Barnadagurinn - 25.04.1935, Blaðsíða 12

Barnadagurinn - 25.04.1935, Blaðsíða 12
12 BARNADAGTORINN 1935 Ingólfs Apófek Sími 1330. Aðalstræti 2. Reykjavík. mmm Rafhlöður. Ending rafhlaðanna byggist alveg á meðferð þeirra og réttri hleðsluaðferð. Slíkrar varúðar er sérstaklega gætt á hleðslustöð okkar v.ið Óðinsgötu 25. Bræðiirnír Ormsson. Símar 1467 og 4867. Reykjavík. Pósthólf 867. £ íniiLLi ngcjpyíjýn innni nyciWii'óyii umiuuyci'i jpnimliUiiiftjRM Líftryggingarfélagið RHDIfHHH býður hagkvæmar barnatryggingar. Spyrjist fyrir á skrifstofu félags- ins, Lækjartorgi 1. Sími 4250. Barnaföt frá MALIN. Útipeysur á börn 30—50 gerðir fyrir- liggjandi, útiföt margar gerðir og stærðir, sportsokkar, nýjasta tíska, kjólar og nærföt og blússur í miklu úrvali. Prjónastofan MALIN, Laugaveg 20 B. Sími 4690. , (Gengið í gegnum rafmagnsbúðina). Gísðiíegf sumarí Höfundur þessa kvæðis er ungur maður, sem útskrifast úr Kennaraskóla íslands í vor. 1. J. Nú vikur kaldur vetur braut og vorið sigrar hverja þraut. Nú grœðir líf um grund og hól hin geislaríka sól. Því fögnum vér og yngjumst öll er ómar vorsins töfrahöll, þá fuglar syngja fagurt lag hinn fyrsta sumardag. Þeir boða vorsins bliðu tíð er blómin anga um dal og hlíð, þeir boða langa og Ijósa nótt og lífsins œskuþrótt. Það er hið mikla œfintýr að allur heimur verður nýr; þvi hér er vor að verki enn, sem vekur alla menn. Er sólin vermir blómin blíð og brosir móti œskulýð, vér beitum líka huga og hönd, svo hrökkvi vetrarbönd. Vér plœgjum, herfum svartan svörð og sáum frœi í mjúka jörð, um vanga leikur blíður blœr og blessar allt, sem grœr. Vér bindum með oss brœðralag og blessum fyrsta sumardag með starfi, er mark það hefji hátt að hylla vorsins mátt. Vér skiljum vorsins vaxtarþrá og viljum gleðja börnin smá, sem vantar birtu og vantar yl, en vorið nœr ei til. Hjörtur frá Rauðamýri. 1

x

Barnadagurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Barnadagurinn
https://timarit.is/publication/869

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.