Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.2004, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.2004, Blaðsíða 6
6 LAUGARDAGUR 20. NÓVEMBER 2004 Helgarblaö DV Fallegt gólf er prýði heimilisms Porkcfslipun Lok k un Oliuburður B<«;sun Ðonhrcin^un oq bonun Vióhnld f/rir honuða duko ■ , VT ’jAA Attia, . 2A • 701 H.tlonij : trifo «yolfth|bnw'.lun.U Sögulegar sættír Bós og pressunnar „Þá sjaldan sem maður lyftir sér upp,“ segir sjálfur Bó Hall, eða Björg- vin Halldórsson stórsöngvari, sem nú er á fleygiferð með hljómsveitina sína frábæru, Brimkló. Þessir „köntrí-bolt- ar“ munu koma fram á Players í Kópavogi í kvöld og víst er að þar verður stemmning. Eða eins og segir í tilkynningu frá hljómsveitinni: „Að- dáendur Brimklóar eru á einu máli um að skemmtilegast sé að skemmta sér á dansleik með hljómsveitinni Brimkló. Nýjasta hljómplata liljóm- sveitarinnar „Smásögur" er nýkomin út og hefur fengið frábærar móttökur hjá landsmönnum sem og ljósvaka- miðlum ölium." Það var nefnilega það oghárrétt. Hins vegar vekur sérstaka athygli að Björgvin, sem auk þess að vera söngvari hljómsveitarinnar hefur tekið að sér að reka apparatið, hef- ur verið duglegur við að vekja at- hygli á og sendíi á ýmsa pósta gagn- rýni Arnars Eggerts Thoroddsens á Mogganum á nýja plötu Brimklóar. Skemmst er frá því að segja að Arn- ar Eggert gefur plötunni fullt hús og segir: „En hvernig er platan svo? Hún er einfaldlega skotheld. (...] Björg- vin, þessi magnaði „karakter", held- ur þessu svo öllu saman með inn- blásnum söng og auðheyranlegt að hann er með hjartað í þessu. Setn- ingin „þeír hafa aldrei verið betri" á sjaldan við, er iðulega notuð til að lýsa upplognum mikilfengleik út- brunninnar sveitar. En hér hljómar hún kórrétt. Þessi plata ber aukin- heldur með sér „skáldlegt réttlæti". Brimkló hlýtur hér uppreisn æru og sagnffæðileg endurskoðun er í raun nauðsynleg. Eða eins og segir í „Dansinum": „...Brimkló upp’á sviði er í góðum gír, svo gefðu séns, einntveirog þrír".“ Þama kemur Amar Eggert reyndar óbeint inn á stormasama sambúð gagnrýnenda/blaða- manna og Björgvins sem ekki hefur ætíð notið sannmælis. En nú er öld- in önnur. „Málið er að Brimkló hef- ur ekki verið í uppáhaldi hjá hinum ýmsu pennum landsins. Þess vegna kemur þetta skemmtilega á óvart hjá meðlimum Brimklóar," segir Bó. Og: „Svo verður maður bara að vera fyrir ofan „ noice level" í allri þessari áreitni." jakob&dv.is coKum o mon opum OLLC 03 íoo monn$ Bó ÞaÖ er afsem áöur var og viröast hafa tekist fullar sdettir með gagnrýnend um og blaðamönnum þeim sem þykjast framsæknir og Bó og Brimklóar. Konungur ítalska dægurlagasöngsins, sjálfur Pino Marcucci, er væntanlegur til landsins. Óttar Felix Hauksson og fleiri unnend- ur ítalskrar tónlistar kunna sér ekki læti. Félagamir Pino, Óttar og Robertino Það fór vel á með þessum þremur hjarta- knusurum þegar þeir hittust í sumar. Þá varOttar að afhenda Robertino gullplötu enÞað ereinungis vegna kunningsskap- ar Robertinos og Pinos að það tekst að fá mann afhans„kaliberi' hingað tillands Sjálfur Pino Marcucci er vænt- anlegur til landsins. Hvaða Pino? Það má alveg bóka að nafnið hljóm- ar kunnuglega í eyrum þeirra sem eitthvað hafa beint sjónum sínum að ítahu. Pino er nefnilega kallaður konungur ítalska dægurlagasöngs- ins hvorki meira né minna og tók við þeirri nafnbót þegar Nino Rota, sá hinn sami og samdi hið ódauð- lega stef í Godfather-trílógíuna, féll frá. Ástæða hingaðkomu Pino Mar- cucci eru tónleikar Robertinos, barnastjörnunnar ódrepandi, en Pino mun stjórna hljómsveitinni sem leikur undir hjá Robertino. „Þetta er alveg stórkostlegt," segir Óttar Felix Hauksson um- boðsmaður Robertinos og á vart orð í eigu sinni til að lýsa því hversu frægur og flinkur Pino Marcucci er. „Þetta eru fyrstu tónleikar Ro- bertinos í Austurbæ í 40 ár og til að þeir verði sem allra veglegastir kemur Robertino hingað til lands ásamt hinni þekktu ítölsku Univer- sal rythmasveit sem svo sjálfur Pino Marcucci stjórnar." Nú þylur Óttar upp hina ýmsu sem Marcucci hefur spilað með og útsett fyrir: José Carreras, Placido Domingo, Elton John... „Og svo hefur hann samið yfir 2000 lög og gert tónlist fyrir 50 kvikmyndir. Þetta er stórkostlegt og verður öllu til tjaldað." Tónleikarnir verða 1. desember og er nú þegar byrjað að teikna sér- staka leikmynd sem verður sett upp. „Björn Björnsson, Savannatríósmaður og leikmynda- gerðarmeistari, mun hanna leik- mynd. Þarna verða blóm og nota- legheit. Ekta Napólí-stemming," segir Óttar og getur vart leynt til- hlökkun sinni. Þeir Robertino og Óttar hittu Pino þegar Óttar fór utan til að af- henda Robertino gullplötu sína en íslenskir plötukaupendur tóku út- gáfu Óttars á „Mammmmma..." og fleiri lögum fagnandi um síðustu jól. „Þetta er bara vegna kunningss- kapar hans og Robertinos sem þetta gengur upp að fá mann á borð við Pino en það fór vel á með okkur þegar við hittumst." jakob@dv.is Kona með regnhlíf Þessi mynd sem er signeruð Scheving fór á 270 þúsund á uppboði i Danmörku i vikunni. Scheving sleginn fyrir lítið fé Þessi gullfallega Scheving-mynd (sjá meðfylgjandi Ijósmynd af málverkinu) var slegin i vikunni á uppboði sem Lauritz-uppboðshús i Danmörku stóð fyrir i sýning- arsal sinum i Árhúsum. Þ6 svo að málverkamarkaðurinn sé i verulegri lægð núna eftir fölsunarmálið mikla og furðulegar staðhæfingar mannaþess efnis aðá markaði séu um þúsund falsaðra verka þá hlýtur verðiö á góðu oliuverki eftir Gunnlaug Scheving að slaga hátt imilljón. Hann gerðiþvi góð kaup, maðurinn sem keypti þetta verk á uppboði og gaf fyrir með gjöldum 23 þús- und danskar. Það leggur sig á um 270 þúsund krónur. Verkið er tiltölulega nett eða 45 x 56 og er líkast til frá Danmerkurárum meistar- ans. Scheving er einn frumkvöðla hins íslenska málverks og hefur einkum verið kenndur við expressionisma. Scheving þróaði siðar list sina út í einkar sérstæðan og persónulegan stil. Þessi mynd má hins vegar heita i impressíóniskum stil að hætti Manet, Degas og hinna frönsku snillinga sem kenndir eru við þann stil.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.