Barnadagurinn - 22.04.1937, Page 13
BARNADAGURINN 1937
13
GötulífeOaGiænaborg
Eftir Björn Sigfússon, magister.
Reykvísk börn fara margs á mis. Ég ætla ekki að telja það
upp, sem þau njóta, ef efni leyfa, umfram flest börn annars
staðar á landinu. Ég fullyrði aðeins, að það bæti samt ekki
upp það, sem þau skortir á við sveitabörn á góðum heimilum.
Störfin og náttúran hjálpast þar að. Á sveitabæjum vinn-
ur fólkið saman dag eftir dag, ungir og gamlir. Innanbæjar-
störfin eru margbreytt og heimta hagsýni. Útiverkin grípa
þó hugann fastar — við lambfé á vorin, ávinnslu, jarðrækt,
garðrækt og ullarþvott — heyskap, sem reynir flesta hæfi-
leika til hins ýtrasta — göngur og fjárréttir á haustin —
og loks frelsi og fásinni vetrarins. Þetta gefur allt saman
ævilangar, seiðandi minningar, því að þarna eru lífsbarátta,
leikur og svölun á reynsluþorsta barnsins sameinuð í hverj-
um atburði.
Við íslendingar kunnum ekki enn að lifa í borg, hefir
þekktur læknir nýlega sagt með uppeldið í huga. Því verður
ekki mótmælt. Skásta úrræðið í smábæ, eins og Reykjavík,
er kannski það að búa í bæjarjaðri og reyna jafnhliða bæj-
arsollinum að opna augu smábarna sem fyrst fyrir náttúr-
unni, kenna þeim þar útileiki og síðar garðrækt, gróðursetja
í huga þeirra tryggð við gras og mold.
Reykjavík er rík af náttúruskilyrðum. Það skilur maður
best í grjótauðn erlendrar stórborgar. Einu sinni reikaði ég
um „Söder“, verkamannahverfi Stokkhólms, og dáðist að
bænum. Traustlegar, sambyggðar húsaraðir minntu á sam-
tök alþýðunnar. Velmegun og samtök mátti lesa út úr hverj-
um drætti í svip sumra gatnanna og margri auglýsing kaup-
félagsbúðanna. Enn fannst mér þó eitthvað vanta. Það voru
grænir blettir. Leikvelli barna gat ég hreint ekki uppgötvað.
Bellmansgatan, þar sem skáldið Bellman óx upp forðum í
fjölskrúðugum bæjarjaðri og þau systkin fjórtán — hún er
orðin steinsteypuauðn. Hvað veldur þessu? — Því svarar
20. öldin eins og hreinustu fjarstæðu: „Hvað veldur! Auðvit-
að er borgin byggð fyrir fullorðið fólk, vinnandi fólk, en ekki
fyrir börn“.
Reykjavík er ekki heldur byggð fyrir börn, og Reykvík-
ingar kunna ekki að ala upp borgarbörn. Þetta eru ónota-
legar staðreyndir. Bærinn hefir þróast nóg til þess í áttina
til virkilegrar borgar. Skipulagsskortur og lóðadýrleiki
hindra leikvallagerð. Verkaskipting og vinna, sem er ein-
göngu utan heimilis, útiloka að jafnaði, að ungur sonur geti
MJÓLKURNEYSLA, framh. af 12. síðu.
viðskiptamenn hennar, 5—7 aura afslátt á líter, vil eg taka
þetta fram:
1 fyrsta lagi er mjólkurneysla barna í skólum að mjög
miklu leyti umframneysla, þar sem reynslan sýnir, að mjólk-
urkaup heimila vaxa ekki að sama skapi, eftir að mjólkur-
úthlutun er hætt í skólunum.
í öðru lagi hlýtur dreifingarkostnaður Samsölunnar að vera
sáralítill, þar sem hlut á að máli svo stór neytendahópur.
1 þriðja lagi er mjólkurneyslan í skólum einhver besta aug-
lýsing fyrir almennri og aukinni mjólkurneyslu í bænum.
Arngrímur Kristjánsson.
Vigfús GuBbrandsson & Go.
Klæðaverzlun og saumastofa
Austurstræti 10 (uppi)
Eítir atvikum vel birgir aí íataeínum og öllu til fata.
SHELL TRYGGIR YÐUR ÆTÍÐ ÞAÐ BESTA
nijn i. bensin \HM I ■ BRENNSLUOLÍUR OG U 1 1 LLLl SMURNINGSOLÍUR
—
Slcigasbór
fyrir börn og fullorðna
Stórt og ódýrt úrval.
!?J/mnn6ergs6ra>6ur
■
H æ f i I e g
Sumarg jöf
ungum og öldruðum er góð bók frá
Bókaverzl. Sigfúsar Eymundssonar
eða Bókabúð Austurbœjar B. E. S., Laugaueg 34.