Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.2004, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.2004, Blaðsíða 13
DV Fréttir MÁNUDAGUR 20. DESEMBER 2004 13 Stal uppgjöri pylsuvagns Rúmlega tvítugur maður sleppur við refsingu fyrir að hafa svikið út 65 þúsund krónur af pysluvagni við sundlaugina í Laugardal. Pen- ingamir voru uppgjör pylsuvagnsins frá 4. maí í fyrra. Maðurinn náði þeim til sín með því að villa á sér heimildir og þykjast vera starfsmaður pylsuvagnsins. Héraðsdómur Reykjavíkur virti manninum til vorkunn- ar að hafa játað brot sitt og vera aðeins tæplega 22 ára og hafa ekki komist í kast við lögin áður nema hvað hann fékk tveggja mánaða fangelsisdóm í haust fyrir fíkniefnabrot. OliverTwist varstelpa í ljós hefur komið að englarödd unga munaðar- leysingjans Ohvers Twist í kvikmyndinni Oliver frá 1960 var rödd stúlku en ekki hins 9 ára Marks Lester sem lék Oli- ver. Getgátur varðandi röddina hafa verið í gangi í mörg ár og nú hefur Mark viðurkennt að hann hafi ekki sungið eina einustu nótu í myndinni. Blaðið Mail on Sunday hafði upp á Kathe Green, sem er dóttir söngleikjaleikstjórans Johns Green, og nú 36 árum eftir fiumsýningu myndarinnar hefur hún viðurkennt að hafa sungið fyrir Lester. Lögreglan á að gera dýralækni strax viðvart þegar hún finnur slasað dýr Lögreglan sá lífsmark með Kalla og skaut hann „Lögreglumenn, sem ætlað var að fjarlægja dýrið, sáu að hann var enn á h'fi. Hann andaði og opnaði annað augað," segir Geir Jón Þóris- son yfirlögregluþjónn, um hundinn Kaha sem lögreglumenn skutu án þess að leita aðstoðar dýralæknis. Guðni Ehasson bílamálari, eig- andi Kaha, er harmi sleginn. Hann segir ekkert hafa séð á hundinum - nema skotsár. Ekið hafði verið á hundinn í Ártúnsbrekkunni en hann var hfandi þegar lögreglan kom að og aflífaði hann. Geir Jón segir mat lögreglu- manna á staðnum hafa verið að það væri dýrinu fyrir bestu að aflífa það. Sú ákvörðun hefur verið gagnrýnd mjög og finnst mönnum að það hefði verið ómaskins vert að flytja hann á Dýraspítalann og láta lækni eftir að meta hve slasaður hann væri. Lögregla og Ólöf Loftsdóttir dýralæknir, sem tók á móti hundin- um á spítalanum, segir enga áverkar hafi verið sjáanlega á Kaha þegar komið var með hann þang- að nema skotsár lög- reglu. Ekki eru nema tvær vikur frá því ghdi tóku vinnu- reglur hjá lög- Guðni Elíasson Fjölskylda bílamálarans er miðursln vegna dauða hundsins. mönnum um meðferð dýra við kringumstæður sem þessar. Geir Jón segir að þær hafi verið sendar dýra- lækni UST th umsagnar en ekki starfandi dýralæknum. Þeirri spurn- ingu hvort ekki sé ástæða th að skoða reglurnar betur í ljósi þessa atburðar, svarar Geir Jón að það kunni að vera. w reglu- p**- \ í*S Hundurinn Kalli Enginn nema dýralæknir gat skorið úr um hve slasaður Kalli var. Bretar halda ekki vatni yfir nýja menntamálaráðherranum Ruth Kelly sem er 36 ára og fjögurra barna móðir Fjögurra barna móðir slær í gegn á róðherrastnli Margt er l£kt með menntamálaráðherrum Bretlands og fslands. Ráðherramir eru báðir mæður á fertugsaldri; Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir er 39 ára, lögfræðingur að mennt, og þriggja barna móðir en Ruth Kelly menntamálaráðherra Bretíands er 36 ára, hagfræðingur að mennt, og móðir fjögurra barna. „Ruth er ein þeirra sem ekki tekur vinn- una með sér heim og tekur ekki í mál annað Ruth Kehy, nýr menntamálaráð- herra Bretlands, hefur árum saman vakið aðdáun samhokksmanna sinna fyrir dugnað og gáfur. Frami hennar innan Verkamannaflokksins hefur verið hraður og er það skoðun flestra að hann sé mjög réttmætur. Hún sé af- bragðs stjómmálamaður með ákveðn- ar skoðanir og kviki í engu frá þeim. Ruth er 36 ára og hefur á síðustu sjö ámm eignast fjögur böm. Það er líka mál manna að á næstu ámm eigi eftír að bera mun meira á Kehy á stjóm- málasviðinu. Yngsti kvenráðherra í sögu Bret- lands Með skipan Ruth Kehy í embættíð er brotíð blað í stjómmálasögu Bret- lands því enginn kvenmaður undir fer- tugu hefur áður sest í ráðherrastól. Sumir em þó tvísö'gandi yfir ákvörðun Tonys Blair forsætísráðherra að fela henni embættið en það er yfirlýst stefna hans að fela konum ábyrgðar- fyhtri störf á vegum flokksins í framtíð- inni. Starfinu fylgir gífurleg ábyrgð, það er afar krefjandi og kannski sé ekki rétt að leggja þann þunga á herðar konu á fertugsaldri með fjögur smáböm. En flestir treysta því að Kehy eigi eftir að standa sig vel sem menntamálaráð- herra. Gáfuð, metnaðargjörn og öguð Undanfarin ár hefur Ruth Kehy sannað sig innan Verkamannaflokks- ins. Hún hefur sýnt og sannað að hún er mikill dipómat og henni hefur tekist að sigla mihi skers og bám í átökum sem átt hafa sér stað innan Verkamanna- flokksins á síðustu misserum. Ruth er ein þeirra sem ekki tekur vinnuna með sér heim og tekur ekki í mál annað en að sinna fjölskyldu sinni eftir klukkan 5 og um helgar." íslenski menntamálaráð- herrann Þorgerður Katrín og Kelly eru báðar metnaðarfullar mæður á besta aldri og líkt og Kelly er Þorgerði Katrlnu spáð frekari frama I stjórnmálum. en að sinna fjölskyldu sinni eftír klukkan 5 og um helgar. Ólíkt öðrum stjómmála- mönnum er Ruth Kehy ekki mikið fyrir að láta bera á sér og hún er sjaldséður gestur í menningar- og samkvæmislífinu. Ósköp venjuleg, breskhúsmóðir. Með báða fætur á jörðinni Það sem hinn almenni Bretí hrifst af varðandi Ruth er hvað hún er venjuleg og alþýðleg. Hún er ekki mikið fyrir að láta ljós sitt skína, heldur talar um Ruth Kelly Tony Blair forsætisráð- herra skipaði hana á dögunum nýjan menntamálaráðherra Bretlands. málefni og hluti á tungumáli sem ahir skhja. Þegar hún talar um dag- vistarmálin, skólakerfið, hehbrigðis- málin og hvemig útívinnandi konur fara að því að sameina vinnuna og fjöl- skyldulffið skynjar almenningur að hún veit um hvað hún er að tala og að hún talar af reynslu. Ruth Kehy býr ásamt fjölskyldu sinni í fyrrum félagslegri blokkaríbúð í austurhluta Lundúna- borgar og er ákafur stuðningsmaður fótboltahðsins Bolton Wanderers. • •• að vera fallegastur? „Það var náttúrulega alveg ólýsanleg tilfinning að vera val- inn Herra ísland. Ég er alveg óvanur svona umstangi en ég held ekki að titihinn muni breyta persónuleika mínum. Ég hefði aldrei getað ímynda mér þetta fyrir nokkrum mánuðum, að ég ætti eftir að upplifa þetta. Ég var mjög tregur til að taka þátt í Herra Norðurlandi. Hafði eiginlega hætt við að taka þátt en fékk svo samviskubit og ákvað að láta slag standa. Ég sé náttúrulega ekki eftir því í dag. Sumir vinir mínir gerðu grín að því að ég væri í keppninni en öðrum fannst þetta skiljanlegt en ég hef bara gaman af þessu. Ég mæli með að allir taki þátt í þessari keppni. Þessir strákar eru ótrúlega skemmtilegir og þetta er gott fyrir sjálfstrausið og það er mjög gaman að taka þátt. Keppnin snýst ekki bara um að vinna, það er viss fílingur í að koma fram. Þegar mesta stressið var farið langaði mann aftur og aftur á sviðið. Aldrei hugsað mikið um útlitið Ég verð að segja að úrslitin hafi komið mér talsvert á óvart. Ég var þó valinn Herra Norður- land og stefndi á að sigra í þessu líka og er því mjög ánægður. Ég veit ekkert hvað tekur við en það verður ábyggilega eitthvað skemmthegt. Annars er ég bara Ég mæli með að allir taki þátt í þessari keppni. Þessir strákar eru ótrúlega skemmtUegir og þetta er gott fyrir sjálfstraustið og það er mjög gam- an að taka þátt. á leiðinni norður enda er ég kominn í jólafrí. Ég hef aUtaf hugsað eitthvað um útlitið en aldrei verið ýktur í því. Ég hef lítið verið í likams- rækt, aðeins síðustu tvo mán- uði, en ætla að halda áfram að stunda hana enda er ég kominn með áhuga núna. Ég hef starfað sem vörubíl- stjóri' hjá verk- takafyrirtæki síðustu þrjú árin og ætla mér að halda áfram í því. Það er þó aldrei að vita nema þessi titill veiti mér einhver tækifæri. Ég hef lítið setið fyrir en hef þrælgaman af því og væri kannski til í að vinna við fyrir- sætustörf. Kærastan ánægð Ég hef aðeins fundið fyrir frægð í kjölfar sig- ursins og held að ég muni bara hafa gaman af henni svo lengi sem hún verður ekki of mikil. Þegar ég var í Kringlunni um helgina voru einhverjar stelpur að öskra á mig en ég forðaði mér bara. Ég er frá Ólafsfirði en bý og starfa á Akureyri. Kærastan mín, Birgitta Rós Laxdal, er mjög ánægð með mig. Hún mætti að sjálfsögðu á keppnina eins og öh fjölskyldan mín. Núna eru bara jólin framundan og þar sem ég hef verið í ströngum æfingum og ströngu mataræði ætla ég bara að njóta jólanna og borða eðli- lega. Ég ætla þó að halda áfram að æfa því nú er ég kominn með áhuga á því.“ œ-SrSrS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.