Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.2005, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.2005, Blaðsíða 3
DV Fyrst og fremst MÁNUDAGUR 3. JANÚAR 2004 3 Graíarvogsbúar skemmtu sér é brennu Spurning dagsins Hvað er þér eftirminnilegast á nýliðnu ári? Ég keypti mér íbúð „Ég keypti mér íbúö á árinu og er afar ánægð með hana. Það er mik- ill munur að vera kominn í eigið húsnæði, það er mjög fullorðins Kamilla Ingibergsdóttir, fram- kvæmdastjóri Kópavogsdeildar Rauða krossins. „Það er eftir- minnilegast að ég varð barns- hafandi á árinu. Ég á von á mér í apnV' Hulda Vilhjálmsdóttir listakona. „Tiivera barns- ins í maganum á konunni minni, litli laumufarþeg- inn. Hvernig gat þetta gerst?“ Valgarður Bragason verkamaður. „Mér fæddist sonur árinu, þann 2. nóv- ember. Það er eftirminni- legt." Helgi Þórar- insson, yfirmaður á Grænum kosti. „Hvað ég spil- aði mikinn fót- boita á árinu. Ég spila með KR og við unn- um 3-0 á jóla- mótinu." Vilhjálmur Þórhallsson, 10 ára. Skyndimyndin Börn og fullorðnir skemmtu sér hið besta við áramótabrennuna í Grafar- vogi í fyrrakvöld. Safnað hafði verið í myndarlegan báiköst skammt frá Gufunesbænum og var kveikt í kestínum um hálf- níuleytið að viðstöddu miklu fjölmenni. Voru viðstaddir á einu máli um að vel hefði tekist til og litlu skipti að brennan væri haldin að kvöldi nýársdags í stað gamlárskvölds. Leyfi fyrir ellefu brennum á höfuðborgarsvæðinu voru afturkölluð á gamlársdag vegna slæmrar veðurspár. Hittu veðurfræðingar naglann á höfuðið í þetta skiptið því veður var afleitt fram eftir kvöldi og rættíst ekki úr fyrr en skömmu fyrir miðnætti. Sama sagan var víða um land og var kveikt í áramótabrennum víða um land í gærkvöld og fyrrakvöld. Áramótagleðin fór annars vel fram um allt land að sögn lögreglu. Árcunótabrennur fóru alls staðar vel ffarn og var aðsókn með besta móti að sögn lögreglu. Margt merkilegt gerðist á liðnu ári á opinberum vettvangi, en oftast stendur persónuleg reynsla fólks upp úr. Hættulegustu lönd heims Ekki er enn búið að taka saman tölur um mannfall úr röðum blaðamanna á nýbðnu ári. En áratuginn á undan - frá 1994-2003 - voru alls 346 blaða- menn drepnir við störf sín um víða veröld. Flestir féUu árið 1994 eða 66 en ári seinna 51. Bæði 2001 og 2003 voru 37 blaðamenn Blaðamennska drepnir og árið 1999 voru þeir 36. 1. Alsír 51 2. Kólumbía 31 3. Rússland 30 4. Rúanda 16 5.-6. Indland 15 5.-6. Síerra Leóne 15 7.-8. irak 14 7.-8. Filippseyjar 14 9. Brasilía 12 10. Afganistan 11 ÞAÐ ER STAÐREYND... ... að skáldsagan Catch-22 eftir Joseph Heller (en titill henn- ar er nú alkunnur frasi yfir það þegar menn standa frammi fyrir tveimur ómögu- legum kostum) átti upphaflega að heita Catch-18. ÞAU ERU FEÐGIN Leikarinn & leikkonan Hinn landsþekkti leikari Arnar Jónsson er faöir leikkonunnar Sólvegar Arnardóttur sem jafnframt er dóttir ieikstjórans Þór- hildar Þorleifsdóttur. Arnar útskrifaðist úr Leiklistarskóla Þjóðieikhússins árið 1964 og hefur umlangt skeið verið einn afþekktustu ieikurum landsins og leikið í fjölda eftirminni- iegra kvikmynda og ieiksýninga. Sólveig lærði hins vegar leik- list við Hochschuie fúr Schauspieikunst Berlin„£rnst Busch“ og útskrifaöist þaðan árið 1999. Sóiveig var orðin þekkt fyrir leik sinnhérá landi áður en hún hélt til náms en síðan hún kom heim hefur frægðarsól hennar risið enn hærra. Geymslu- h og dekkjahillur www.isold.is ISOld ehf. Nethyl 3-3a -110 Reykjavík Sími 5353600- Fax 5673609 í bílskúrinn, geymsluna, heimilið og fyrirtækið Þessar hillur geta allir sett saman. Skrúfufrítt og smellt saman. kr.7.700.- viðbótareining kr. 5.586-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.