Dagblaðið Vísir - DV - 10.01.2005, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 10.01.2005, Blaðsíða 4
4 MÁNUDACUR 10. JANÚAR 2005 Fréttir TfV Landspítali fagnar Davíð Á heimasíðu Landspít- alans er fagnað þeim orð- um Davíðs Oddssonar ut- anríkisráðherra að nota mætti söluandvirði Lands- símans til þess að byggja nýtt háskólasjúkrahús. „Það hefur lengi verið ljós hin brýna þörf á að byggja nýtt hátæknisjúkrahús fýrir landsmenn sem svari kröfum nútímans og næstu áratuga. Á Landspítala - há- skólasjúkrahúsi hefur verið unn- ið skipulega að nauðsynlegum undirbúningi þess að ráðast í það mikla verkefni að byggja nýtt sjúkrahús," er skrifað á heima- síðu Landspítal- ans. Flugstjóri farþegaflugvélar Aeroflot sá sig neyddan til að millilenda í Keflavík um helgina á leið sinni frá Toronto til Moskvu tn að henda drukknum farþega frá borði. Farþeginn, Stan Doudanenko, segist hafa verið að grínast en líst vel á land- ið. Hann biður um hjálp íslendinga og ætlar að leita til félagsmálayfirvalda í dag. Flugdolgur fastur Hótel Ketlavík „Ég hringdi meðal annars í eiginkonu mína fyrrver- andi en hún sagði mér að fara til fjandans „Hvað get ég sagt? Ég var vissulega búinn að fá mér eitthvað að drekka en ég held að ég hafi nú ekki verið með nein læti sem hafi kallað á þessi viðbrögð. Misdýr verkjalyf Könnun sem Neytanda- samtökin gerðu í níu apó- tekum á höfuðborgarsvæð- inu og á Akureyri sýnir mikinn verðmun á verkja- lyfjum. Munur á hæsta og lægsta verði var á bilinu 30% til 60%. Oftast var það Rimaapótek sem bauð lægsta verðið en Lauganes- apótek var langoftast með hæsta verðið eða í 10 skipti af 13. Ef ailar 13 vöruteg- undirnar eru teknar saman er munur á hæstu og lægstu körfú tæp 34%. Telja Neytendasamtökin þennan mikla verðmun benda til virkrar sam- keppni. Avtavis fær afslátt Lyfjarisinn Actavis hf. fær 10 prósent afslátt af gatnagerðar- gjöldum vegna nýbyggingar við Reykjavíkurveg í Hafnarfirði. Eftir að hafa fengið umsögn um- hverfis- og tæknisviðs um málið samþykkti bæjaráð- ið þessa lækkun og segir hana vera með sérstöku tilliti til aðstæðna og reglna um niðurrif á húsi sem fýrir var á lóð fyrir- tæksins við Reykjavíkur- veg. I Við vorum þarna nokkur farin að blanda geði um borð í flugvél- inni og allt í góðu, þegar ég sting upp á því við flugfreyjuna að opna hurðina til að fá ferskt loft inn,“ segir Stan Doudanenko, Kanada- maður af rússnesku bergi brotinn, sem var hent frá borði farþegaflug- vélar Aeroflot í Keflavík. Allt í gríni Flugvélin var á leið frá Toronto í Kanada til Moskvu en vegna óláta sem komu upp um borð sá flug- stjórinn sig tUneyddan til að milli- lenda í Keflavík og vísa manninum frá borði. Haft var eftir áhöfn og öðrum farþegum að maðurinn hefði reynt að stofna til átaka um borð og því hafi flugstjórinn þurft að grípa til þessa ráðs. „Ég staldc nú upp á að opna hurðina í algeru gríni og ég held að það hafi öllum verið ljóst. Þau tóku þessu aftur á móti mjög illa og flug- stjórinn ákvað strax að henda mér út. Ég ítrekaði að um grín hefði ver- ið að ræða og lofaði að hegða mér vel það sem eftir var en allt kom fyr- ir ekki, þau vildu ekki hafa mig um borð," segir Stan og segir málið að hluta pólitískt. „Að hluta er þetta pólitískt mál þar sem það virðist vera í tísku núna að í hvert sinn sem eitthvað kemur upp í flugvélum að þá sé gripið til einhverra öfgafullra ráð- stafana sem þessara. Það er reynt að gera allt eins tortryggilegt og hægt er,“ segir Stan, sem var látinn í hendurnar á lögreglunni á Kefla- víkurflugvelli. Lögreglan flutti hann í fangageymslur í Keflavík þar sem hann var látinn sofa úr sér. Hann ber lögreglunni góða söguna og segir alla hér á landi hafa sýnt sér mikinn skilning. Leitar til félagsmálayfirvalda „Ég vaknaði svo síðar og hringdi bjöllunni til að fá að fara á klósettið. Þá tóku á móti mér þrír eða fjórir lögreglumenn og ég spurði þá hvar ég væri staddur. Þeir sögðu að ég væri á íslandi sem kom mér nokkuð á óvart. Þeir sögðu líka að ég væri orðin frægur þar sem þetta hefði verið í fréttum víða,“ segir Stan, sem kannast ekki við að hafa reynt að stofna til áfloga um borð í vél- inni. „Lögreglan spurði mig nokkurra spurninga og að því loknu sögðu þeir mér að ég væri frjáls maður. Mér var sagt að halda áfram ferð minni til Rússlands eða snúa aftur tii Kanada en þá var skyndilega búið að loka öllum reikningum mínum í Kanada þannig að það er h'tið sem ég get gert að svo stöddu," segir Stan, sem ædar að leita á náðir ís- lenskra félagsmálayflrvalda í dag. „Ég verð að flnna einhvern stað til að vera á þangað til að mín mál skýrast og ætla að tala við félags- málayfirvöld í dag. Mér líst raunar vel á landið þannig að ég gæti vel hugsað mér að setjast hér að og finna vinnu," segir Stan. Að sögn Stans hefur hann haft samband við vini sína erlendis. Þeir ætli að reyna að hjálpa honum. „Ég hringdi meðal annars í eig- inkonu mína fyrrverandi en hún sagði mér að fara til fjandans. Vinir mínir í Rússlandi ætla að reyna að hjálpa mér en það tekur smá tíma að millifæra peninga og svoleiðis þannig að staðan hjá mér er enn óljós. Ég þarf þess vegna að biðja ís- Stan Doudanenko Var hent frá boröi iKeflavík á ieið sinni frá Toronto til Moskvu vegna drykkjuláta sem hann segir bara hafa verið létt grin. Var steinhissa er hann vaknaði á Islandi og leitar nú eftir aðstoð til að komast frá iandinu eða til að setjast hér að. DV-mynd Víkurfréttir/Þorgils lendinga um hjálp, annað hvort til að komast aftur heim eða til að setj- ast hér að,“ segir Stan. í Kanada starfaði Stan við aug- lýsingagerð. Áður var hann í rúss- neskuherlögreglunni og starfaði meðal annars í Afganistan og Tjetj- eníu. „Ég er búinn að dvelja í Kanada í ellefu ár og var á leiðinni til Rúss- lands í fyrsta skipti síðan þá og er því nokkuð svekktur yfir að þetta hafi farið svona. En mér líst vel á ís- land og ég gæti vel hugsað mér að setjast hér að í framtíðinni." agust@dv.is Brad og Jennifer en ekki Bubbi og Brynja Svarthöfði fylgdist spenntur alla helgina með fréttum af skilnaði Brad Pitts og Jennifer Aniston. Þau æda víst að vera vinir og talsmaður Fem- enistafélags íslands tjáði sig í Frétta- blaðinu í gær um skilnaðinn. Hún sagði að Jennifer Aniston myndi verða sama konan án Brad Pitts. Af því að hún á svo góða vini, sagði Katrín Anna Guðmundsdóttir tals- kona Femenistafélags íslands. Mogginn birti iíka fréttír af þess- um merkilega skilnaði. „Heit frétt frá Hollywood," stóð á forsíðu. „Leik- arahjónin Brad Pitt og Jennifer Ani- ston eru skilin," héldu þeir áfram á - Svarthöfði forsíðu sunnudagsblaðsins og vís- uðu á eitthvað sem heitír „Menning" og er í blaðinu. Þetta flnnst þeim menning á Mogganum. Og Svart- höfði er sammála þeim. En af hverju fjalla hin blöðin, fýrir utan DV og kannski Séð og heyrt, bara um údenska skilnaði og veigra sér við því að spyrja Katrínu Önnu Guðmundsdóttur, talskonu Fem- enistafélags íslands, út í skilnað Bubba og Brynju eða Hannes Smárason og Steinunnar Jónsdótt- IQ3SB319 „Ég hefþað bara mjög gott og er fullur tilhlökkunar fyrir tónleikana," segir píanósnillingur- inn, Vikingur Heiðar Ólafsson, en hann hélt tónleika í Salnum I gærkvöld.„Það ermjög gaman að spila á Islandi, ekki síst þegarmaður veit afvinum og vandamönnum I salnum," segir Víkingur en þess má geta að vegna mikillar aðsóknar þá verða aukatónleikar haldnir I Salnum I kvöld. ur? Það er þó allavega fólk sem við þekkjum og okkur þykir vænt um. Eða kannski er Svarthöfði svona kaldur gegn útíendingum því hann verður að viðurkenna að þótt gaman hafl verið að fylgjast með skilnaði Brad Pitts og Jennifer Aniston á síð- um Moggans og Fréttablaðsins um helgina, þá hafði skilnaður Brynju og Bubba miklu meiri áhrif á hann. í raun er Svarthöfði ekki enn búinn að jafna sig. Og kannski sýnir hann skilnaði Brad og Jennifers eingöngu svona mikinn áhuga vegna Bubba og Brynju. Svarthöfði

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.