð! Fyrsta upplag búið Sigurganga hljómsveitarinnar hjálma er mikil. Allt frá því Hljóö- lega af staö kom út hefur vegur þeirra vaxið. Ekki drógu dúndur- dómar tónlistargagnrýnenda úr því. Þetta orsakaði það að í síð- ustu viku kláraðist fyrsta þúsund eintaka upplag plötunnar. Örfá eintök eru eftir í - plötubúðunum en næsta upplag er á leiðinni. Tónleikahald hjálma var mikið nú á haustdögum en törninni lauk með velheppnuðum tónleikum á Airwaves. „Pásan verður vonandi okki of löng, ehem,“ segir Sigurð- ur Halldór Guðmundsson hljóm- borðsleikari og beinir þar orðum sínum til Þorsteins Einarssonar söngvara. Hann og Petter Winn- berg bassaleikari fóru nefnilega heim til Svíþjóðar á dögunum til að sinna sínum málum og skildu hina eftir. En þeir koma voriandi aftur til landsins fyrir jól til að halda nokkra tónleika. Annars er það af sveitinni að frétta að þessa dagana er í vinnslu myndband við lagið Borgin. í því ku íslenskur reggíbóndi halda uppi þjóðlegum anda hjálmanna, auk reggíuppvakninga og alheims- þorpi. Einnig er á teikniborðinu plata með endurhljóðblöndunum af Hljóðlega af staö, þar sem Gus Gussar hyggjast gera húsútgáfu af Varúö. Hjálmarnir koma vonandi saman fyrir jól til að halda fleiri tónleika. TMýjar r>örur! ° Kringlunni plötudómur ■ The Killers Hot Fuss Island/Skífan ★ ★*, r Bara það að hljómsveitin The Killers kemur frá Las Vegas gefur það til kynna að hún er ekki alveg eins og aörar rokksveitir. Það staö- festist fijótt þegar hlustað er á þessa fýrstu þlötu þeirra. Augljóslega má flokka Killers með nýjum böndum á borö við The Rapture, Interpol og The Strokes en hljómur þeirra er samt talsvert frábrugöinn. Ástæðan fyrir þvi er að ótrúlega mikil 80's áhrif læðast inn í mörg lögin. Hljómborð, trommusánd og effektar á raddir sýna það svo ekki verður um villst. Mörg laganna eru vel heþþnuð; smáskífulögin Mr. Brightside og Somebody Told Me og On Top þar best, en þaö er eins og sveitin hafi verið að flýta sér fullmikiö við að klára þlöt- una. Fyrri hlutinn er góöur en sum seinustu lögin eru virkilega slök. Höskuldur Daðl Magnússon plötudómur Hot Chip Coming On Strong Moshi Moshi/ 12 tónar ★ ★★★fÁ , Tónleikar bresku hljómsveitarinnar Hot Chip á NASA voru einn af hápunktum Airwaves 2004. Coming On Strong, sem kom út fýrr á árinu, er fyrsta stóra platan með hljómsveit- inni. Hún lætur frekar lítið yfir sér við fyrstu hlustun - hljómar eins og hver önnur afslöpp- uð poppplata með grúví undirtóni. Þegar maö- ur hlustar betur kemur snilldin hins vegar í Ijós. Platan er yfirfull af frábærum smáatriðum - ef það eru ekki skritnar bakraddir þá er það sýrt syntasóló eða töff taktur. Platan nær smám saman tökum á manni og þegar maður er búinn aö hlusta á hana nokkrum sinnum á góðum styrk er hver einasti vöðvi f skrokknum farinn að grúva með. Ein af bestu þlötum ársins. Traustl Júlíusson plötudómur tiabH The Detroit Cobras Baby Rough Trade/ Smekkleysa The Detroit Cobras var stofnuð af Steve nokkrum Shaw áriö 1995 í Detroit. Hann hafði kynnst Alex Chilton fyrrverandi söngvara Big Star og smitast af áhuga hans fyrir 50’s rokki, rokkabillý og gospeli. Steve, sem spilar á gít- ar, fékk Maribel Restrebo gítarieikara, Jeff Meyer bassaleikara, Damien Lang trommuleik- ara og Rachel Nagy söngkonu til liös við sig og svo var farið að rokka. Fyrstu plötur sveitar- innar, Mink, Rat or Rabbit og Love, Life & Leaving komu út hjá White Stripes-merkinu Sympathy for the Record Industry, en síðan gerði sveitin samning við Rough Trade. Baby er engin bylting, en skemmtileg retró-rokkplata sem aðdáendur White Stripes og Cramps ættu að tékka á. Traustl Júliusson KOMDU VIÐ A ITOLSKUM DOGUM í TM-HLJSGÖGNUM TM - HUSGOGN SlðomOkj 30 - Slmi 568 6022 ■ intyrl iikumt QPIÐ: Mónud- föstud. 10-18 Laugard. II 16 Sunnud. 13-16

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.