Barnadagurinn - 25.04.1935, Blaðsíða 5

Barnadagurinn - 25.04.1935, Blaðsíða 5
BARNADAGURINN 1935 5 Gleijmdu ekki! Margrét Jónsdóttir, skáldkona, dvelur nú erlendis. Hún hefir sýnt hug sinn til Barnavinafélagsins með því að senda „Barnadeginum" þetta kvæði. 1. J. Nú kemur aftur sumar, og sólin blessuð skín, er syngur vorfugl öll sín bestu kvœðl Og von og gleði þróast, er vetrarmyrkrið dvin, þá vaknar allt og þráir lífsins gœði. En glöðust eru börnin við Ijúfan leik og söng, svo létt og kát þau una um sumarkvöldin löng. Og heiðló byggir hreiðrið sitt í nœði. En sástu aldrei, vinur, á vegi þínum dreng með vonleysi i gleðisnauðum augum. Ég mæti honum einatt, er ég um götur geng, það gengur inn að hjartans dýpstu taugum, því fátœkt bœði og vanheilsa er vöggugjöfin hans, hann veit svo fátt um kœti, um leiki, söng og dans. En starir á þig stórum bœnaraugum. Ég þekki góða telpu með augu undur-blá, með úfna lokka, bros á smáum munni, en hún er ósköp litil og guggin bœði og grá og gatslitinn er kjóllinn hennar þunni. Hún er svo góð og hjálpsöm við yngri bróður sinn, en aldrei kemur sólskin um gluggann þeirra inn. Þau hafa hvorugt bergt af nœgtabrunni. Ó, gleymdu ekki, maður, að gleðja þau i dag og gera þitt, svo allir sólar njóti. En vittu, að hver barnssál á hljómskœrt hálfgert lag, þóit húmsins völd það stundum niður brjóti. Og mundu eftir honum, er minnstu börnin sá, og mannsins son sig nefndi og einn í jötu lá. — Því göngum örugg sól og sumri móti. Margrét Jónsdóttir.

x

Barnadagurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Barnadagurinn
https://timarit.is/publication/869

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.