Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.2005, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.2005, Blaðsíða 25
DV Menning MÁNUDAGUR 3. JANÚAR 2005 25 Rithöfundurinn og baráttukonan Susan Sontag, afkomandi pólskra gyðinga og innflytjenda, íbúi á Manhattan og heimssál, lést á þriðjudag í New York, rétt sjötug að aldri, af völdum hvítblæðis eftir langa baráttu við krabbamein. Lát hennar hefur vakið viðbrögð víða í fjölmiðlum á Vesturlöndum. Sólarhringum eftir lát hennar voru henni flutt tvenn eftirmæli í útvarpinu og hennar minnst í Morgunblaðinu og Vísi. Hver var þessi kona? Hvaða máli skipti Susan Sontag? Hvenær rakst ég fyrst á þetta nafn? Hún var í hópi virkra andófsmanna stríðsins í Víetnam og fór í fræga ferð til Hanoi 1968 sem var vitnað til þegar fleiri þekktar andófskonur amerískar tóku að sækja norðurhlutann heim: Joan Baez, Jane Fonda, '69, ‘70. Ferðir voru famar í skugga stríðsins undir hatursfullum veinum íhaldspressunnar sem enn studdi hernað Bandartkjamanna og leppa þeirra gegn Víetnam. Hér og víðar. Upp úr 1970 fór þessu nafni svo að bregða fyrir £ öðru samhengi: Hún var bókmennta- kona og gagnrýnandi sem lagði jafnframt fyrir sig kvikmyndagerð. Til stóð á þessum árum að sýna mynd eftir hana í Tjarnarbæ í nafni Kvik- myndaklúbbsins, hvort hún kom hér man ég ekki. Greinaskrif Sontag var essey-isti fyrst og fremst. Það var fyrir ritgerðir hennar sem upphaflega birtust í tímaritum að hún varð þekkt. Annað ritgerða- safnið hennar hennar, Styles of Radical Wiil frá 1969, hef ég eignast 1977: Fagurfræði þagnar- innar, pomografi'a, Cioran, leikhús, kvikmynd- ir, Bergman, Godard og bandarísk heimsvalda- stefna em viðfangsefni hennar má ráða af efri- isyfirliti, en í skrifum hennar bærist svo margt fleira í yfirgripsmikilh þekkingu á sviði bók- mennta, lista og heimspeki. Var það ekki það sem heillaði mann sem lesanda fyrst í stað hversu vel hún virtist heima víða? í fyrsta ritgerðasafiii sínu, Against inter- pretation frá 1966, telur hún upp hvar ritgerðir hennar höfðu birst frá 1961: New York Review of Books, Evergreen Review, Nation, Seventh Art og Partisan Review. Líkt og margir höfund- ar var tímaritabransinn með sínum stopulu greiðslum fyrir greinaskrif hennar lifibrauð um árabil. Sem skáldsagnahöfundur hafði hún litl- ar tekjur. Reyndar hefur síðustu daga verið greint frá því að hún hafi búið við bág kjör mestan hluta ævi sinnar. Það sé rétt síðustu fimmtán árin sem Sontag hafi búið við þokka- leg efni. Pólskur gyðingur Sontag var fædd í New York 16. janúar 1933 þar sem hún bjó síðan lengstan hluta ævi sinn- ar. Hún var fædd Rosenblatt, brot af flóttanum mikla frá innlöndum Evrópu. Faðir hennar starfaði í skinnabransanum og dvaldi alla bernsku þeirra systra Susan og Judy í Kína. Hún var alin upp af fóstru, en faðir þeirra lést 1938 og þá flutti móðirin með dæturnar til Mi- ami og síðar Tucson Arisona og loks til Los Angeles 1946 og hafði þá gifst öðru sinni, manni að nafni Nathan Sontag sem var í flug- hernum. Bemska af þessu tagi, langvinn fjarvera for- eldra, fráfall föður og tíðir flutningar lands- hluta á milh, kalla á kyrran heim öryggis og stjómar. Susan Sontag fann hann í bókum, varð fljótt lestrarhestur og öðlaðist þannig trú á sjálfa sig. Þekking hennar á bókum gæddi líf hennar þeirri forvitni sem vísaði henni inn á líklegustu svið lesturs og skrifta. Hollywood til Harvard Námsferill hennar var glæsilegur. Frá North Hollywood High til Berkeley þar sem hún sett- ist á skólabekk sextán ára gömul. Hún hóf síðan nám í Chicago og komst undir hendur jafri ólíkra lærifeðra og Kenneth Burke sem var kunnur gagnrýnandi og Leo Strauss stjórn- málaheimspeldngs sem hefur á síðustu árum orðið þekktur sem áhrifavaldur á nýja íhalds- menn Ameríku. I Chicago kynntist Sontag eiginmanni sín- um, Philip Rieff, sem hún giftist og eignaðist með einn son aðeins m'tján ára gömul. Þau fluttust til Boston 1951 og hún hélt áfram námi við Harvard í heimspeki. Þar kynntist hún Frankfurtar-skólanum. Þýski heimspekingur- inn Herbert Marcuse bjó hjá þeim Rieff-hjón- um í eitt ár á meðan hann var við Harvard. Hún fékk styrk til námsdvalar í Oxford 1957 sem henni þótti forpokalegur svo hún flutti sig yflr til Parísar þar sem hún tengdist hópi landa sinna í kringum hið þekkta tímarit Paris Revi- ew. Hún var sest að deiglu bandarískra bók- mennta. Við heimkomuna skildi hún við eigin- mann sinn og hóf ævistarf sem einhleyp móð- ir, kvikmyndagerðarkona og höfundur. Tengsl- in frá París opnuðu henni dyr að helstu hópum menntamanna í New York. Róttæk stelpa Sontag var „radical chic“ eins og Tom Wol- fe kallaði það. Þessi skelfir menntaðra sem ómenntaðra karlmanna, kona með skoðanir, menntun og munn fyrir neðan nefið. Hún ætl- aði sér að verða skáldsagnahöfundur en rakst inn á svið ritgerðaskrifa vegna peninga. Fyrsta ritgerð hennar tók hugtak úr skreytiheimi homma - camp - sem hún skilgreindi og gerði að alþjóðlegu heiti í menningarumræðu. Meg- as er bara camp, sagði ónefndur ritstjóri á dag- blaði við mig árið 1977. Susan var reyndar ekki ein. Á sjöunda ára- tugnum var hópur kvenna áberandi í skrifara- heimi New York: Mary McCarty, Elisabeth Hardwick, Martha Gellhorn eru kannski þekkt- ustu nöfnin, en þær voru fleiri konumar í deigl- unni sem menningarlíf New York var. Susan Sontag var meira áberandi vegna þess hve áhugamál hennar lágu víða og hversu trú hún var þeirri köllun að fjalla um það sem hún hafði áhuga á. Skrifin vom henni leið til þekk- ingar, í þeim lærði hún, oft var hún yfirborðs- kennd, fullyrðingasöm en alltaf leitandi, hug- leiðingar hennar hugvekja. Kenningar komu henni ekki í kró eins og vildi henda marga sem enn em jarmandi á stallinum. Evrópsk hugsun Fyrstu efhi Sontag ríma við París og London, meginlandið fyrir og eftir stríð: Hún er í New York-fréttaritari þess sem er að gerast í Evrópu rétt eins og Thor Vilhjálmsson og fleiri em hér heima. Sartre og Genet, Brecht og Weiss, Bresson og Godard em efni hennar og áhugamál. Krafa hennar um túlkunarlausa neyslu listaverksins 1964, sem Hjálmar Sveins- son hefur fyrir fáeinum dögum kallað and- platónska, rímar við hugmynd afstraktistanna um viðtöku strangflatarverksins og hugmynd McNeice: A poem should not mean but be. Listaverkið hefur ekki annan veruleika en sinn eigin. Hún býr í New York en er á meginlandinu. í minningarorðum sínum frá 1972 um banda- ríska rithöfundinn Paul Goodman sem varð aldrei frægur en hún segir samt besta prósaista enskra síðan D.H. Lawrence leið, skrifar hún úr risíbúð í Paris. Það dylst ekki af skrifunum að hún er útlagi úr heimalandi sínu, fréttaritarinn er fluttur að heiman, eða komst hann aldrei aldrei heim? f hennar eigin skrifum má sjá hvernig vítt og margbreytilegt flæðiland textatilvitnana í Evr- ópuhöfunda verður að hnitum í hugsanaferli sem með tímanum verður æ flóknara og knappara í stílbyggingu, mótun hugsunar í orð og setningar. Hún vex hratt sem stflisti og ratar loks inn á svið í umræðu sem fáir hefðu farið inn á um veg bókmennta og lista: Ljósmyndina ‘ og sjúkdóminn. Um Ijósmyndir í skrifum sínum um ljósmyndina 1973 og 1974 sem birtust á bók 1977, On Photography, tekur hún til við að greina sögu og eðli ljós- myndunar frá fagurfræðilegum og heimspeki- legum forsendum. Tekur að lesa myndina enda á heimavelli. Hvergi var ljósmyndin í þann tíma orðin virtara listform en í Bandaríkj- unum, gamla álfan hafði aldrei getað metið til fulls ljósmyndina sem listform á viðlíka hátt og Bandaríkjamenn. Voru það myndatímaritin sem gátu af sér þá virðingu og reynslu? Þau þekktust ekki síður í Evrópu og víðar, en ljós- myndin varð aðeins vestanhafs að virtu list- formi. Sontag birti síðar annað rit um ljósmynd- ina, Regarding thé Pain of Others 2003, og hef- ur þá enn þróað hugvekjur sínar um listformið, hún hikaði aldrei við að breyta skoðunum sín- um, sem var einn hennar höfuðkostur. í um- ræðu var henni enginn sannleikur svo heilagur að hún leitaði ekki lengra. Einkalíf hennar þótti ekki síður forvitnilegt. Þekkt einhleyp kona og áberandi í opinberu li'fi kallaði á endalausar getgátur. Heimsborg varð þorp þegar hún hóf sambúð með hinum þekkta ljósmyndara Annie Leibovitz. Fáir höfundar minningargreina síðustu daga gera einkalíf hennar að efrii en ljóst er að seinni hluta ævinnar hneigðist hún til kvenna. Hún bjó jöfnum höndum á Manhattan og í París og síðustu áratugi átti hún athvarf á jafriólíkum stöðum og Berlín, Sarajevo og Póllandi. Hún leitaði á heimaslóðir forfeðra sinna á baráttuárum Solidamos og til Sarajevó sótti hún á tímum ófriðarins á Balkanskaga. Hún sótti inn á átakasvæðin í samtíma sínum, stóð utan við meginstraum samferðamanna sinna og var oftast f andófi. Þannig fordæmdi hún utanríkisstefnu þjóðar sinnar í Víetnam, á Kúbu og síðast í írak. Hún vakti mikla athygli fyrir afstöðu sína skömmu eftir 11. september: árasin á New York væri afleiðing af hernaðar- stefriu Bandaríkjanna og ekki væri undir með nokkurri sanngirni hægt að ásaka árasarmenn- .■» ina fyrir hugleysi. Henni var hótað h'fláti og mátti hún þola hatramma hatursherferð í heimaborg sinni. Krabbinn Sontag veiktist snemma af krabbameini. Þegar hún greindist fyrst með brjóstkrabba árið 1972 var henni ekki hugað hf. Hún gekkst undir tilraunameðferð í París með fjárstyrkvina sinna og hlaut bata. Fyrir hálfum áratug var hún greind með krabbamein í legi og er nú talið að geislameðferð þá hafi greitt götu hvítblæðis sem fyrir viku varð henni að bana. Hún fór í mergskiptingu síðasta árið sem dugði ekki til. Veikindi Sontag urðu til þess að hún skrifaði htið kver um veikindi sem myndlfkingu, Illness as Metaphore 1978, þar sem hún greiðir úr við- teknum hugmyndum um hið sjúklega, heil- brigði sem hugmynd og veikindi sem brot. Hún útfærði svipaða túlkun áratug síðar í merkri ritgerð um alnæmi og eyðni, Aids as Metaphore 1989.1 þessum ritgerðum storkaði hún sem oft áður viðteknum hugsanagangi. Þótt hún væri í grunninn borgaralegur höfund- ur og staðfastur vörður um réttindi á borð við málfrelsi og skoðanafrelsi tókst henni á þess- um sviðum umræðu að vísa á bug ríkjandi hugmyndum, kalla á skilning og umburðar- lyndi marglynd eins og hún var í upplifun sinni á ævintýri h'fsins. * Erindi og áhrif Sontag var mikilvæg vegna þess að hún neitaði ahtaf að láta berast með straumi sam- eiginlegrar niðurstöðu sem byggði gjarnan á þöggun og málamiðlun. í bandarískri umræðu var hún kvennamegin og því mikilvægur boð- beri jafnréttis. Ritgerðir hennar voru þýddar á fjórða tug tungumála. Henni tókst aldrei að skapa sér stöðu sem skáldkonu, þá síðustu skáldsögur hennar af þessum fjórum, Volcano Lover 1992 og In America 2000, sem hún samdi hafi vissulega aukið hróður hennar eru það rit- gerðirnar sem munu lifa. Hér á landi eru engin merki um áhrif henn- ar, þótt ugglaust hafi kynning hennar á verkum Barthes opnað mörgum leið að fagurfræði hans og kenningum í sfnu margbreytilega rófi. ITér getur engin drepið niður penna um ljós- myndir nema vitna til hennar. Öllum þeim sem fylgdust um áratugaskeið með skrifum Sontag er missir nú þegar rödd hennar er þögnuð. Konur með skoðanir eru hér á landi óþægilegri en karlar með skoðun. Það er þægilegast að hafa konur með skoðun í útlöndum, jafnvel víðfeðmar skoðanir á ýmis- legu ólflcu sem brjóta í bága við venju og hefð. Það var ágæti hennar. Það var þess vegna sem -1* Susan Sontag skipti máh. Páll Baldvin Baldvinsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.