Dagblaðið Vísir - DV - 10.01.2005, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 10.01.2005, Blaðsíða 25
DV Menning MÁNUDAGUR 10.JANÚAR2005 25 Frumsýning á Híbýlum vindanna í Borgarleikhúsinu á föstudagskvöld var ánægjulegur vottur um hvernig best getur tekist til í íslensku leikhúsi. Yfirbragð alúðar og alvöru einkennir sýninguna sem var innilega fagnað af gestum sem voru snortnir eftir áhrifamikið og fallegt kvöld. Sýningin er samstillt átak og hefur hreinan og kláran heildarsvip, en stærstan hlut þess árangurs verður að þakka leikstjór- anum, Þórhildi Þorleifsdóttur. Það var óvenjulega góð hlustun og eftirtekt á frumsýningunni á föstudagskvöld. Það er ekki alltaf þótt miklu sé tjaldað til. Leikhús- gestir leyna því sjaldnast ef athygli þeirra er brigðul, órói, hóstar og ræskingar fara af stað í salnum og einbeitingin gefur sig og áhugaleys- ið tekur að læðast innanum prúð- búna gestina. Þórhildur spilaði hði sínu ffam af dirsku strax í upphafi sýningar sem hefst á löngum þöglum kafla eftir að áhorfendur horfast beinlínis í augu við leikhópinn sem stendur um hríð hreyfingarlaus og horfir fram í sal- inn. Eftir fylgir inngangskafli sem er sóttur í sígilda panómímu sem á síð- ari tímum hefur helst verið notuð sem intermezzo n millikafla n en veröur hér að boðun fýrir helstu átakaþætti verksins og kynnir breið- ar aðstæður sögunnar: hástétt og lágstétt, birtu og yl, myrkur og kulda, aHsnægtir og fátækt. Látlaust og án skrauts En þetta upphaf gerir annað og meira: það setur sýningunni þann stíl sem helst síðan aht til enda. Héðan hefur öhum óþarfa verið kastað, einfaldleiki og sparlegur stfll setur snið á aht, samtalstexti knappur, leikmáti skrautlaus og lát- laus, einstaklega samstiUtur hjá leikurum sem eru að persónulegum stfl, vana og óvana, afar ólfldr en hefur hér auðnast að stiUa sig sam- an í agaða heild sem með byrgðum dráttum kasta fram í áhorfandann grimmum örlögum þjóðarbrotsins sem flúði vestur. Leikstjórinn sagði í viðtali frumsýningarkvöldið að hún vildi að sýningin snerti áhorf- endur. Hún gerir gott betur: maður var á löngum köflum skekinn. Spírall Sýningunni er um leið vahn hæg framvinda: á sviðsgólfið er dreginn spíraU sem þrengist inn í sig eins og kuðungur eða væri nær að segja öngstæti sem leiðir hvert? Allir vita að eðh spiralsins er að hann hættir aldrei, heldur áfram. Hann kann að þrengjast, en hringirnir víkka síðan út aftur og lflcjast hver öðrum. í upphafi verksins stendur Ólafur Jensson við á spíralnum og hverfur á endanum oní hann. Seig framvindan sýnir býsna mikið öryggi með aðferð Qg túlkun, vissu og skýrt markmið: hér verið að segja sögu fjölda eins og sýnt er í bláupphafi og ítrekað sinn oní sinn í sýningunni og ítrekað í tvígang í blálokin: þetta er Kka saga af exodus fi flótta frá alísleysi, jaið- leysi út í bíflíulega för tfl fyrirheitna landsins sem er lflea ítrekað með ijórum kennimönnum, þeim síð- asta í skrípamynd, sem allir segja fylgið mér. Enn þannig er spírall- inn; þú skrúfast hægt niður. Léttir og sprettir Hér eru ekki mörg dæmi um kyrra framvindu. í hugann kom eft- irminnileg sýning á Djöflunum í Malí-leikhúsinu fyrir einum sjö árum. Það þarf þor til og sl£k tök á efninu að áhorfandi missi ekki at- hygli, vanur hraðri skyndimötun á öllum sviðum. Ekki fann þessi áhorfandi fyrir lengd: sýningin heldur, nær tökum á manni í hæg- fara frásögn. Þórhildur er reyndar svo vanur sjómaður að hún gætir þess að skjóta snöggum örstuttum létti inn þegar þarf. Sýningin er veisla fyrir augað og gædd glæsilegum skyndi- áhlaupum í lýsandi mannlegum ör- lögum sem opna stór svið tilfinn- inga: ótta, vonar, ósigurs og vinn- inga, hláturs og harma. Fátæka leikhúsið Hér er í anda fátæka leikhússins allt gert með fáum gripum: koffort, hefilbekkur, vefstóll (sem var reyndar óþarfur) ein grindarbygg- ing. Hópnum er uppálagt dreifð bygging í hópa, hann dregst saman í línur, boga: fumlaust grúppar leikstjórinn söguna, skáleggur hana á löngum línum: það lifna margar myndar alla sýninguna í gegn sem eru eftirminnilegar: lit- irnir dökkir en lifna og lýsast við komuna vestur og taka á sig haustaða jarðliti og síðan hvítan dauða frostlagðra skafla. Þá breytir sýningin ögn um frásagnarmáta og vetrardauðinn er tjáður í söng, sem er nær og færist fjær og hærra: meistaralega lagt hljóðtjald. Eins og er reyndar í verkinu öllu sem Pétur Grétarsson hefur tónsett sparlega en á afar áhrifamikinn hátt með veikri tónlist sem er á sinn máta eitt meginþema verks- ins: fæ ég sungið? Leikhópurinn Ástæða er til að draga fram ein- staklinga í þessum samstillta og flínka leikhóp sem virðist undir stjórn Þórhildar að þessu sinni hafa með lágstemmdum en ljósum og lýsandi brögðum skilið verkeftii sitt til hlítar og hlýtt: Björn og Katía sýna hér þroska sinn, fá til þess kærkom- ið tækifæri: kvennasveitin sterk og máttþung: Margrét og Hanna, Jó- hann og Sigrún, Halldóra og Bima. Hjá öllum þeim glampaði fallega stakt augnablik sem var hverrar, áður en þær stigu aftur inn í fjöld- ann. Karlpeningurinn ekki síðri: Sveinn, Halldór, Gunnar, Pétuf, Theodór og Guðmundur. Blessuð bömin ævinlega settleg í heildar- myndinni. . =5: Lopapeysa og skautbúningur Lýsing Lámsar eins og oft áð«r meistarlega: búningar dálitið úr sitt- hvorri áttinu: lopapeysu og skaut- búning með emaleraðri könnu er ekki hægt að hrósa sem misvísandi tímamörkum. Það hefur enda veriö eitt merkið á Leikfélaginu hversu nískan grípur menn við nýsaum á búningum fi eins og það sé sparnað- arsvið sem þolir betur skort en ann- að. Hér er semsagt á ferðinni endur- nærður epískur frásagnarmáti og sýnist í beinu ffamhaldi af eldri dæmum sem mislangt og skammt, hvert með sínu móti, hafa fært skáldsöguna á svið. Hér er þáttakan innileg og skilar í tempruðum stfl afar magnaðri lifun. Yfir öllu vakir ákafur leikgerðarmaðurinn og leik- stýran okkar reyndasta um þessar mundir. Sagan er svo púkó Þetta er svona Þjóðminjasafn, sagði maður við mig í hlénu: (ég hef heyrt þann áður). Amma hans fór til Amerflcu og lærði þar á öðrum ára- tugnum, afi hans var fæddur í torf- bæ. Þetta er svona lopasýning, sagði annar um leið og hann stakk sér út í kuldann og vafði að sér útíendum frakkanum. Það er háttur nýríkra nýlendna að kannast ekki við sögu sína og þykja hún púkó; hér leggjast menn í kofahjalið og taka að bölva söguleg- am aðstæðum: halda að eymd nítj- ándu aldar hafi verið snotrari á leð- urskóm en skæðum: á sama tíma vesturfaramir tóku að týnast héðan tapaði múgur Parísar uppreisn sinni sem var háð vegna hungurs. í þann tíma tók að magnast landflóttinn fr á öllum löndum Evrópu frá írlandi til Asmeníu, Malaga til Moskvu vegna landleysis, ófrelsis og hungurs. EnleMinlegt Sulturinn er ekki skemmtiefni. t>aÖ er máski það sem áhorfendur Híbýlanna munu skilja um stund og minnast næst þegar aumingjaskap hinna landlausu og fátæku í heimin- um ber á góma í partíinu. Þeir sem eiga ekki brauð éta ekki kökur eins og drottningin taldi eðlilegast. Þetta er glæsilega hugsuð og vel- byggð leiksýning sem er öllum þeim til sóma sem að henni standa. Kallar þetta ekki á næsta kafla í hljómkviðu vindanna? Páll Baldvizi Baldvinsson Leikfélag Reykjavikur frumsýn- ir á stóra sviði Borgarleikhúss- ins: Híbýli vindanna eftir skáld- sögu Böðvars Guðmundssonar. Leikgerð: Bjarni Jónsson, Þór- hildur Þorleifsdóttir, Vytautas Narbutas í samvinnu við leik- hópinn. Leikstjóri: Þórhildur Þorleifsdóttir: Leikmynd: Vytautas Narbutas. Búningar: Filippia I. Elísdóttir. Lýsing: Lár- us Björnsson. Tónlist: Pétur Grétarsson, Dansar: Camerton Cobett, Gervi: Guðrún Þorvarð- ardóttir. Hljóðstjórn: Ólafur Thoroddsen. Leikendur: Björn Ingi Hilmarsson, Katla Margrét Þorgeirsdóttir, Halldór Gylfa- son, Sigrún Edda Björnsdóttir, Gunnar Hansson, Birna Haf- stein, Árni Beinteinn Árnason, Theodór Júliusson, Helena Kjartansdóttir, ívar E. S. Jak- obsson, Sveinn Geirsson, Guð- mundur Ólafsson, Pétur Einars- son, Margrét Helga Jóhanns- dóttir, Bergur Þór Ingólfsson, Hanna María Karlsdóttir, Hall- dóra Geirharðsdóttir, Jóhann Vigdís Arnardóttir, Benedikt Ingi Ármannsson, Gísli Rúnar Harðarson, Hannes Óli Ágústs- son, Hinrik Þór Svavarsson, Jafet Máni Magnúsarson, Þor- björg Erna Mímisdóttir. Frum- sýning 7.janúar 2005. Leiklist

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.