Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.2005, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.2005, Blaðsíða 2
2 MÁNUDAGUR 3. JANÚAR 2004 Fyrst og fremst JXV Útgáfufélag: Frétt ehf. Útgefandi: Gunnar Smári Egilsson Ritstjórar. lilugi Jökulsson MikaelTorfason Fréttastjóri: Kristján Guy Burgess DV: Skaftahlíð 24, Rvík, sími: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 515 7599 - Ritstjórn: 550 5020 - Fréttaskot 550 5090 Ritstjóm: ritstjorn@dv.is - Auglýsing- an auglysingar@dv.is. - Dreifing: dreifing@dv.is Setning og umbrot Frétt ehf. Prentvinnsla: ísafoldarprentsmiðja DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagna- bönkum án endurgjalds. Hvað yeist þú um januar # Atlantsgjáin dýpkar 1 Hvað eru margir m dagar í mánuðinum? 2 Eftir hverju heitir mánuð- urinn? 3 Hvaða tvö stjörnumerki eru í gildi í janúar? 4 Hvaða forni norræni mánuður náði yfir mestan hlutajanúar? 5 Hvaða dag hefst síðan mánuðurinn þorri? Svör neöst á síðunni Millard Fillmore 1850-1853 Fæddist 1800 í New York- fylki og þrátt fyrir lítil efiii náði hann að ljúka lagaprófi og hóf síðan þátttöku í stjóm- málum. Varð með tímanum einn af forystumönnum Whigga-flokksins, þótt ekki Bandarík j aforsetar þætti harm sérstakur skörungur, og varð árið 1848 varaforseti Zách- arys Taylor sem dó eftir rúmt ár á stóli forseta. Þrælahald var þá orðið heitasta deilumál Bandaríkj- anna og þótt Whigga-flokk- urinn væri andsnúinn þræla- haldi reyndi Fillmore að fara hægt í sakimar og finna málamiðlun sem ekki þyrfti að kosta átök. Málið var hins vegar orðið djúpstæðara þrætuepli en svo að það væri hægt og flokkurinn vildi ekki styðja Fillmore til endurkjörs 1852. Demókratinn Franklin Pierce varð forseú. Arið 1856 bauð Fillmore sig fram til for- seta í nafiú „Know-Nothing“- hreyfingarinnar sem barðist gegn innflytjendum til BNA en varð lítt ágengt. Var síðar andstæðingur Abrahams Lincoln en lét ekki mjög að sér kveða. Lést 1874. Nýárssálmur Hvað boöar nýárs blessuð sól? Hún boðar ndttúrunnar jól, hún flytur llfog líknarráð, hún Ijómar heit afDrottins náð... Frakkar vinna 1562 stundir á ári og Bandaríkjamenn 1877 stundir, vinnu- dagar þeirra eru lengri, frídagar færri og sumarfrí mun styttra. Frakkar og fimm aðrar Evrópuþjóðir bæta sér þetta upp með 7% meiri framleiðni og með því að leggja áherzlu á lífgæði utan vergrar lands- framleiðslu. Heilsa er betri í Vestur-Evrópu en í Bandaríkjunum, ævilíkur eru hærri og ungbamadauði er minni. Útbreiðsla hjartasjúkdóma og krabbameins er minni. Evrópumönnum líður betur en Banda- ríkjamönnum, enda nota þeir 16% lands- framleiðslu til tekjujöfhunar meðan Bandaríkjamenn nota 11%. Trúarofstæki er útbreitt í Bandaríkjun- um, en nánast óþekkt í Evrópu. 68% Bandaríkjamanna trúa, að djöfullinn sé til, og 45% trúa, að endurkoma Krists verði á aUra næstu árum. Sömuleiðis er þjóðernis- ofstæki útbreitt í Bandaríkjunum, 98% telja sig þar þjóðernissinnaða, en aðeins 63% í Evrópu. Bandaríkjamenn trúa á dauðarefsingu, en Evrópubúar hafa óbeit á henni. Morð eru fjórfalt fleiri á fbúafjölda vestan hafs en austan. 24% Bandaríkjamanna telja, að ofbeldi geti átt við í ýmsum aðstæðum, en aðeins 12% Kanadamanna hafa sömu skoðun, enda líkjast þeir Evópuþjóðum að flestu leyti. f Bandaríkjunum lokar yfirstéttin sig inni í vöktuðum hverfum og lokar 2% vinnufærra karlmanna í fangelsum. Af svertingjum á 20-34 ára aldri eru 12% í fangelsi. Svona sjúkt þjóðfélag gæti aldrei þrifizt í Evrópu, þar sem fíkn í áfengi og eiturlyf er talin vera veiki en ekki glæpur. Ameríski draumurinn snýst um einstak- linginn, að hver sé sinnar gæfu smiður og að hver sé sjálfúm sér næstur. Þessi draumur er á hröðu undanhaldi, því að ört fjölgar þeim, sem berjast um á hæl og hnakka án þess að geta lifað mannsæm- andi lífi. En evrópski draumurinn er fé- lagslegur og í örum vexti. Evropusambandið hefur tekið upp arfinn frá járnkönzlurunum Bismark og Erhard, sem lögðu áherzlu á félagslega velferð til að hafa sátt í þjóðfélaginu, líma það betur saman. Enda er velferðin miklu meiri í Evrópu en í Bandaríkjunum, þar sem margfalt hærra hlutfall fólks er undir fátæktarmörkum. Evrópumenn spara fé, en Bandaríkja- menn ekki, heldur lifa á krít frá Kína og Japan. Evrópa hefur komið sér upp öflug- asta gjaldmiðli heims, meðan dollarinn sígur. Evrópusambandið stækkar örum skrefum og fleiri vilja komast inn. Það hefur fengið nýja stjómarskrá, sem ber af hinni bandarísku. Evrópa og Bandarfldn em gerólfk samfé- lög. Bandarfldn em ofbeldis- og einræðis- hneigð í alþjóðamálum, meðan Evrópa leitar sátta. Öll alþjóðamál nútímans snúast um þennan mun. Jónas Krlstjánsson Uppgjör ársins Hverjir voru bestir? Málið Ó, sjd þú Drottins björtu braut, þú barn, sem kvfðir vetrarþraut. f sannleik, hvarsem sólin skln er sjdlfur Guðað leita þln. Þvl hræðst þúei.þótthérsé kalt og heimsins yndi stutt og valt og alltþitt rdð sem hverfult hjól, I hendi Guðs er jörð og sól. Hann heyrir stormsins hörpusldtt, hann heyrir barnsins andardrdtt, hann heyrir slnum himni frd hvert hjartaslag þitt jörðu d. Matthías Jochumsson Svörvi&spumingum: 1. Þrjátíu og einn - 2. Janusi, hinum róm- verska guði dyra - 3. Steingeitin og vatns- berinn -4, Mörsugur - 5. Föstudaginn í 13. viku vetrar (19.-26. janúar) HALLGRlMUR HELGAS0N malaði alla aðra í uppgjörsbransanum þessi áramóún með grein sinni í FréttablaÖinu á gamlársdag. Svikasumar hét hún og segja má að HaÚ- grfinur hafi verið sá eini sem gekk al- mennilega á hólm við þær miklu furður sem áttu sér stað í stjómmálalífinu þetta árið þegar ríkisstjómarflokkamir báðir sýndust úibúnir að fremja siðferðilegt harakírí, bara úl þess að fylgja einum manni efúr á sínu geðspani: Davíð Oddssyni forsæúsráðherra. Eins og Hailgrfinur drap sjálfur á í grein sinni vom allir svo fegnir efúr að þessu havaríi lauk að það myndaðist eins konar þegjandi samkomulag um að reyna helst að gleyma þessu öllu saman en það er líka laukrétt hjá hon- um að það megum við auðvitað ekki gera. Því í reynd sýndu atburðir ársins að sjálft lýðræðið í landinu stendur ekld jafii föstum fótum og við hugð- um. Niðurstaöa: Grein sem ekki má gleymast ★★★★ , ÓLAFUR RAGNAR GRÍMSS0N greip áheyrendur sína á nýársdag strax föst- um tökum með skeleggri umfjöllun um vaxandi ofbeidi og ýmsar skelfi- iegar afleiðingar eiturlyíjafíknar í landinu; fyrir- bæri sem hann hefur helst get- aðlesiðumhérí DV. Og boðaði síðan að hann og Dorrit Moussaieff hefðu ákveðið að grípa úl aðgerða. Við biðum spennt og vissum ekki á hverju var von; æúaði Olafur Ragnar að boða stofnun sérsveitar til að kýla niður dópsala og handrukkara í landinu? Þótt aðgerðimar hafi síðan ekki reynst vera bijálæðislegri en að fela í sér verðlaun úl kennara í landinu, þá fær forsetinn þó stórt prik fyrir að hafa láúð mann fylgjast spenntan með ávarpinu. Það gerist svo sannarlega ekki á hverju ári. Og hugleiðingar hans um nauðsyn menntunar voru skorinorðari en áður hefur úðkast og vonandi að verðlaun- in hans verði til góðs. Niðurstaða: Stal senunni frá stjómmálamönnunum. DAVW 0DDSS0N varð að láta sér nægja áramótaávarp í Morgunblað- inu þessi áramóún. Sem reyndar var birt á miðopnu blaðsins en sjálfur forsæúsráðherrann varð að láta sér nægja óæðri síðu. Og er náttúrlega sönnun þess að þegar til kastanna kemur lítur Mogginn á sig sem málgagn Sjálfstæðisflokksins og formanns hans. En ávarp Davíðs var því miður lít- illa sanda. Hann hafði tældfæri til að horfast í augu við sjálfan sig með per- sónulegu uppgjöri við þetta sitt annus horribilis en snikksnakkaði bara um heldur lítilsverða hluú. Allt í lagi í _________ sjálfu sér, lengst af, en hæðnisleg og meiðandi ummæli í garð þeirra sem vilja uppgjör við „stríðsyfiriýs- inguna" í íraks- stríðinu sýna að Davíð getur bara ekki lengur hafið sig upp fyrir þröngsýnislegt naggið sem einkennir hann æ meira. NiðurstaÖa; 0111 miklum vonbrigö- um. HALLDÓR ÁSGRÍMSS0N iiutu sitt fyrsta ávarp sem forsætisráðherra og sýndi ffarn á af hverju hann var ekki orðinn for- sæúsráðherra fyrir löngu. Honum virúst nefnilega fyrir- munað að kveikja áhuga fólks á sér og málflutningi sínum og Fyrst og fremst „Þvi í reynd sýndu atburöir ársins aö sjálft lýðræðið í land- inu stendur ekki jafn föstum fótum og við hugðum." hugguleg orð um nauðsyn á endur- vakningu gamalla fjölskyldugilda fóru fyrir ofan garð og neðan. Sumir tóku þann kost að fylgjast fyrst og fremst með þeim vandræðum sem Halldór átti í með hendumar á sér. Niðurstaða; Fyrirtaks svefiilyf. • •• ★ ★★ _ KARL SIGURBJÖRNSSON biskup var & ekki ósvipuðum nótum og forsæt- isráðherra í nýársávarpi sínu en var mun skörulegri og beinskeyúari er hann krafðist þess að foreldrar vörpuðu ekki ábyrgð á uppeldi bama sinna á skóla eða aðrar stofnanir. Og allir aðilar horfðust í augu við ábyrgð sína. Ekki hægt að segja að það hafi skýrst að ráði hvaða stöðu Guð spilar í fótboltaleik íslensku kirkj- unnar en sem ádeilupisúll var þeúa fínt. NiðurstaÖa: Biskup „át-sorsar" ekki þegar á reynir. Uppgjör í sjónvarpinu U KRVDDSÍLDIN ... hefur oft verið fjörug- asú áramótaþáttur- inn en að þessu sinni var hún alveg steindauð og meira að segja farin að úldna. Ekkert fjör og enginn fullur. ★fréttaannállArúv. var svo deyfðarlegur að það var eins og ekkert hefði gerst á árinu. viðmælendur og strúktúrinn góð- ur, þótt ein- hverja snerpu hafi kannski vantað í stjómand- ann sjálfan. ★ ★ ★SUNNUDAGSÞÁTT- URINN... .. á Skjá einum stóð Silfrinu að þessu sinni lítið að baki þótt umræðan hafi á Úmabili orðið fullþung fyrir gamlársdag. ★★★★fréttaannAll ★★★Aramótaskaup- ASTÖD2... ... var miklu flöragri og bein- skeyttari þótt Róbert Mars- hali fengi ekki að grínast að þessu sirmi - sjá baksíðuna. úklu f ★★★SILFUR EGILS... ... stóð vel fyrir sínu, fínir »... ... var huggulegt og mein- laust en bara frekar skemmú- legt. Að vísu vafasamt að fá svona marga málsmetandi menn sjálfa í þáttinn (Davíð, Frikka Sóf og fleiri) þar sem raun- veruleg ádeila er auðvitað engin ef „skot- mörkiiT' sjálf spila bara með.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.