Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.2005, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.2005, Blaðsíða 13
DTv Fréttir MÁNUDAGUR 3. JANÚAR 2004 13 Ættingjar fórnarlamba leiknir grátt Fertugur Breti hefur ver- ið handtekinn fyrir þann svívirðilega leik að senda ættingjum fórnarlamba hamfaranna í Asíu tölvu- bréf þess efnis að fjölskyld- ur þeirra séu látnar. Tölvu- þrjóturinn notaði upplýs- ingar af heimasíðu Sky- sjónvarpsstöðvarinnar þar sem breskur almenningur auglýsti eftir ættingjum sín- um í Tælandi. Fólkið fékk síðan tölvubréf þess efnis að ættingjar þeirra hefðu fundist lámir. Tölvubúnað- ur mannsins hefur verið gerður upptækur en hon- um sleppt í bili gegn trygg- ingu. Kyssti bíl í 54 stundir Jose Aliaga, 22 ára Chilemaður, vann um helg- ina það einstæða afrek að kyssa bíl viðstöðulaust í rúmar 54 klukkustundir. Aliage fékk að laun- um lyklana að spánnýj- um bíln- um og máhann eiga bílinn. Alls keppm 27 karlar við Aliaga um bílinn en höfðu ekki jafnmikið þrek til kossa. „Mig langaði einfaldlega mest í bílinn - ég bókstaflega þráði að eignast hann,“ sagði Aliaga að lokinni keppni. Hann fékk eins og aðrir keppend- ur sjö mínútna pásu á þriggja stunda fresti þannig að afrekið telst þónokkurt. Jackson reykti krakk Leikarinn Samuel L. Jackson viðurkennir að hafa reykt krakk áður en hann varð Hollywood- stjarna. Jackson segist raunar hafa notað krakk og kókaín nokkuð jöftium höndum í tíu ár. Hann seg- ist hafa hætt eiturlyfja- neyslunni eftir að átta ára dóttir hans kom að honum „dauðum" á eldhúsgólflnu. Jackon segir frá þessu öllu saman í viðtali við US Mag- azine og kveðst hafa byrjað neysluna eins og svo marg- ir aðrir með því að reykja gras og taka inn sým. „Ég fór aldrei edrú á svið, var í vftnu á æfingum og á end- anum var ég farinn að reykja kókaín við hvert tækifæri," segir Jackson í viðtalinu. Hann sneri við blaðinu fyrir nokkrum árum og neytir í dag engra vftnugjafa. Væntingar á nýju ári Mínar væntingar em að við höldum okkar góðæri og missum ekki tök á okkur sjálfum í öllu peningaveldinu. Það er eingöngu undir okkur sjálfum komið að halda í gæfuframganginn. Það hafa mðst inn háir vísareikningar sem maður reynir að komast út úr sem Ingveldur Sigurðardóttir ræðir um þrengingar og betri tlma. Þroskaþjálfinn segir aUra fýrst. Fer nú í hönd spamaðar- tímabU sem maður hefúr svo oft farið í gegnum um ævina. Bjartsýni og jákvæð hugsun hafa mUdð að segja í h'finu; að stappa í sjálfan sig stálinu og ákveða að komast í gegn- um aUa hluú sem að steðja. Fólk eins og ég sem hefur upplifað bæði þrengingar og betri tíma inni á miUi er kannski betur í stakk búið tU að taka ýmsu sem að höndum ber. Eitt sinn vom þrengingar á mínu heim- Ui þannig að ég reyndi að finna matföng sem væri hægt að nýta að fuUu þannig að það endaði með svokallaðri naglasúpu eins og var sagt ffá í gamalU sögu í lestrarbók sem ég las í skóla. í þeirri sögu er sagt: Nota það sem hendi er næst - hugsa ekki um það sem ekki fæst. En bömin mín urðu leið á þessu og spurðu: Mamma, hvenær fáum við lambasteik? Kannski ættum við að hugsa svolítið tnn það í veraldar- gæðunum að nýta það sem við eigum tíl en vera ekki aUtaf hlaup- andi út í búð. Því vænti ég þess að á nýhöfnu ári hugleiðum við þessa hluti og förum vel með okkar fjár- muni og eyðum þeim í það að styrkja okkar fjölskyldur og okkar eigin garð. Ég óska öUum gæfu og gengis og aUrar blessunar á árinu. ALBÚM Á NETINU huliimit Veikomin í kynningu á þjónustunní Panta myndir Mlljántn dniðMMMt Mðonf I---------------) ► FramKaiiaou mynair pegar per ► Hafðu myndirnar þínar á öruggum stað ► Flokkaðu þær eins og þú vilt í myndaalbúm Hafðu myndasýningu hvar sem er ► Sendu fjölskyldu og vinum myndir i netpósti ► eða gefðu þeim aðgang að myndaalbúmum ► Sendu kveðjur með myndum ► Kynntu þér máiið á www.hanspetersen.is //twftíHfíV V'1 Kodak Picture Center ONLINE Þitt eigið myndaalbúm á netinu

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.