Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.2004, Blaðsíða 14
74 MÁNUDAGUR 20. DESEMBER 2004
Fréttir 0V
Ertu að missa reisn?
Ekki er óalgengt að menn
missi holdris rétt áður en
eiginlegur ástarleikur
hefst eða á meðan hon-
um stendur. Stundum er
vandinn rakinn til likam-
legra þátta sem þurfa
meðhöndlun læknis en
oft tengist hann sálræn-
um þáttum sem sá sem á i
hlut getur sjálfur tekist á við, svo sem
kviða, stress og sambandsvandamál.
ÍDV á mánudögum
DV hvetur fólk til að senda inn hugmyndir á netfangið heilsa@dv.is og kaerilaeknir@dv.is ef fólk vill beina spurningum til Katrínar Fjeldsted. Heilsusiðan birtist i DV á mánudögum.
Sál til sölu
Mælt er með þvi að menn
slappi afog njáti ásta út-
hvildir. Margir karlmenn
sem hafa átti erfitt með
að halda reisn óttast svo
mikið að þetta endurtaki
sig að kviðinn leiðir til
þess aö þeir missa risið.
Og þcnnan vítahring
verður að rjúfa. Reyndu
þvi að hvila þig og hættu að hafa
áhyggjur afþessu.
Opið alla daga kl.
8-24
Lyfja Lágmúla og Lyfja Smáratorgi
Eb LYFJA
Á netverslunninni eBay
er hægt að nálgast margt
sniðugt. Þar á meðal er nú
hægt að
kaupa sál
Pauis Barr-
esl, en hann
var bryti í
þjónustu Díönu prinsessu.
Það er ekki amalegt að hafa
slíka sál í þjónustu sinni en
það þykir áreiðanlegt að
hún muni framkvæma allt
og ferðast hvert sem er fyrir
sanngjarna þóknun. Aftur á
móti hafa margir haldið því
fram að sálin sé slitin og
gölluð eftir erfiðisvinnu og
mikla þjónustu.
ávexti á
þriðjudögum
„Ég tala við guð, fer í
leikfimi fimm sinnum í
viku, borða bara ávexti á
þriðjudögum og elska
íjölskyldu mína af öllu
hjarta," segir séra Jóna
Hrönn Bolladóttir mið-
borgarprestur. „Samt er
ég allfaf jafnfeit en glöð."
Truðu á
kosti þína
Vestræn þjóðfélög eruppfull
afhinum ýmsu ímyndum.
Alls staöar blasa viö tákn-
myndir fullkomnunar og sí-
fellt virðast þær óraunveru-
legri og fjarlægari meðal-
manninum. Margir læknar
hafa áhyggjur afþvl að þessi
ímyndunardýrkkun leiði til
fjölda heilsufarsvandamála.
Þeir hvetja þvl fólk til að læra
aö meta sjálft sig út frá sln-
um eigin forsendum, líta til
kosta sinna fremur en galla
og fyrir alla muni borða á
skynsamlegan máta. Trúöu á
sjálfan þig og gleðstu yfir
þeim kostum sem þú hefur til
að bera, þannig mun annað
fólksjáþá enn betur.
Flensa og magakveisa eru víst að ganga þessa dagana. Fátt er leiðinlegra en að
liggja veikur á jólunum og getur jólahaldið beinlínis farið í handaskolum. DV fór á
stúfana og leitaði ráða hjá lækni og hómópata.
■ Rllllllilll I
„Ég hef enga sérstaka trú á fyrir-
byggjandi aðgerðum gegn flensu,"
segir Þórður G. Ólafsson, yfirlæknir
Heilsugæslunnar í Efra Breiðholti.
„Það er helst að ég mæli með lýsinu,
ég tel að sýnt hafi verið fram á vís-
bendingar um að það geti styrkt
ónæmiskerfið. Ég ráðlegg fólki að
gæta þess að það fái næga hvíld og
það forðist álag, streitu og ólifhað.
Það er til dæmis löngu sannað að
reykingafólki er mun hættara við
umgangspestum en öðrum og það
er lengur að ná sér."
nni víðsfjam á jólunum
C-vítamin
Það er gamall siður að taka C-vítamín í miklu magni þeg-
ar flensa eða annar krankleiki gerir vart við sig. Hvort
C-vítamfnið virkar er ekki með öllu sannan en vitað er
að vitamínið virkar vissulega sem vörn gegn oxun á
vefjum líkamans.
%
Lýsið er líklega viðurkenndasta meðalið gegn flensum
og þykir flestum læknum æskilegt að fólk taki það yfir
vetrartfmann.
Sólhattur
Það er útbreidd trú að sólhatturinn sé allra meina bót
þegar flensa og kvefpestir eru annars vegar. Ekki eru
allir á þessari skoðun og segja sumir að sólhatturinn
geti haft veikjandi áhrif á ónæmiskerfið.
Gufa
Það er sfgilt ráð að anda að sér heitri gufu enda léttir
það á stíflu í nefi. Gufan linar þjáningar en vinnur ekki á
bakterfum.
Hvítlaukur
Hvítlaukurinn er frábær og áhrifamáttur hans talinn
mikill um víða veröld. Hvftlaukur er sagður hafa þau
áhrif að hann drepur bæði veirur og bakterfur auk
þess að vera hin ágætasta forvörn.
Hann segir að ef fólk er komið
með flensu eða pest þá sé ráðlegast
að taka því rólega og hvflast. Fylgi
pestinni vanlíðan sé hægt að taka
verkjastillandi og hitalækkandi lyf.
„Fólk verður að gæta þess að fara ró-
lega af stað - einkum þeir sem vinna
erfiða lflcamlega vinnu eða stunda
íþróttir."
Hómópatinn mælir með
remedíum
„Við sem stundum hómópatíu
lítum mjög til hvers einstaklings,
það er yfirleitt ekki neitt einhlítt í
þessum efnum," segir Sveinbjöm
Pétursson hómópati. „Ef fólk er með
flensu má stytta veikindin til muna
þannig að það nái fullri starfsgetu á
styttri tíma en ella. Hómópatar bæla
ekki niður hita eða önnur varnarvið-
brögð líkamans, aftur á móti gefum
við svokallaðar remedíur sem em
sykurpillur sem innihalda hjálpleg
náttúmefni. Remedíurnar halda hit-
anum í skefjum en trufla annars ekki
ónæmiskerfi lflcamans, þetta er
helsta ástæðan fyrir því að fólk nær
sé fýrr af veikindunum," segir Svein-
björn.
Talið er að 15 milljónir Bandaríkjamanna þjáist af kaupæði
Sjúklegt kaupæði rennur á marga í desember
Margir finna fyrir aukinni þörf
til að kaupa hinar ýmsu vömr þeg-
það finnur fyrir álagi, streitu eða
—
smt
Birkiaska
Umboðs- og söluaðili
Birkiaska ehf.
sími: 551 9239
BETUSAN
annarri vanlíðan. Færri vita þó að
þessi þörf getur orðið að sjúklegu
ástandi. Meðal fræðimanna er
þessi hegðunarröskun venjulega
nefnd „oniomania"og var fyrirbær-
ið fyrst rannsakað fyrir rúmri öld
síðan. Konur em í meirihluta
þeirra sem þjást af sjúkdómnum en
hann herjar þó einnig á karlmenn.
Fflcnin getur farið að stjórna lífi
fólks.
Hvers vegna kaupæði?
Sérfræðingar telja að þegar fólk
sé að kaupa sér huggun kaupi það
ekki hluti vegna skorts heldur tfl að
láta sér líða betur. Kaupáráttan
verður áberandi í desember en
bæði jólastress og auglýsingaflóðið
er talið ýta undir þessar hvatir -
auk þess sem fólk reynir að kaupa
sér velvild annarra á þessum árs-
tíma. Því miður eykur kaupæðið
frekar á vanlíðan fólks enda yfir-
drættir og skuldadagar ekki miklir
gleðigjafar.
Hvað er til ráða?
Fólk sem telur sig eiga við kaup-
fíkn að stríða er hvatt til að nota
reiðufé fremur en greislukort. Gott
er að búa til innkaupalista og fylgja
honum. Svo er líka ráðlegt að skilja
veskið eftir heima þegar kíkt er í
búðir. Ef fólk telur sig ekki ráða við
ástandið er nauðsynlegt að leita
læknis.
Jólaverslunin Desember getur reynst
mörgum erfiður - kaupæðið getur orðið
sjúklegt.