Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.2004, Side 13
r
böndin
Sinfó poppar
sig upp
Þaö er oröin vel
þekkt formúla að
þekktar Islenskar
popphljómsveitir
rugli saman reit-
um með Sinfón-
íuhljómsveitinni.
Todmobile, Sál-
in, Botnleðja og
Quarashi gerðu
Jþað og nú er
komið að Ný
danskri.
Fengnir voru þeir
Samúel Jón Samúelsson í Jagúar og Kjartan
Valdimarsson píanóleikari til að útsetja
helstu lög Ný danskrar fýrir hljómsveitina. Af-
raksturinn hljómaði fyrst fýrir áhorfendum í
gærkvöldi og gerir það aftur í kvöld og á
morgun. Hér er þó ekki um heilt Sinfó-
prógram með Ný danskri að ræða. Einnig
spilar sveitin klassfk, Bolero eftir Ravel og
tvö verk eftir Katsatúrjans. Eftir hlé stíga þeir
Jón Ólafsson, Stefán Hjörleifsson, Björn Jör-
undur Friðbjörnsson og Ólafur á sviðið og
spila blöndu af smellunum sínum og nýrri
lögum. Hljómsveitarstjóri er Bernharður Wilk-
inson. Tónleikarnir hefjast klukkan 19.30
bæði kvöldin.
meonmir Ny danskrar
hafa nú aöeins full-
orönast síöan þessi
mynd var tekin.
■sslt
,Jah, sumir vilja meina að ég sé Maus-fan
númer eitt. Ég verð i fremstu röð. Missi ekki
af svona stórviðburði," segir tónlistarmaður-
inn Trausti Laufdal Aðalsteinsson. Það er há-
tíð hjá honum því í kvöld halda Mausararn-
ir útgáfutónleika í Austurbæ. Þar verða án
efa allir hörðustu aðdáendurnir, enda fagna
þeir hinni glæsilegu útgáfu Maus á dögun-
um, tónlyst 1994-2004 og lystaukar 1993-2004.
„Maus er bara langbesta hljómsveit ís-
landssögunnar. Eða ... allavega á topp tveir
listanum með Trúbroti. En Maus er ekki
hætt þannig að maður veit aldrei," segir
Trausti. Hann hefur fylgt hljómsveitinni
hvert fótmál í fjölda ára, heyrði fyrst i þeim
þegar Ghostsongs kom út en varð forfallinn
aðdáandi með Lof mér aðfalla ... „Ég hef far-
ið á kannski fimmtíu, sextíu tónleika með
Maus. Meira að segja þrjá á einum degi. Þá
nennti ég að elta þá hvert fótspor. Fylgdist
vel með og mætti alltaf á svæðið. Síðan
kynntist ég Bigga söngvara og byrjaði að
hjálpa þeim við að róta. Það var mjög kúl að
róta með uppáhaldshljómsveitinni. Lærði
ekkert smá af því.“
Trausti er söngvari hljðmsveitarinnar
Lokbrár. Biggi hefur hjálpað henni við upp-
tökur en auk þess neitar Trausti því ekki að
Maus sé áhrifavaldur. „Næsta lag sem við
sendum frá okkur er t.d. Mauslegt. Það heit-
ir Stop the Music.“
í gegnum tíðina hefur Trausti sankað að sér
alls kyns dóti tengdu Maus. í safni hans má
fmna plaköt, boli og plötur. Hann er einnig
með Maus-merkið tattúverað á úlnliðinn, fór
með Bigga og Danna á tattústofu þegar merk-
ið fæddist með Musick. Stoltastur er hann þó
af demóteipunum sínum - af öllum plötunum.
„Fullt sem þeir eiga ekki af því að ég er með
það. Besta er þó af Musick, sungið á íslensku.
Það er jafngóð, ef ekki stundum betri útgáfa.“
Trausti fagnar, eins og gefur að skiija, út-
gáfu tvöföldu Maus-plötunnar á dögunum.
Þar er bæði að finna 17 af bestu lögum sveit-
arinnar, auk endurvinnsla, tónleika- og
demóupptaka. „Þeir spurðu mig auðvitað
hvaða lög ættu að vera á plötunni og ég ráð-
lagði þeim eftir bestu getu. Er mjög sáttur
með útkomuna. Þeir eiga efni í aðra slíka
útgáfu að mínu mati.“
Þegar Trausti er inntur eftir eftir því
besta á ferli Maus er hann ekki lengi að
svara: „Musick er besta platan, Dramafíkill
er besta lagið, Kerfisbundin þrá er besta
myndbandið og bestu textana er að finna í
Kerfisbundinni þrá, Manninum með járn-
röddina og Djúpnœturgöngunni."
Plötubúð Smekkleysu er
staðsett á miðjum Lauga-
veginum, nánar tiltekið í
Kjörgarði lýrir neðan Bón-
us. Þar er ekki bara hægt
að kaupa sér plötur og
geisladiska því iíka er
hægt að virða fýrir sér
sýninguna Lobster or
Fame þar sem gefur að
líta alls kyns hluti úr
sögu Smekkleysuútgáf-
unnar og hljómsveita
tengdum henni. Seinnipartinn I dag verður svo
lifandl tónlist í búðinni, Dj Galdur veröur á
bak við plötuspilarana og þá ætlar hin sér-
stæða hljómsveit Retron einnig að troða upp
en hún spilar einhvers konar Súper-Maríó-
rokk. Þetta mun allt hefjast kl. 17 en á morg-
un munu hljómsveitirnar Ske og Jan Mayen
troða upp í versluninni upp úr kl. 15. Sveitirn-
ar voru báðar að senda frá sér plötur á vegum
Smekkleysu og verða þær að sjálfsögðu seld-
ar á staðnum á aðeins betra verði en vant er.
Lifandi tónlist
í Smekkleysu-
búðinni r-----
V
Styttist í
Þegar er farið að auglýsa næstu Hróarskeldu-
hátíð sem mun fara fram um mánaðamótin
júní/júlí næsta sumar. Miðasala fer af stað
1. desember og á saman tíma verða fyrstu
hljómsveitirnar sem þar munu leika kynntar til
sögunnar. Hér á landi er hægt aö nálgast
miða í gegnum Stúdentaferðir og á vefnum
exit.is en þeir kosta um 10 þúsund kall en
það fer allt eftir því hversu lengi menn ætla
að vera á hátíðinni. Hægt er að fylgiast nánar
með framvindu mála á slóðinni roskilde-festi-
val.is auk þess sem þar verða gefnar ferðir á
hátíðina og fleira sniðugt.
www.glaumbanis
www.glaumbar.is