Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.2004, Blaðsíða 6
6 MÁNUDAGUR 20. DESEMBER 2004
Fréttir DV
Geðsjúkum
snarfjölgar
Börnum með geðrask-
anir hefur á síðustu flmm
árum fjölgað
um tæplega
120%. Hjá
Trygginga-
stofnun rík-
isins voru
um 1100
börn með geðraskanir á
skrá hjá stofnuninni en þau
eru um 2400 í dag. Þetta
svarar til 120% aukningar
sem verður að teljast mjög
mikið. Sífellt fleiri börn eru
greind með geðraskanir í
dag og mörg þeirra taka
einnig lyf vegna þessa sem
kosta samfélagið, og for-
eldra barnanna, stórar
upphæðir á ári hverju.
Skamma Jón
Sveitarstjóm Austur-
byggðar hefhr sent frá sér
ályktun í kjölfar fundar
með forsvarsmönnum
Heilbrigðisstofnunar
Austurlands þar sem þess
er krafist að heilbrigðis-
ráðherra endurskoði
framlög til heilbrigðis-
mála á starfssvæði stofn-
unarinnar, sem að sögn
forsvarsmanna hafa verið
nokkuð skert á milli ára.
Segir í ályktuninni að
nauðsynlegt sé, í ljósi auk-
inna umsvifa í tengslum
við áivers- og virkjana-
framkvæmdir eystra, að
auka framlag til heilbrigð-
ismála í samræmi við það
og er skorað á Jón Krist-
jánsson heilbrigðisráð-
herra að bæta úr hið
snarasta.
Friðargagna á
Þorlálcsmessu?
Guöjón Hjörleifsson
alþingismaöur.
„Mér finnst sú hefð að fara í
friðargöngur á Þoriáksmessu
ágæt. Það eiga allir að vera
sériega góðir og sáttir á jóiun-
um og það er gott að minna á
frið fyrir hátíðina. En það er
líka spurning hvortfriðar-
gangan sé á réttum tíma á
Þorláksmessu. Það er svo
mikið að gera hjá flestum á
Þorláksmessu og ég hefaldrei
gengið."
Hann segir / Hún segir
„Mér fmnst sá siður að fara I
friöargöngu á Þorláksmessu
mjög jákvæöur og setur við-
eigandi blæ á nálægð jólanna.
Ég hefaö vlsu ekki farið I frið-
argönguna þar sem ég hef
aldrei verið stödd þar sem far-
ið er I friðargöngu. Ég er alltaf
á Sauðárkróki á jólunum. En
friðargangan er falleg og góð
hefð á þessum árstíma."
Anna Kristín Gunnarsdóttir
alþingismaður.
Ólafur Þór Hauksson Sýslu-
maðurinn á Akranesi rannsak■
aði meinta nauðgun en sneri
réttarstöðunni við þegar í Ijós
kom að stúikan sagði ósatt.
Hermaður Bandarlskur hermaður
var grunaðurum nauðgun.
Bandarískur hermaður í varnarliðinu var sóttur af herlögreglunni til New York
vegna þess að hann hafði verið kærður fyrir nauðgun á Akranesi. Viðkvæmt mál í
samskiptum íslands og Bandaríkjanna. Unglingsstúlka hefur verið ákærð fyrir að
ljúga því að maðurinn hafi nauðgað sér. Vinkona hennar staðfesti söguna en nú
þykir sýnt að báðar hafi logið.
íslensk stúlka liug nauögun
unn á bandarískan hermann
Bandaríska herlögreglan sótti hermann úr varnarliðinu til New
York vegna gruns um að hann hefði nauðgað íslenskri stúlku.
Þegar málið var rannsakað betur kom í ljós að hún hafði borið
manninn röngum sökum. Hún er ákærð fyrir rangar sakargiftir
og vinkona hennar líka sem staðfesti frásögn hennar af nauðg-
uninni.
„Við tökum það mjög alvarlega ef
fólk ber aðra alvarlegum sökum af
tilefhislausu," segir Ólafur Þór
Hauksson, sýslumaður á Akranesi.
„Það er búið að eyða tíma lögregl-
unnar í rannsókn málsins og valda
þessum unga manni verulegu óhag-
ræði.“
Á föstudaginn var tekið fyrir hjá
Héraðsdómi Vesturlands mál þar
sem Rfkissaksóknari ákærir unga
stúfku fyrir rangar sakargiftir. Hún er
sögð hafa kært ungan bandarískan
hermann fyrir nauðgun af tilefnis-
lausu í sumar. Móðir hennar lagði
kæruna ffam þar sem stúlkan er skil-
greind sem bam. Vinkona hennar
staðfesti frásögn hennar. „Við sett-
um allt í gang, skipuðum réttar-
gæslumann, sérhæfður yfir-
heyrandi tók skýrslu fýrir
dómi og við rannsökuðum
vettvang. Grunurinn
beindist að ákveðnum
manni og við báðum her-
lögregluna á Keflavíkur- t þ
flugvelh að hafa miUigöngu
um að maðurinn yrði færð-
ur til okkar í yfir-
heyrslu,
segir
Ólaf-
Sóttur til New York
Bandaríska herlögreglan sótti
manninn til New York þar sem
hann var í leyfi. Málið reyndi á
samskipti íslendinga og Banda-
ríkjamanna í sakamálum og var
tekið mjög alvarlega þar sem um
hermann í þjónustu bandaríska
hersins var að ræða. Allt gekk
liðlega í samskiptum stjórnvalda í
þetta sinn, ólíkt því sem varð í máli
Johns Rehm III sem var ákærður og
dæmdur fyrir hnífstungu í Hafriar-
stræti fýrir skömmu.
I þessu máli aðstoðaði banda-
ríska herlögreglan íslensk stjórn-
völd við að hafa upp á hinum grun-
aða og færa í hendur íslenskra
stjórnvalda. Friðþór Eydal
upplýsingafulltrúi Varnar-
liðsins segist ekki geta
j flallað um þetta tiltekna
i mál. „Ef íslensk stjórnvöld
fara framá að hermaður sé
sóttur er það tekið til greina
og hann færður til rannsak-
enda þegar tilefni er talið til
og um semst."
„Við báðum herlög-
regluna á Keflavíkur-
flugvelli um að
hafa milligöngu
um að maðurinn
yrði færður til
okkar í yfir-
heyrslu."
Réttarstöðu breytt
Áður en til yfirheyrslunnar
yfir hermanninum kom, leit ýmis-
iegt út fyrir að ekki væri allt með
felldu í sambandi við framburð
stúlkunnar. „Þegar það kom í ljós
að sakargiftirnar væru að öllum lfk-
indum rangar, var réttarstöð-
unni breytt. Hinn kærði varð
að vitni en hún fékk réttarstöðu
sakbornings."
Þinghaldið hjá Héraðsdómi
Vesturlands er lokað enda
stúlkan undir átján ára
aldri. Ingi Tryggvason lög-
maður stúlkunnar vildi
ekkert tjá sig um málið
þar sem þinghaldið væri
lokað og hann bundinn
trúnaði yfir því sem þar
færi fram.
kgb@dv.is
Skemmdir á listaverkum í Almannagjá
íþróttir við ysta haf
Kristnihátíðarnefndin Hafnarvörðurinn sýnir enska
neitar Rúrí um bætur boltann á Raufarhöfn
Kristnihátíðarnefnd neitar að
greiða tveimur listamönnum bætur
vegna skemmda sem urðu á lista-
verkum á sýningu í Stekkjargjá á
Þingvöllum sumarið 2000.
Annað verkið er eftir listakon-
una Rúrí. Mál hennar gegn ,
Kristnihátíðarnefnd og ríkissjóði
var tekið fyrir í Héraðsdómi
Reykjavíkur á fimmtudag. Rúrí
segist ekkert vilja um það segja
heldur vísar á lögmann sinn
sem ekki náðist tal af.
DV er ekki kunnugt um
hversu háar bætur Rúrí vill
fá vegna skemmdanna.
Kristnihátíðarnefnd fyrir
sitt leyti mun í fyrsta lagi
halda því fram fyrir
dómi að nefndin beri
ekki ábyrgð á skemmdunum sem
urðu í miklu óveðri þetta sumar. í
öðru lagi að bótakröfurnar séu of
háar.
Aðrir listamenn sem áttu verk á
Kristnihátíðarsýningunni í Stekkj-
argjá eru Bjarni Sigurbjörnsson,
Finna Birna Steinsson, Gabríela
Friðriksdóttir, Guðjón Bjarna-
son, Halldór Ásgeirsson,
Hannes Lárusson, Helgi Þor-
gils Friðjónsson, Hulda Hákon,
Magnús Tómasson, Ólöf
Nordal, Ósk Vilhjálms-
dóttir, Ragnhildur
Stefánsdóttir og
Sigurður
Árni Sig-
urðsson.
„Hótelstjórinn er
að fara í jólafrí til
Reykjavíkur þannig
að ég tók að mér að
sjá um enska boltann
yífir hátíðirnar," segir
Tómas Sigurðsson,
hafnarvörður á Rauf-
arhöfn, en boltinn
hefur að undanförnu verið
sýndur á Hótel Norðurljósum á
staðnum. Þar ræður Erlingur
Thoroddsen ríkjum og hann hefur
fært Raufarhafnarbúum enska bolt-
ann eftir að sýningar féllu niður í fé-
lagsheimilinu. „Reyndar á ég bara
að passa upp á staðinn og selja bjór
en sonur hótelstjórans kemur og
setur tækin í gang því ég kann ekkert
á þau,“ segir hafnarvörðurinn.
Á Raufarhöfn nást
ekki útsendingar
Skjás eins og Sýnar
og íbúarnir fyrir
bragðið boltalausir
að mestu. Því greip
hótelstjórinn
á Norðurljós-
um til þess
bragðs að
kaupa áskrift
að Sky-sjónvarpsstöðinni og nær
þannig enska boltanum í gegnum
gervitungi.
Tómas býst við góðri aðsókn að
enska boltanum á Hótel Norður-
ljósum en aðgangseyrir er enginn.
Síðast mættu tíu manns: „Það þætti
ágætt í Reykjavík. Fimm prósent
bæjarbúa," segir hafnarvörðurinn.