Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.2004, Qupperneq 18
ía
lífiö eftir
v 1 n n u
5. nóvember 2004
Súrrealískt tímabil
kveikti pönk
„Þetta er búin að vera fríkuð
vika,“ segir Þorkell Harðarson
kvikmyndagerðarmaður. Hann
sat sveittur við tölvuna sína að
leggja lokahönd á heimildar-
myndina Pönkiö og Frœbbblarn-
ir, sem var frumsýnd í Regnbog-
anum í gær.
Fræbbblarnir eru rauður þráð-
ur í gegnum myndina, sem er
ætlað að varpa ljósi á upprisu
pönksins í kringum 1980.
„Fræbbblarnir eiga þennan sess
skilinn, var fyrsta pönkbandið og
er ennþá að spila. Við reynum að
varpa ljósi á það sem gerðist, af
hverju pönkið kom. Það var ótrú-
lega lítið að gera á þessum tíma.
Enginn bjór, ekkert sjónvarp á
fimmtudögum, ekkert net og eng-
in Playstation. Sambandið seldi
rollur til Tékklands og fékk
hundrað þúsund pör af gúmmí-
skóm í staðinn. Þetta var súrreal-
iskt tímabil. Þar af leiðandi er
þetta fyndin mynd.“
í myndinni er að finna óbirt
efni sem var tekið upp fyrir
Rokk í Reykjavík og tökur af
Fræbbblunum í Félagsheimili
Kópavogs frá 1978. „Þetta voru
fyrstu pönktónleikarnir á ís-
landi. Teknir upp á átta milli-
metra filmu. Við erum einnig
með myndskeið úr Okkar á milli
eftir Hrafn Gunnlaugs. Hann
notaði þessar hljómsveitir, enda
pönkari i sér.“
Þorkell og félagi hans, Örn
Marínó Arnarsson, kalla sig
Markel. Þeir gerðu myndina
Ham: Lifandi dauöir, ásamt
Þorgeiri Guðmundssyni. Þessa
dagana eru þeir tilnefndir til
Eddu-verðlauna fyrir stuttmynd-
ina Vín hússins. í fyrra fékk
mynd þeirra, Fullt hús, einnig
tilnefningu.
Pönkiö og Frœbbblarnir er 85
mínútna löng og verður sýnd
„eins lengi og fólk nennir að
mæta á hana“.
Kringlan
.
l\IYfí 06 BETfíl
Leikhúsin
föstudagur
Besta sýning ársins á
Grímunni, Þetta er allt að
koma, á stóra sviði Þjóðleik-
hússins. Sprenghlægileg Ólaf-
ía Hrönn leiðir frábæran leikara-
hóp í magnaöri sviösmynd.
Böndin á mllll okkar á Litla Sviði Þjóðleik-
hússins. Rúnar Freyr og Sölveig Arnars i
taugastríói í leikstjórn Hilmis Snæs.
Hérl Hérason á stóra sviði
Borgarleikhússins. Bergur
Þór er Héri. Stefáni Jóns-
synl leikstjóra þykir takast
' vel upp, höfundlnum Serreau
þótti þetta að minnsta kosti
ágætt um síðustu helgi.
Eggert Þorlelfs leikur arkítekt sem hrifst af
Geitinnl í Borgarleikhúsinu.
Hin metnaðarfulla Úlfhams saga sýnd i Hafn-
arfjarðarleikhúsinu. María Ellingsen horfir
ánægð á sköpunarverkið.
Svlk sýnt á Akureyri. Fellx Bergsson og Ingv-
ar E. leika undir handleiðslu Eddu Heiðrúnar.
Steinn Ármann og Helga Braga áttu bæði
fertugsafmæli í vikunni. Extra-skemmtilegur
Vodkakúr á Sjallanum á Akureyri í kvöld.
laugardagur
Þeir sem ekki hafa séð Bryn-
hlldl Guöjóns brillera i hlut-
verki Edlth Plaf ættu að
hugsa sinn gang. Uppselt.
Chlcago á stóra sviði Borgarleikhússins.
Utla stúlkan meö eldspýturnar þykir vel
heppnuð sýning. Hún er sýnd klukkan 14 í
íslensku óperunni.
Á Broadway er gamansýningin Allra meina
þjónn þar sem leikararnir þjóna til
borös.
, 1 lönó leika Hjálmar Hjálm-
I ars, Elma Usa og hinir í
’ Sokkabandinu í Faölr vor.
Uppselt á Hárlö i Austurbæ.
Enda fækka hinir fjölmörgu og föngulegu
leikarar sýningarinnar fötum.
Úlfhams saga í Hafnarfjarðarleikhúsinu.
Vodkakúrlnn á Sjallanum á Akureyri.
sunnudagur
Fullt af leikritúm til að fara meö börnln á.
Dýrin i Þjóðleikhúsinu, Una í Borgarleikhús-
inu, Hinn útvaldi i Loftkastaianum og Utla
stúlkan meö eldspýturnar í islensku óper-
unni. Allt klukkan 14.
Noröur eftir Hrafnhildi Hagalin og leik-
stjórinn Viöar Eggertsson fengu
ekki góöa dóma í síðustu viku.
Meiri ástæöa fýrir leikara
Þjóðleikhússins til að gefa
kraft í sýninguna.
Aftur uppselt á Háriö í Austurbæ.
íslenski dansflokkurinn sýnir
hiö magnaða verk Screensa-
ver i Borgarleikhúsinu.
Eggert Þorleifs fer á kostum
sem gömul kona í Belgísku
Kongó í Borgarleikhúsinu.
Tvö leikrit fyrir noröan. Svlk hjá Leikfélaginu
og Vodkakúrinn á Sjallanum.
r r
FRIPOSTU R A VISI
NÚ HEFUR ÞÚ AÐGANG AÐ EIGIN DAGBÚK 00 FJÖLDA ANNARA
MÖGULEIKA HVENÆR SEM ÞÉR HENTAR MEfl FRÍPÓSTIÁ VISIR.IS
>
n ■ n ■B ■
fn ■ ■
vlsir
ÆMT!