Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.2004, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.2004, Blaðsíða 32
32 LAUGARDAGUR 20. NÓVEMBER 2004 LAUGARDAGUR 20. NÓVEMBER 2004 33 Helgarblað W DV Helgarblað Islendingar eru jafnan uppteknir af frægðinni og stundum er sagt að hver sem er geti orðið frægur hér á landi. Þó að sannleikskorn kunni að leynast í því er það aftur á móti staðreynd að það getur ekki hver sem er orðið FRÆGUR, hvað þá náð langt í útlöndum. En hver er mæli- kvarðinn á frægðina? Er hægt að finna einhvern óháðan sem getur ákvarðað hver er frægasti íslendingurinn? DV leitaði til saklausasta og ómengaðasta hóps álitsgjafa landsins - grunn- skólakrakka. Fjórir mismunandi bekkir í íjórum skólum á höfuð- borgarsvæðinu fengu þetta verðuga verkefni i vikunni og hér eru niðurstöðurnar. Birgitta Haukdal Frægð Birgittu var hreint ótrúleg á íslenskan mælikvarða fyrir um það bil ári. Hún var í vinsælustu hljómsveit landsins, lék í vinsælasta söngleiknum og kom fram í fjölda auglýsinga svo fátt eittsé nefnt. Síðastu mánuði hefur aðeins minna farið fyrir stúlkunni en það ætti þó að breytast fyrir jólin þegar hún gefur út barnaplötu og dúkka hennar ferlsölu. Þarmeð herjar Birgitta beint inn á helsta markað sinn sem eru ungar stúlkur. Það er líka ekkert skrýtið að ungar stúlk- ur elski hana og dái; Birgitta er eitthvaö svo lítil, sæt og saklaus. Svo ekki sé minnst á hvað hún er nú indæl. í viðtölum hefur Birgitta jafnan gert litið úr ágangi aödáenda sinna en vitaö er að hann er þónokkur. Þannig skiptir Birgitta jafnan reglulega um slmanúmer og lögheimili hennar er hjá foreldrunum á Húsavík svo eitthvert hlýtur ónæðið að vera. Birgitta er ekki nema 25 ára og mun efað líkum lætur halda stórstjörnustatus sínum um mörg ókomin ár. Eiður Smári Guðjohnsen Besti knattspyrnumaður okkar Islendinga fyrr og síðar trónir örugg- lega efst á listanum yfir frægustu Islendingana! dag. Okkar maður hefur náð ótrúlega langt í íþrótt sinni og gæti enn náð lengra. Fregnir herma að Eiður sé meö um 30 milljónir króna ámánuöií laun og þaö eitt sýnir hversu mikils hann er metinn hjá Chelsea. Demantseyrnalokkurinn sem hann skartar á myndinni ergott dæmi um velmegun þá sem hann nýtur. Ekki þarfað fjölyrða um að hann er mörgum klössum fyrir ofan aðra landsliðsmenn Islands í getu. Þegar Eiður fær frí frá knattspyrnunni nýtur hann Ijúfa llfsins í London eða skýst I heimsókn heim til tslands. Þá er ekki óalgengt að hann eyði tíma með besta vini sínum, Sveppa á Popptivi. ístuttu máli sagt er strákurinn úr Breiðholtinu stórstjarna á sínu sviöi og það ferekki framhjá ungviöinu á Islandi. Björk Guðmundsdóttir Það eru komin tiu ár frá því Björk okkar Guðmundsdóttir hófsóló- feril sinn eftir aö hafa gert þaö gott með Sykurmolunum. Á þessum tíu árum hefur Björk sent frá sér fjölda vinsælla hljómplatna sem hafa náö að heilla heimsbyggðina alla, þó að Björk hafí markvisst unnið að þvi að vera eins tilraunakennd og hún framast geturí tón- list sinni. Björk hefur fengið að kynnast verri hliðum frægöarinnar því nokkrir geðsjúklingar hafa setið um hana oghúná stundum óttast um lífsitt. Söngkonan fræga reynirhvað hún getur að forðast sviðsljósið, alla vega úti í löndum; Reykvikingar geta enn hitt á hana ÍVesturbæjarlauginni eða Melabúðinni. Ólafur Ragnar Grímsson Forseti vorbreytti ímynd embættisins nokkuð þegarhann varð for- seti árið 1996. Við fráfall fyrri eiginkonu hans var fjölmiðlaumfjöllun önnur og meiri en áður hafði þekkstog í kjölfarið tóku dætur hans við auknu hlutverki við embættisstörf hans. Varjafnan talað um „konungsfjölskylduna“ á Bessastöðum. Eftir að Dorrit Moussaieff kom inn í lífforsetans hafa vinsældir hans aukist mikið, ekki það að forsetinn hafi verið óvinsæll. Glæsileiki Dorritar hefur einfaldlega lyft embættinu á nýttplan og eftirmenn Ólafs munu eiga ierfiðleik- um meö að fylgja honum eftir. Sveppi á Popptíví Sveppi hlýtureiginlega að vera óánægður með það að rétt sleppa inn á topp tíu. Nóg hefur verið rætt og ritað um það hvað allir krakkar glápi á 70 mínútur og þeir félagar hljóta að vera búnir að fara í næstum alla skóla og félagsmiðstöðvar og bjóða krökkunum að smakka ógeðisdrykki. Með þessu virðist frægð þeirra og vinsældir eitthvað ofmetnar. Eða kannski er þaö bara vitleysa því enn er erfítt fyrir Sveppa og félaga að sinna vinnu sinni án þessa aö krakkaskari hópist að. Hann og hans félagar hafa þó aldrei kvartað og njóta frægðarinnar greinilega. Magnús Scheving Bæjarstjórinn I Latabæ haföi fyrir löngu skapað sér nafn sem íþróttafrömuður og altmúllgmaður. Uppgötvun hans á fyrirbærinu Latabæ hefur hins vegar breytt lífí hans. Fullyröa máað Magnús þurfi ekki að hafa áhyggjur af peningum í framtlðinni; slíkar eru vinsældir Latabæjar. Þessa dagana erhann að leggja undirsig Bandaríkin og húsmæður þar í landi halda vart vatniyfir þvíhversu glæsilegur íþróttaálfurinn er. Þetta getur varla verið betra fyrirMagga. Krummi í Mínus Rokkið lifir, það er augljóst á vinsældum Krumma. Tónlist Mínuss verður seint talin mikið vinsætdapopp, þó að síð- asta plata hafí höfðað til margra, og sýnir það vel hversu flottur gæi Krummi þykir. Það gæti líka haft nokkuð með þetta að gera að Mínus gerir alltaf vel viö ungviðið og heldur tónleika sem allir komast inn á. Krummi nær þó ekki þeim vinsældum sem Bó faðir hans hafði á svipuðum aldri. Kannski eru tattúin ekki eins flott og brotin tönn? Quarashi Strákarnir í Quarashi eru greinilega vinsælasta hljóm- sveitin hjá krökkunum ídag. Þeir hafa enda spilað vel úr sínum málum - sent frá sér hvern smellinn á fætur öðrum og láta flott og skemmtileg myndbönd fylgja með, nokk- uð sem myndbandakynslóðin kann vel að meta. Jóhannes í Bónus Vægast sagt undarlegasta nafnið á þessum lista, en krakkarnir fylgjast augljóslega með fréttum. Jóhannes Jónsson í Bónus hefur lítið látið fyrir sér fara síðustu árin en gleymist greinilega ekki. Davíð Oddsson Efþessi könnun hefði verið gerð fyrirhálfu ári hefði Davíð að líkindum verið ofar á listanum. Hann má líklega bara vera ánægður með þessa niðurstöðu. Sérstaklega í Ijósi þess að Halldór Ásgrimsson varekki nefndureinu sinni! 9 Geiri á Maxim's Auðunn Blöndal Jón Ásgeir Jóhannesson Ingvar E. Sigurðsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.