Barnadagurinn - 22.04.1937, Qupperneq 5
BARNADAGURINN 1937
5
þeim góðu áhrifum, sem dvölin þar hafði á þau. — Það
væri æskilegt, að félagið gæti enn fært út kvíarnar, því að
mikil og brýn er þörfin. Katrín Thoroddsen.
Magnús Jónsson, prófessor:
Starfsemi Sumargjafar miðar að því, að veita hóp
þeirra barna, sem lakast eru sett, bestu gjafir lífsins, sólskin
og útiloft á grænu grasi og kjarngóða undirstöðufæðu. —
„Sumargjöf“ bætir úr tvímælalausri þörf og gerir það á tví-
mælalausan hátt. Eftir langan og vitamínsnauðan vetur gef-
ur hún fjölda barna hina bestu „sumargjöf“.
Magnús Jónsson.
/
Pálmi Hannesson, rektor:
Eg tel hiklaust, að Barnavinafélagið ,,Sumargjöf“ hafi
unnið merkilegt uppeldisstarf hér í Reykjavík, þó að hins
sé ekki að dyljast, að það hafi skort fjárhagslega getu til að
vinna að áhugamálum sínum, svo sem vilji þess stendur til
og þörf barnanna krefst. Pálmi Hannesson.
SigurSur Thorlacius, skólastjóri:
— Eg lít svo á, að Sumargjöfin hafi fyrst um sinn að-
allega tvennskonar hlutverk að vinna fyrir börn þessa bæj-
ar, og eru bæði einkar mikils verð. Annarsvegar er verkefni
það, sem félagið hefir undanfarin ár einkum helgað krafta
sína og lagt í fjármuni sína, það er stofnun og starfræksla
dagheimila fyrir börn. Það hefir svo oft verið um það rætt
og ritað hér í bænum, hve þýðingarmikil þessi starfsemi er
fyrir börnin og heimilin, að eg sé ekki ástæðu til að hafa um
það málalengingar, en hitt er augljóst, að enn sem komið er,
hefir „Sumargjöfin" ekki haft fjárráð til að rækja nema lítið
af þessu umfangsmikla hlutverki. Aðeins lítill hluti þeirra
barna, sem hefir brýna þörf fyrir að komast á slík heimili,
á þess kost, eins og nú standa sakir. Þó væri þörfin að mínu
áliti einna mest og brýnust fyrir dagheimili, er starfaði allt
árið, jafnt vetur sem sumar.
— Hitt hlutverkið er fólgið í því, að vekja athygli fólksins
á börnunum, og þörfum þeirra. „Sumargjöfin“ hefir þegar
hafið gott starf í þessa átt, en þó er meira eftir óunnið. Allir,
sem alvarlega hugsa um málefni barnanna hér í bænum, sjá
það og skilja, að utan heimila og skóla skortir þau mörg heil-
brigðis- og menningarskilyrði, sem í hverri annari höfuðborg
myndu talin sjálfsögð. Þetta þarf allur almenningur að skilja.
„Sumargjöfin“ hefir flestum öðrum betri skilyrði til að efla
þann skilning.
Óska eg félaginu allra heilla með starf sitt nú og í fram-
tíðinni. Sigurður Thorlacius.
Ummælí mæðranna:
Ritstjóri „Barnadagsins“ hefir haft viðtal við nokkrar mæður,
sem átt hafa böm á dagheimilum „Sumargjafar" undanfarin sumur
og lagði fyrir þær eftirfarandi spurningar:
1. Hve mörg sumur hafið þér haft börn á dagheimilum Barnavina-
félagsins „Sumargjöf“?
2. Hvaða styrk teljið þér í því fyrir mæður, aS geta komiS börnum
sínum á dagheimili?
3. Voru'S þér ánægðar meS framfarir barnanna og alla aðbúS á dag-
heimilinu?
4. Hvaða áhrif fannst yður dvölin á dagheimilinu hafa á háttu barn-
anna?
5. Finnst yður þörf á starfsemi þeirri, er „Sumargjöf" rekur?
Ummæli mæðranna fara hér á eftir:
Happdrætti
Háskóla
r
íslands
Endurnýiun fil 3. fl. hefst 24. april.
Endurnýjunarverð: 1.50 XU miði.
Söluverð nýrra miða: 4.50 lU miði.
Dregið verður i 3. fl. 10. mai.
250 vinningar — 48.800 krónur.
„SUNNA“
er mest notuð á lampa og eldavélar,
hún er hrein og tær,
veitir beztu birtu og mestan hita.
Olíuverzlun íslands h.f.
Símar 1690 og 2690.