Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.2004, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.2004, Blaðsíða 19
DV Sport MÁNUDAGUR 20. DESEMBER 2004 19 r Jermain Defoe skoraði þrennu fyrir Spurs gegn Southampton Þrjár fallegar jólagjafir handa Jol Martin Jol liefur blásið nýju lífi í lið Tottenham. Þeir voru að nálgast botninn er hann tók við liðinu en undir hans stjórn hefur liðið unnið fjóra leiki í röð. Það hefur ekki gerst síðan 1995 og á einum mánuði er Jol búinn aö breyta þessu botnliöi í lið sem er líklegt til að blanda sér í slaginn um sæti í meistaradeildinni. Ef fram- herjinn Jermain Defoe heldur áfram að spila eins og hann gerði um helgina þá á Spurs góða möguleika á sæti í meistaradeildinni. Hann skoraði þrjú inörk og lagði þar að auki upp eitt mark fyrir Robbie Keane. „Defoe var banvænn enn eina ferðina." sagði Jol sem óttast ekJd að missa Defoe til stórliðanna í janúar. „Hann er með langan samning við félagið. Er ánægður ineð félagið og við getum farið langt með liann innanborðs. Ég er mjög bartsýnn á að geta haldið honutn. Við erum fjárhagslega sterkt félag sem hefur efni á að halda slíkum leikmanni. Við j stefnum upp á við með Defoe É fremstan í llokki." / Jol ætti samt að óttast tilboð / stóru félaganna því sögu- -/ sagnir þess efnis að Man. Utd ætli að bjóða í bann í janúar ern þegar farnar af stað. Defoe hefur áður sagst vilja leika með United. henry@dv.is ■ v Jermain Oefoe Skoraði þrennu um héigina. Manchester United vann sinn stærsta sigur á tímabilinu um helgina er þeir fengu Crystal Palace í heimsókn á Old Trafford. Eric Cantona var heiðursgestur á leiknum. Það var samt ekki eintóm gleði í Manchester því það hefur komið í ljós að Ruud Van Nistelrooy verður lengur frá en búist var við í fyrstu. Giggs skemmti Cantona Lykilmenn United - Roy Keane, Ryan Giggs og Paul Scholes - eru komnir í toppform á hárréttum tíma og þeir léku listir sínar í leikhúsi draumanna á laugardag fyrir heiðursgestinn Eric Cantona. Scholes skoraði tvö mörk en Ryan Giggs var samt bestur á vellinum, en frammistaða hans síðustu vikur hlýtur að hjálpa honum í samningaviðræðunum við félagið en hann vill meira en þá eins árs framlengingu sem United hefur boðið honum. Hann ætti að fá hana eftir þessa frammistöðu. Annars er smávægilegur skjálfti í mönnum á Old Trafford þar sem Ruud Van Nistelrooy verður frá keppni næstu sex vikurnar hið minnsta og þar sem Louis Saha og Ole Gunnar Solskjær eru einnig meiddir á United aðeins tvo framherja sem eru heilir heilsu. Það þykir ekki gott þegar mesta törn tímabilsins er fram undan. Ofan á þetta bætist það að Sir t ' ' ■ Alex Góður sigur hjá Liverpool Liverpool vann góðan sigur á gær er liðin mættust a Anfield Road. Newcastle tók forystuna í leiknum en heima- menn voru fljótir að snúa leiknumsérfhagogþeirsigruðu mjögsanngjamt,3-l.„Éger mjog ánægður með þennan sigur," sagði Rafael Benitez, stjón Liverpool, eftir leikinn skorar Þqá mörk efhr að hafa lent undir og þar að aukt stýrir leiknum þá er allt í ffau lagi. Menn héldu haus í dag og það sem meira er þá kemur þessi sigur gegn sterku Iiði. Ég ‘ er sJgJörlega í skýjunum." I f íiHliflIi 5 gsat Ferguson hefur gefið þeim Gabriel Heinze og Cristiano Ronaldo jólafrí. Quinton Fortune átti að leysa Heinze af yfir jólin en hann meiddist í fyrri hálfleik og í hans stað kom John O'Shea sem hefur lítið leikið í vetur. Hann stóð sig vel og skoraði þar að auki. Ferguson er samt mjög áhyggjufullur vegna Nistelrooys. „Það sem byrjaði .séáM sem kálfameiðsli er komið í ökklann á honum. Við óttuðumst þetta og því miður höfðum við rétt fyrir okkur,“ sagði Ferguson. „Það er mælt með endur- hæfingu í sex vikur sem þýðir að hann verður frá í fjórar til sex vikur og jafnvel lengur. Það er of snemmt að ræða um aðgerð á ökklanum en við munum fara mjög varlega í þessu máli." Gleðitíðindin er frammistaða Giggs og Scholes, en sá síðarnefndi er loksins farinn að leika • af eðlilegri getu og \ skoraði sitt sjötta mark í sex leikjum. „Paul gekk illa á undirbúningstímabilinu þar sem við urðum að kalla hann til Banda- . ríkjanna eftir aðeins þriggja daga æfingar. Það var of snemmt og það er mín sök. Þetta hefur tekið tíma en J hann er loksins farinn h að leika eins og hann á að sér,“ sagði Ferguson sem varð líka að hrósa Giggs. „Ryan var stórkostlegur í þessum leik. Þegar hann leikur svona á hann engan sinn líkan í heiminum." Stjóri Palace, Iain Dowie, var svelcktur eftir leildnn enda skoruðu hans menn tvö mörk og jöfnuðu leikinn í bæði skiptin. En þeim tókst ekki að hanga á jafnteflinu og því fóru þeir stigalausir heim til London. henry@dv.is Heitir Rio Ferdinand og Alan Smith léku vel með United um helgina. Rio fagnar hér marki Smiths í leiknum en á litlu myndinm sést Smith skora markið. ni nú ekki að taka þátt við gáfum þeim gjafir allan leikinn. Wenger hrokafullur Sir Alex Ferguson, stjóri Man. Utd, verður seint leiður á að senda kollega sfnum hjá Arsenal, Arsene Wenger, vænar pillur. Haxm gerði það enn eina ferðina í gær er hann gagnrýndi hvemig Wenger kom fram við enska knattspymu- sambandið er þaö sektaði hann fyrir ummæli sín um Van Nistel- rooy. „Hann baö sjálfur um áheym í málinu og mætti síðan ekki. Eg á ekki von á að aganeftidin hafi kunnað meta það, enda er ótrulegt að þurfa að fást við svona menn, sagði Fergie. Wenger afsakaði sig með því að hann hefði haft öðrum mMvægari hnöppum að hneppa. Hann sagöist lfka hafa vitað hvað myndi gerast á þessum fundi en að a öðmleyti vildihann ekkigásigum málið en eins og kunnugt er fékk hann 15 þúsund punda sekt. Ronaldinho kyndir Chelsea Brasilíski snillingurinn gaf það í skyn í gær að hann gæti. leikið með Chelsea síðar á ferlinum. Hann segist hafa hafiiaö samningi frá Chelsea f sumar. .Aliir góðir leikmenn hafa áhuga á að spila með svona stórkostlegu liöi,“ sagði Ronal- dinho í viðtali við News of the World. „Það sem verið er að gera hjá Chelsea er alveg magnað. Þama gerast hlutimir. Ég ber mikla virðingu fyrir Chelsea og sé þaðalvegfyrir mér að ég muni klæðast búitingi þeirraeinn daginn." Ronaldinho fær að kynnast Chelsea-ÚÖinu vel á næsta ári þegarliðhans, Barcelona, mætir Chelseaí meistara- deildinni. Gerrard viil ekki fara Rafael Bcnitez, stjóri Liverpool, greindifrá því í gær að Steven sagt við sig að hann vtidt ekla yfirgefa herbúðir Liveipool en margir Spá því að hann fari frá félagmu næsta sumar. „Ég spurði hannaðÞvf og hann sagðist vilja h“a^uhéma'Ég sagði Þá við haim að ef hann vildi vinna titla með Liverpool þá myndum við gera það en ekki án hans hjálpar Ée 8 , sannfærður um að | hannverðihér áfram ogþví verðum viðað einbeita okkur að þvíað styrkja liðið ennfrekarsvo við getumkepptá toppnum," sagði Benitez. n. hann með liðið en er ekki eins viss eftir að hans menn voru flengdir, 5-1, afTottenham. II

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.