Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.2004, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.2004, Blaðsíða 18
18 LAUGARDAGUR 20. NOVEMBER 2004 Helgarblað DV „Flestir mínir örlagastaðir tengjast náttúrunni, þessi gerir það líka þótt hann sé á höfuðborgarsvæðinu. Þessi er vestur á Seltjarnarnesi, ljóskastara- húsið. Steyptir veggir byggingar sem Bretar reistu í síðari heimsstyrjöldinni UJJM.U.tmuiU,l Sf breski herinn hefur sjálfsagt notað það til að skima eftir óvinum á sundunum. Þessi manngerða, grafíska og flotta bygging stendur þarna innan um náttúrulegt fjörugrjótið. Ég bjó lengi í Danmörku og fannst töluvert erfitt að flytja aftur heim fyrir nokkrum árum. Einn vindasaman dag í október var ég við það að guggna. Ég gekk þá vestur á Nes, nam staðar við þetta hús og fannst því líða eins og mér. En það tók örlögum sínum, veðrinu og hafinu, og bauð þeim eig- inlega byrginn. Ég ákvað að gera eins og hér er ég enn.“ Guja Dögg Hauksdóttir arkitekt. DV-MYND F..OL Gjafir handa sonum og dætrum lífsins „Ég vaknaði klukkan fimm á miðvikudagsmorgni og í tvo tíma fór ég yfir nótur mínar og athuga- semdir. Undanfarnar vikur hafa verið ansi strembnar og mér vinn mjög vel svona snemma á morgn- ana þegar allt er rólegt og hljótt. Svo lagði ég mig aftur og vaknaði með syni mínum klukkan hálf tíu, en það hefur ekki gerst lengi. Þegar ég var búin að fá mér morgun- hressinguna skundaði ég í bæinn að útvega veigar fyrir fólkið mitt í sýningunni og gjafir handa krökk- unum fimm sem taka þátt í henni. Ég keypti Spámanninn eftir Khalil Gibran handa þeim, því þau eru synir og dætur lífsins, ef ekki brúin \ tilguðs. Ég var komin niður í Þjóðleik- hús um ellefu og þá tók við ýmis konar tæknivinna með ljósamönn- um og fleirum, við gengum frá öll- um lausum endum áður en lokaæf- ingin hófst klukkan tvö. Hún gekk ljómandi vel og að henni lokinni ræddum við máfin, gengum endan- lega frá öllu. Ég var komin heim upp úr fimm og væn stúlka á heimiiinu kveikti á kertum og lét renna í bað fýrir mig, útbjó dekurstund fyrir mömmu sína. Þá náði ég að slaka vel á áður en ég rauk aftur af stað niður í leikhús. Svona vinna er eins og að vera á rússíbanaferðalagi, en eftir lokaæf- inguna sá ég að ég þurfti ekki að hafa áhyggjur. Rússíbaninn var á réttri braut svo ég var full tilhlökkunar og spennu. Sýningin tókst mjög vel, verkin tvö eru nokkuð ólík, reyndar svo ólflc að ég er hissa á því sjálf. Bæði eru dansverk með texta en annað er eigin- lega farsi, töluvert ólflct því sem ég hef áður gert. Að sýningu lokinni buðu Svölu - og Þjóðleikhúsið upp á veitingar baksviðs en þaðan fór ég með leik- myndahönnuði mínum, Rebekku Ingimundardóttur, á kaffihús þar sem við krúnkuðum aðeins um næsta verkefni. Ég kom heim um eitdeytið og sofnaði ákaflega sæl og ánægð með góðan dag.“ Auður Bjarnadóttir, danshöfundur og leikstjórí lýsir frumsýningardegi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.